mánudagur, 7. desember 2009

Viðgerðarvesen

Datt í hug að senda línu með smá pælingu. Þannig er mál að ég keypti
Phillips heimabíó seint á síðasta ári í Elko. Dvd spilarinn sem fylgdi
virkaði vel þangað til einn daginn fór hann að sýna allt í bleiku. Þannig
gekk þetta öðru hverju, bleik mynd en þess á milli var allt í lagi. Einn
daginn fór það svo alveg og ég hætti að fá nokkra mynd. Prófaði allt sem
mér datt í hug, skipti á milli HDMI tengja í sjónvarpinu og notaði meira
að segja mismunandi snúrur. Allt kom fyrir ekki, alveg sama hvað ég gerði
það kom bara ekki mynd.
Ég ákvað því að fara í Elko enda tækið enn í ábyrgð og fá það lagað. Ég
lýsti biluninni vel fyrir þeim sem tók niður lýsingu. Gat þess meðal
annars að ég væri með tengda ps3 tölvu við sjónvarpið og ef ég færði snúru
úr tölvunni yfir í spilarann kæmi engin mynd en ef ég setti hana aftur í
tölvuna þá væri allt OK. Því hlyti þetta að vera dvd spilarinn.
10 dögum seinna fæ ég hringingu. Spilarinn er kominn aftur og Öreind,
fyrirtækið sem sér um allar viðgerðir segir að það sé í fínu lagi með
allt. Engin bilun. Ég rukkaður um 3550 krónur fyrir viðvikið. Með tækinu
fylgdi frá þeim orðsending um að trúlega væri þetta stillingaatriði sem ég
væri að klúðra, ég breytti engum stillingum, einn daginn hætti tækið bara
að virka. Ég kem allavega heim og set í samband nákvæmlega eins og það var
10 dögum fyrr og hvað helduru, allt virkar!
Mín pæling er sú. Öreind segir að ekkert sé að og nær sér í 3550 krónur í
skoðunargjald. 3550 krónur rukkast fyrir 30 mínútna vinnu, gjaldskrá tekur
fram að möguleiki sé á 15 mínútum og rukkast fyrir þær einhverjar tæpar
2000 krónur. Ef tækið var í lagi þá tók ekki nema 2 mínútur að stinga því
í samband og sjá það. 15 mín því eðlilegri tími. En síðar, hugsanlega um
mánaðarmót þá senda þeir reikninga fyrir viðgerðum til Elkó og fá greitt
fyrir stykkið sem þeir skipta um ásamt vinnutíma starfsmanns. Þetta er
allavega mjög skrítið, ég fór með tæki sem virkaði ekki en fæ það til baka
í góðu lagi, þarf engu að síður að greiða þar sem það var jú í lagi –
segja þeir.
Vona að þú sjáir þér fært að birta þetta, væri gaman að fá viðbrögð og sjá
hvort fleiri hafi lent í svipuðu. Annars hrósa ég þér fyrir að halda úti
þessari síðu, áhugaverð lesning í hvert skipti.
Bestu kveðjur,
E.K.

10 ummæli:

 1. Gæti líka verið hitamál. Svona raftæki poppa oft upp með svona bilanir vegna hita. Þú aftengir svo tækið. Ferð með það í viðgerð og allt kólnar og er fínt í prófunum. Mögulega er tækið of nálægt ofni eða öðru. Allavega ef vandamálið poppar upp aftur myndi ég athuga hvort hitauppsöfnun sé málið.

  Efast stórlega að verkstæði lagi hluti í leini og rukki fólk því ef það kæmist upp væri það virkilega vont mál fyrir þá og auðvitað kolólöglegt.

  Svo gæti þetta auðvitað bara hafa verið sambandsleysi þó það sem þú segir hljómi reyndar eins og þú hafir athugað það vel áður.

  SvaraEyða
 2. Hmm það var gerð könnun í Dateline fréttaskýringarþættinum fyrir þónokkrum árum þar sem einn borði í tölvu var klipptur í sundur viljandi sem ætti að kosta um 1000kr þá og með uppsetningu kannski 2-3000 kr. Þeir voru að fá niðurstöður frá verkstæðum um bilað móðurborð eða eitthvað þannig upp á nokkra tugi þúsunda,ónýtur harðidiskurinn og að tölvan væri alveg ónýt og svona. Og ekki eitt einasta verkstæðið fattaði hvað gert hafði verið. Þannig að persónulega tek ég allt með fyrirvara sem raftækjaverkstæði segja. 6 mánaða gömul tölva hjá mömmu bilaði fyrir nokkrum árum og fór hún í Elko og fékk ekki gert við hana í ábyrgð fyrr en hún var búin að vera virkilega hörð og reið við þá. Svo man ég líka eftir konu sem keypti prentara í BT sem bilaði þannig að einhver tappi á honum losnaði þannig að hann varð skakkur og prentaði ekki eða allavegana illa og hún fékk að vita það að ábyrgðin næði bara yfir hugbúnaðinn en ekki prentaran sjálfan. Þannig að maður þarf greinilega að lesa ábyrgðarskírteinið vel og vandlega áður en maður festir kaup á raftækjum.

  SvaraEyða
 3. Reyndar öfugt með ábyrgð. Hún nær aldrei yfir hugbúnað en alltaf yfir vélbúnað sem bilar vegna eðlilegrar notkunar. Spurning hvort þeir hafi ekki bara litið á þennan tappa sem illa meðferð.

  Fylgdi ekkert með hvað hafði verið að tölvu móður þinnar. Ef það var eitthvað klúður í stýrikerfi eða vírusar þá auðvitað er það ekki ábyrgð.

  En auðvitað eru til grá svæði sem verkstæðin reyna oftast að komast hjá að borga sjálf.

  SvaraEyða
 4. Mikill misskilningur að verkstæði séu að borga sjálf ef tölvan klikkar. Þetta er allt í reikning hjá framleiðanda. Það er löglegt að rukka fyrir greiningu þó tækið sé í ábyrgð.
  RTFM

  SvaraEyða
 5. Geta ekki rukkað fyrir greiningu ef varan reynist biluð og í ábyrgð.

  SvaraEyða
 6. afhverju ætti öreind að laga tækið og svo segja að það hafi ekki verið bilað og rukka skoðunargjald, þegar þeir græða miklu meira á því að gera við tækið og fá greitt fyrir viðgerðina?

  SvaraEyða
 7. Það er bara þannig með ramagnstæki að stundum er nóg að taka það úr sambandi og bíða 1-2 ín og setja aftur í samband og það er líegast það sem var að hja þér , gerist með flest rafmagnstæki , t.d það fyrsta sem er sagt við þig ef þú t.d hringir í símann eða vodafone , "ertu búinn að prufa restarta routernum" og það sama gildir um önnur tæki , ef það kveikir ekki á sér þá aftengja rafmangið , í fartölvum , taka battery úr og aftengja straum , borðtölvur aftengja straumsnúru úr turni og bíða 1-2 mín

  Þitt feil að hafa ekki prufað þetta áður en þú fóst með tækið til viðgerðar

  SvaraEyða
 8. 3.500 er bara vel sloppið. Nú tækið í lagi og alles.. hvað er verið að kvarta :)

  SvaraEyða
 9. Þeir skoða nú tækið lengur en í 2 mínútur, ef bilunin kemur ekki upp strax er tækið haft í gangi þangað til að þeir eru búnir að fullvissa sig um að tækið sé ekki bilað og það er allavega 1 dagur ef ekki meira.

  SvaraEyða
 10. ja eg reyni alltaf allt áður en ég fer með eh á verkstæði , þoooli ekki hvað litlir hlutir geta tekið vikur að laga , og þá er etta kannski baraeh litid shitt ,eins og t.d viftan er full af riki eda eitthvað . buinn að eiga acer fartölvu sidan 2007 og keypti hana á 120k , hun er drullu góð og virkar mjög vel , bara utaf fikti sjálfur ,finnst fólk vera alltof fljótt að henda þessu á verkstæði , stundum bara utaf þeim "finnst" heyrast hærra í viftunni en venjulega ,hah , eg nenni sko ekki advera tölvulaus i 4daga eda eh utaf mer finnst heyrast hærra i viftunni , ærónnó bara að leika mer að commenta :P

  SvaraEyða