föstudagur, 18. desember 2009

Dýrt á bensínstöðvum

Selecta, sem er viðhengi Skeljungs, er óttaleg okurbúlla. Ég kom þar við til þess að kaupa batterí (2 í pakka, stærð D) og kostaði einn pakki frá Duracell heilar 900 kr. Nei takk, sagði ég og dreif mig í Bónus. Þar fékk ég pakkann á 495 kr!
Við eigum að láta okkur nægja að kaupa bensín og þess háttar á bensínstöðvum, matvöru og fleira fáum við mun ódýrara annars staðar.
Takk fyrir góða og nytsama síðu.
Kveðja,
Sunna

6 ummæli:

  1. Gamlar fréttir, en seint er góð vísa of oft kveðin :)

    SvaraEyða
  2. Ég komst að því í kvöld, að "útimaðurinn" sem hjálpar manni við ýmislegt varðandi bílinn á bensínstöðvum, er látinn hætta kl.19:30 hjá Skeljungi þó stöðin sé opin 24 tíma á sólarhring.Þú getur svo fengið pulsur, mjólk og brauð allan opnunartímann. Reyndar á okurverði því það er svo dýrt að selja svona "aukaafurðir" á bensínstðvum.

    SvaraEyða
  3. "Við eigum"? Takk, við getum alveg hugsað sjálf samt...

    SvaraEyða
  4. Þetta heitir SELECT en ekki Selecta.
    Selecta sér um kæla og kaffivélar og svona.

    SvaraEyða
  5. Enn um okur á bensínstöðvum:

    Lenti á að útleiðsla í bremjsuljósi sprengdi nokkrum sinnum öryggi í bílnum hjá mér og þurfti því að kaupa öryggi sem kostaði kjá OLÍS 126 krónur, hjá N1 í Breiðholti 50 krónur en hjá N1 eðq gamla Bólanaust 33 krónur. Já eins gott að vara sig á okrurunum sem þessa dagana auglýsa grimmd "í skóinn fyrir jólasveinana" Svei þeim.

    SvaraEyða
  6. 10/11 sér um að þjónusta Select/Skeljung með allar vörur. Þannig að þetta fer að lokum í sama vasa hvort sem þú kaupir þar eða í Bónus. Þetta er bara spurning um hversu mikið þú vilt láta féfletta þig.

    SvaraEyða