miðvikudagur, 2. desember 2009

Heldur áfram að versla við Rimaapótek

Fékk auglýsingamiða inn um lúuna heima hjá mér um daginn, bý í Grafarvogi, auglýsing frá Apótekaranum, Bíldshöfða, þar stóð stórum stöfum "Lyf á lægra verði".
Ég ákvað að láta reyna á þetta og keypti mér kremið Pevisone, 30. gr. og kostaði það 2770 kr. - hringdi í Rimaapótek og þeir selja það á 2236 kr.
Ég held áfram að versla við Rimaapótek.
Anna A

3 ummæli:

 1. Það eru sömu glæpamenn og eiga Lyf og heilsu sem eiga og reka Apótekarann. Af þeim ástæðum einum á ekki að eiga viðskipti við þetta apótek. Auk þess sem ekki var við því að búast að verðið væri sanngjarnt.

  Svo hefðirðu auðvitað fyrst átt að hringja og spyrja um verðið og þannig gastu sparað þér 500 kall á þessum eina díl.

  SvaraEyða
 2. Ég skil ekki, að enn skuli vera til fólk, sem leggur sig svo lágt að versla í apótekum Karls Wernerssonar, Lyf og heilsu, Apótekaranum og Skipholtsapóteki. Sér fólk virkilega ástæðu til að styðja þennan auðróna, sem er búinn að kosta þjóðarbúið mörg hundruð milljarða? Rima Apótek hefur um árabil verið með hagstæðustu kjör á lyfjum. Nú er Karl Wernersson búinn að opna Apótekarann á Bíldshöfða, til að reyna að eyðileggja viðskiptin fyrir Rima apóteki. Sama ætlar hann að gera á Akranesi. Ég myndi ekki leggja mig svo lágt að versla í apótekum hans.

  SvaraEyða
 3. Já, haltu áfram að versla við Rima apótek. Það er gott apótek. Apótekarinn, Lyf og heilsa og Skipholtsapótek eru á bannlista hjá mér. Mér dytti aldrei í hug að versla við Karl Wernersson. Hann hefur réttarstöðu grunaðs manns í bankahrunsmálinu og á heimasíðu Hæstaréttar www.haestirettur.is má lesa, að hann hefur hlotið dóm fyrir að standa ekki skil af virðisaukaskatti.
  Hann á líka Gleraugnabúðina í Mjódd, Hljóðfærahúsið og Flexor á Suðurlandsbraut. Þar læt ég heldur ekki sjá mig.

  SvaraEyða