miðvikudagur, 9. desember 2009

Okur í Byggt og Búið

Keypti mér Pizzuofn fyrir stuttu á 24.990 í Byggt og Búið og í gær sá ég sama ofn auglýstan hjá Elko á 16.995. Ég hringdi í Byggt og Búið og spurði þá hvernig gæti staðið á þessum mikla mun. Þar tjáðu þeir mér að þeir keyptu þetta svona dýrt af Bræðrunum Ormsson, sami ofn kostar líka 24.990 hjá Ormsson. Það er alveg ótrúlegt hvað sumar verslanir leyfa sér í dag.
Óska nafnleyndar

9 ummæli:

 1. Elko er lágvöruverslun með raftæki svo mér finnst alveg eðlilegt að verðið hafi verið lægra þar, og auðvitað verður að athuga verðin á mismunandi stöðum til að lenda svo ekki í því sama og gerðist í þessu tilfelli, það segir sig bara sjálft...

  SvaraEyða
 2. En kommon yfir 30% verðmunur! mér finnst Byggt og Búið ekki vera svo mikil lúxus verslun að geta leift sér slíkt okur!

  SvaraEyða
 3. Það getur vel verið að Elko kaupi þetta beint inn en Byggt og Búið fái þetta á hærra verði en Elko af því að þeir eins og þeir segja kaupa þetta frá Ormsson... Það er hægt að fá hluti á alls konar verði alveg eftir því hvar þú kaupir þá, og þess vegna á að gera verðkönnun nema náttúrulega þú viljir borga meira fyrir hlutinn en þú þarft...

  SvaraEyða
 4. Elko og Byggt og Búið eru í eigu sama eiganda, þ.e. Jóns Helga Guðmundssonar

  SvaraEyða
 5. ...en þótt eigandinn sé sá sami er rekstrargrundvöllur hvorrar keðju það ekki, sbr. Hagkaup og Bónus. Formúlan fyrir arðbærum rekstri er ekki, þótt margir vilji halda það, útsöluverð - innkaupsverð = hagnaður.
  Elko er lágvöruverðsverslun með lægra þjónustustig og ódýrara húsnæði og fleira í þeim dúr og þ.a.l. miklu minni kostnað sem þarf að leggja ofan á innkaupsverðið til að bera sig. Þar fyrir utan er trúlegt, fyrst varan er auglýst í bæklingi, að hún sé á einhverju tilboði, sem skekkir samanburðinn enn frekar..

  SvaraEyða
 6. Var Jón helgi ekki löngu búinn að losa sig við Byggt og búið? er alla vega ekki undir kaupás..

  SvaraEyða
 7. Það eru örugglega yfir 10 ár síðan Jón Helgi seldi Byggt og Búið.

  SvaraEyða
 8. Já örugglega 12 ár var að skoða það og sá að Kringlan var stækkuð árið 1999 og var Jón Helgi þá þegar búinn að selja Byggt og Búið.

  SvaraEyða
 9. Elko er að versla inn í meira magni miðað við að Byggt og búið kaupir kanski bara 5 ofna.Það munar alveg um hvað hver og einn kaupir mikið magn þú færð betri kjör.Og nei það er ekki sami eigandi.

  SvaraEyða