Keypti mér Pizzuofn fyrir stuttu á 24.990 í Byggt og Búið og í gær sá ég sama ofn auglýstan hjá Elko á 16.995. Ég hringdi í Byggt og Búið og spurði þá hvernig gæti staðið á þessum mikla mun. Þar tjáðu þeir mér að þeir keyptu þetta svona dýrt af Bræðrunum Ormsson, sami ofn kostar líka 24.990 hjá Ormsson. Það er alveg ótrúlegt hvað sumar verslanir leyfa sér í dag.
Óska nafnleyndar