föstudagur, 4. desember 2009

Góð Lásaþjónusta

Mig langaði bara að segja frá frábærri þjónustu hjá Lásaþjónustunni sem ég fékk í dag. :)
Mér tókst að brjóta bíllykilinn minn, þann eina sem ég átti og fann ekki brotið. Ég hringdi því í umboðið og spurði þá út í þetta og fékk það svar að það þyrfti að panta nýjan tölvukubb í lykilinn að utan. Þetta myndi kosta að lágmarki 15.000 krónur (bíllinn er varla þess virði, hehe). Ég ákvað að prófa að hringja í Lásaþjónustuna, Grensásvegi og hann segir mér að drífa mig til þeirra og þeir reddi þessu með því að taka gamla tölvukubbinn úr brotna lyklinum og færa hann í nýjan lykil.
Ég held ég hafi beðið í mesta lagi 5 mínútur eftir að hann hringdi í umboðið, fékk nr. á lyklinum, færði tölvukubbinn og bjó til nýjan lykil.
Allt þetta kostaði aðeins 5000 kr, 1/3 af umboðsverðinu. Þar að auki var maðurinn einstaklega kurteis og liðlegur. :)
Með bestu kveðju,
Andrea

Engin ummæli:

Skrifa ummæli