Eyjan hefur tekið saman og greint upplýsingar sem hér hafa birst. Niðurstaðan er eiginlega oftast sú að þau fyrirtæki sem hafa stærstu markaðshlutdeild fá mestar umkvartanir! Hér eru samantektirnar:
Símafyrirtæki
Olíufélög
Matvörubúðir
Apótek
Bókaverslanir
Samantekt
Flestum færslunum fylgja svo kommentahalar, oft um það að ég (Dr. Gunni) sé ekki marktækur af því ég lagðist flatur í auglýsingaherferð IE. Það má þó benda á að öll okurdæmin sem birtast á þessari síðu eru frá fólki út í bæ og ég er bara í hlutverki copy/paste-ara. Ég birti yfirleitt allt sem mér berst nema það sé einhver óskiljanleg steypa. Það er hins vegar alveg álitamál hvort þessi síða hafi einhverju breytt til eða frá og kannski er neytendavitund alveg jafn slöpp og hún var áður en þessi síða fór í loftið.
Gunni, þökk sé þessari síðu þinni þá fór neytendavitund hér á landi úr því að vera hroðbjóður í það að vera heiftarlega slæm. Semsagt uppá við.
SvaraEyðaVið Íslendingar tuðum og gjömmum út í eitt en samt látum við alltaf taka okkur í óæðri endann af siðlausum verslunarmönnum og útrásarvíkingum.
Þessi síða hefur þó hjálpað mér að sigta út fjölmörg fyrirtæki sem ég mun ekki koma til með að versla við nema þau breyti viðskiptaháttum sínum til mikilla muna. Fyrir það er ég þessari síðu og þínu framtaki þakklátur. Frekar styð ég við heiðarlega menn sem þekkja orðið viðskiptasiðferði.
Ekki hlusta á þessa tuðara sem tuða útaf IE auglýsingum þínum. Þeir gera sér ekki grein fyrir því að þú ert með þetta framtak til að skapa vitundarvakningu á neytendahegðun íslendinga sem gerð er í sjálfboðastarfi og reddar þér ekki salti í grautinn, það hins vegar gerir IE. Endilega hlustaða ekki á þessa tuðara sem tuða held ég einfaldlega því þeim finnst það svo gaman eða þeir gera sér ekki grein fyrir því að í nútíma kapítalísku samfélagi þurfi menn að afla inn tekna til að njóta viðunandi lífsgæða.
Já, einmitt hvað varðar símafyrirtækin er ákaflega takmarkað úrval. Þetta er líka allt of mikið 'triks' sölumennska í þeim bransa-eins og Síminn held ég hafi verið með skilgreiningu sína á mánuð sem sl. 30 dagar en auglýsti misvísandi sem dagatals-mánuð. Þetta er bara dæmi um ömurleg fegrunar-sölumennsku. Hvernig væri bara hafa 'gegnsæjari' skilmála sem eru ekki móðgun við greind meðalmanns. Mér sýnist oft verið að sýnast selja meira en raun er. Hvernig var með upphal á 'pungnum'? Plís vil bara skilmála sem sýna gott siðferði, sanngirni og ókostir/gallar ekki jarðaðir/gleymast. Einhvern tímann bar ég mikla virðingu fyrir Símann en sýnist mér þeir hafi tapað sér og tekið þátt í þessa tegund af fegrunar-sölumennsku.
SvaraEyðaNafnlaus 2 :
SvaraEyðaMig minnir að Síminn hafi leyst upphals málið á þessum pungi með sóma, maður fylgdist með því á bloggi þess sem kvartaði á Okursíðunni.
Gunni. Þakka þér kærlega fyrir þessa síðu. Ég er sammála öllu sem "nafnlaus nr.1" skifaði.
SvaraEyðaNafnlaus nr.3.
Afhverju eru ekki Tryggingarfyritækinn á þessum lista. Þar erum við að tala um allraverstu glæpamennina, Vilja bara fá greitt, enn ef að þeir eiga að greiða þá fara þeir allra flóknustu og erfiðustu leiðir, svo að á endanum sættiru þig við minna vegna þessað fólk nennir ekki að standa í þeim.
SvaraEyða