Mér var brugðið illilega þegar ég áttaði mig á að atvinnulaus 18 ára unglingur á heimili mínu hafði látið „glepjast“ af auglýsingu frá fyrirtækinu Kredia um „smálán“ – einungis með því að senda inn eitt SMS !
Eftir að hafa skoðað málið og velt fyrir mér „okurvöxtum“ –tók ég þetta saman --
en fyrir nokkrum árum á Íslandi fékk fólk fangelsisdóm fyrir slíka starfssemi!
Er þetta nú í lagi ? – vil ég vísa til innheimtulaga nr. 96/2008 og reglugerðar nr. 37/2009 (sjá hér aðeins neðar)
Það er ljóst að ég sem foreldri þessa atvinnulausa ungmennis mun ekki sætta mig slíkar okurlánastarfssemi og því sendi ég þessar upplýsingar eins víða og mér er unnt – því brennt barn forðast eldinn... og ef einhver getur látið þessa ömurlegu reynslu á mínu heimili vera sér víti til varnaðar --- er það gott mál!
Ég sendi Kredia póst varðandi þetta mál og vísuðu þeir til þess að þeir færu að fullu að íslenskum lögum!
4. gr. reglugerðar nr. 37/2009
Hámarksfjárhæð innheimtukostnaðar, m.a. innheimtuþóknun, sem viðskiptaráðherra ákveður í reglugerð þessari, tekur mið af þeim kostnaði sem kröfuhafi verður
fyrir vegna innheimtunnar og nauðsynlegur og hóflegur getur talist, sbr. 12. gr. innheimtulaga. Heimilt er að innheimta viðbót vegna umdeildra peningakrafna þar sem þörf hefur verið á sérfræðilegri ráðgjöf, sbr. sömu grein laganna.
6.gr reglugerðarinnar tekur síðan á hámarksfjárhæðum v. höfuðstóla: og er þetta langt umfram það!
Bestu kveðjur,
Inga Jóna Óskarsdóttir
Viðurkenndur bókari
Ítalska mafían og Íslensku bankarnir komast ekki með hælana nálægt þessum. Þó svo þar séu svipaðir vextir.
SvaraEyðaEKKI EKKI EKKI taka lán þarna. Ég hef sjálfur brennt mig á þeim.
SvaraEyðaÉg gleymdi að borga á gjalddaga. Daginn eftir var komið ítrekunarbréf frá Veitu inn um lúguna heima.
Þar stóð: Höfuðstóll 10.000 krónur
Vextir og kostnaður: 2.500 krónur
Annar kostnaður: 261 krónur
INNHEIMTUÞÓKNUN KREDIA: 900 KRÓNUR
INNHEIMTUÞÓKNUN VEITU 900 KRÓNUR
Samtals: 14.561 krónur
Ég ætlaði að borga þetta innan 10 daga eða þannig hljóðaði fresturinn. Ég greiddi þetta á 10. degi.
Eftir 2 daga var komið annað bréf frá veitu sem hljóðaði svo:
Höfuðstóll: 14.561 krónur
INNHEIMTUKOSTNAÐUR VEITU: 5.621 KRÓNUR
Samtals: 20.182 krónur
Ég hringdi í veitu til að láta vita að ég væri búinn að greiða kröfuna. Konan sem ég talaði við var mjög dónaleg og var sko ekki á því að fella niður innheimtukostnaðinn. Það endaði með því að hún skellti á mig eftir smá þras.
Ég gaf mig ekki þannig ég hringdi aftur og bað um yfirmann í þetta skiptið. Það tók mikla fyrirhöfn, tíma og vesen að fá þetta fellt niður þar sem ég greiddi innan frestsins en það tókst á endanum.
Get ekki alveg sagt að starfsmenn Veitu séu með mikla þjónustulund!
Svo tala þeir um að bæta hóflegu ítrekunargjaldi á skuldina til að hvetja mig sem skuldara til að greiða fyrr.
Stjórnendur, eigendur og starfsmenn Veitu eiga að skammast sín ofan í tær!
En varðandi Kredia þá ráðlegg ég fólki að forðast þetta fyrirtæki eins og brennandi heitan eldinn.
Þetta fyrirtæki markaðsetur sig sérstaklega fyrir ungmenni, ungt fólk og fólk sem er ekki of ábyrgt í fjármálum.
Það er alveg sama þó maður geti bara fengið eitt lán í einu, þegar þú hefur fengið lán á annað borð og lendir í veseni þá er snjóboltinn farinn að bæta á sig. Og þetta er fljótt að koma ef þú borgar ekki.
FORELDRAR ungmenna og þeir sem þekkja til fólks sem kann ekki að fara með peninga vinsamlegast brýnið fyrir ykkar fólki að forðast þjónustu Kredia eins og heitan eldinn!
Áfram Inga Jóna! Ég er ánægður með þig!
Hvað ertu svona ánægður með hjá henni Ingu? Ekki virðist hún hafa brýnt þetta vel fyrir sínu barni!
SvaraEyðaEkki svona pirraður Nafnlaus@17:32.
SvaraEyðaInga hefði kannski mátt brýna þetta betur fyrir drengnum, en þá gerði hún bara gloríu og það er ekkert að því.
Hinsvegar lærði hún lexíu sem hún áframsendir til okkar hinna.
Ég er ánægður með Ingu og þakka henni fyrir ábendinguna. Ég hafði t.d. ekki hugmynd um þennan 10.000 króna aukakostnað.
Þetta eru viðbjóðslegir okrarar sem níðast á unglingum og þeim sem hafa ekki vit á peningum.
SvaraEyðaÞað á að reka þetta pakk úr landi !
Litlir bankadólgar að kreista pening úr unglingum sem eiga engan pening - ákaflega skemmtileg viðbót í íslenskt fjármálalíf ...eða þannig.
SvaraEyðaAf hverju er ekki búið að taka fyrir þetta? Svo gjörsamlega taktlaust.
haha 18 ára unglingur. Þetta er fullorðinn maður en greinilega ekki skarpasti hnífurinn í skúffunni hjá þér. Sem bókari ættirðu að fræða hann um vexti og hver hugsunin er á bakvið lán. Kv og gleðileg jól
SvaraEyðaÞað má vel vera að þeir fari eftir öllum lögum og reglum sem gilda og séu "löglegir" (?)
SvaraEyðaEn þetta er svo gjörsamlega siðlaust að siðlausara verður það ekki.
Come on, það þarf enginn að segja mér það að aðalmarkhópurinn hjá þessum skíthælum sé ungt fólk sem hafi takmarkað peningavit og takmörkuð fjárráð. Fólk sem getur ekki borgað á gjalddaga og þarf því að borga örlítið meira en hinir sem borga á gjalddaga. Þannig græða þessir skíthælar.
Þetta er allt saman útpælt og þaulúthugsað.
Og þetta með að afsaka sig með því að það sé eingöngu hægt að fá eitt lán í einu og geta því ekki lent í vandræðum er kjaftæði! Lánstíminn er svo stuttur og vextir og hlutfall kostnaðar er svo hátt að þetta er fljótt að hlaða uppá sig.
Þannig græðir hann Leifur hjá Kredia.
Ef hann myndi ekki græða á þessu þá væri hann ekki að bjóða uppá þetta.
Þannig er nú það.
skil þig vel. Ætti að benda persónuvernd á þetta - þarna er unnið með furðulegar upplýsingar og maður skilur ekki baun í hvernig þeir reikna út hverjir fá lán og hverjir ekki. Einhverjar leyniupplýsingar
SvaraEyðaen hvernig væri svo bara að annað hvort sleppa því að taka þetta lán eða borga á réttum tíma, + það að fólk veit af þessum 2500 kr sem er fyrir 10 kallinn áður en það tekur lánið, meðal annars þá er ég 22 og hef brent mig mjög illa á yfirdráttum og er samola þeim sem talar um þjónustulund veitu, mér er sama hvernig reglurnar eru og allt það á meðan ég er að tala við þig og lesa upp það sem stendur á blaðinu er alveg óþolandi þegar þær grípa sífellt framí og stöðva mann og segja eikkað annað en samt stendur þetta á blaði fyrir framan mann fffs kerfi er svo glatað og löngu búið að skíta á sig, og inga segðu eins mörgum frá og þú getur en kennið ekki kredia um þetta því við vitum öll hve djúp laugin er áður en við hoppum :D
SvaraEyðaLán allt að $ 500.000 og lánalínur allt að $ 100.000
SvaraEyðaEinföld umsókn, ákvarðanir í mínútum
Fjármögnun eins hratt og ein virkur dagur ef þú ert samþykkt
Sölutrygging byggð á viðskiptasjóðstreymi, viðskipta- og persónulegum lánsfé
Hafðu samband við okkur
Tölvupóstur: atlasloan83@gmail.com
whatsapp / Hangout + 14433459339
Atlasloan.wordpress.com