miðvikudagur, 2. desember 2009

Danskir drykkir á LSH

Mig langaði að vekja athygli á og vonandi vekja fólk til umhugsunar á því hvernig standi á því að það er einungis boðið upp á danska framleiðslu á drykkjarsöfum á Landspítala-Háskólasjúkrahúsi. Mikið er talað um að styrkja íslenskt og spara gjaldeyri en þarna er LSH að eyða einhverjum X milljónum á ári í að flytja inn Rynkeby safana til að hafa á deildum og í matarteríum, bæði handa sjúklingum og starfsmönnum.
Ég get nú ekki ímyndað mér að það sé dýrara að panta Trópí, Flórídana eða aðra „íslenska“ framleiðslu og þar með styrkja íslenskan iðnað.
Vildi endilega koma þessu á framfæri!
Gleðileg jól,
Matta

5 ummæli:

 1. Já ágætt að benda á svona. Þó líklega sé trópi þó framleiddur úr erlendum appelsínum :=)

  Íslenskar vörur voru bara orðnar svo fáránlega dýrar fyrir aðra en bónus að kaupa svo skil svona þannig séð.

  SvaraEyða
 2. Enda vitum við hvaða taktík Bónus beitir. Þið fáið að vera með vörurnar ykkar hérna ef þið gerið ódýra vöru merkta okkur í staðinn og kúga þannig verðið niður.

  SvaraEyða
 3. Rynkeby flutt inn að Högum

  SvaraEyða
 4. Ekki vissi ég að það væri Íslensk framleiðsla á appelsínum? (Kannski smá) Ég held að íslendingar verði að átta sig á því að það er lítið "Íslenskt á Íslandi" nema kanski fiskurinn en hann er að sjálfsögðu fluttur ferskur út. Hvort frosinn appelsínusafi er fluttur inn og tappaður hér er ekki mikil sparnaður fyrir Íslendinga. Snýst um magn og ekkert annað.

  SvaraEyða
 5. Eitthvað hlýtur að vera ódýrara að blanda frosið þykkni með íslensku vatni en að kaupa djúsinn blandaðan að utan fyrst Brazzi og Flórídana kosta 120-200kall pr. líter en Rynkeby og Chiquita og hvað sem þetta allt þetta innflutta heitir kosta yfir 300..

  SvaraEyða