fimmtudagur, 31. desember 2009

Okur í 10-11 og Pétursbúð

Okkur sárvantaði hrísgrjón og við búum mitt á milli 10-11 og Pétursbúðar. Við förum alltaf útí Pétursbúð eftir að hafa farið í 10-11 um daginn og ætlað að kaupa hvítlauk. Þeir áttu bara hvítlauk í neti 4 saman. Og fyrir 4 hvítlauka ætluðu starfsmenn 10-11 að rukka okkur um 529kr!!! Þvílíkt okur. Þannig að nú ákváðum við að fara í Pétursbúð til að kaupa hrísgrjón. Fyrir valinu var það sem ódýrast var miðað við magn og það var Tilda Basmati hrísgjrón í pokum. Það kostaði 859kr!! Ég hélt að hrísgrjón væru nú ekki svona dýr en það er víst. Held að við munum gera allt til að þurfa ekki að versla við þessar búið í framtíðinni.
-Nýlendugötubúar

3 ummæli:

  1. Tilda Basmati hrísgrjón eru rándýr. Kosta um 760-800 kall kílóa poki bæði í Krónunni og Bónus.

    SvaraEyða
  2. 10-11 er dýrar búðir, en til varnar þeirra eru þær nánast ætíð með opnar búðir, og það er það sem þú ert í raun að borga fyrir.
    - Mætti jafnvel segja að maður borgi fyrir egin leti og þau þægindi að vita að maður getur alltaf komið þangað ef manni sár vantar eithvað.

    SvaraEyða
  3. Lán allt að $ 500.000 og lánalínur allt að $ 100.000
         Einföld umsókn, ákvarðanir í mínútum
         Fjármögnun eins hratt og ein virkur dagur ef þú ert samþykkt
         Sölutrygging byggð á viðskiptasjóðstreymi, viðskipta- og persónulegum lánsfé
         Hafðu samband við okkur
        Tölvupóstur: atlasloan83@gmail.com
        whatsapp / Hangout + 14433459339
        Atlasloan.wordpress.com

    SvaraEyða