mánudagur, 14. desember 2009

Varar við fúski

Vil benda fólki á að vara sig á bílaverkstæðum! Eftir hrunið hafa sprottið upp
mörg ný verkstæði, mörg þeirra rekin af fólki sem eru ekki einu sinni með
réttindi og jafnvel starfa svart.
Ég fór með bilinn i skoðun og fékk endurskoðun vegna ójafna hemla að framan,
litils gat á pústi og var mér sagt að skipta þyrfti um spindilkúlu öðrum meginn
að framan.
Ég sá auglýst nýtt verkstæði sem auglýsir sig rosa ódýrt og heitir Bilaði
bílinn. Ég brunaði til þeirra og var mér lofaður svakalegur afsláttur á þessu
"verkstæði" sem rekið er í kjallara með einni bílalyftu. Ég trúði öllu sem
eigandinn, eini starfsmaðurinn sagði mér og fór með bilinn til hans daginn
eftir!
Hann gerði við bremsurnar, sagði klossana vera mjög góða en lagaði samt það sem
olli þvi að þeir voru ójafnir, skipti um spindilkúlu öðru meginn og lagaði
litla gatið í pústinum. Þetta tók hann 9kls að gera, tek það fram að hann var
allann daginn aðeins að vinna i minum bil, og ég var rukkuð um 58.000kr
Mér fannst þetta frekar dýrt, sérstaklega þar sem ég átti að fá svaka afslátt,
en ég kyngdi þvi og fór með bilinn aftur i skoðun.
Ég fékk annan endurskoðunarmiða og var mér sagt að bremsurnar voru hræðilegar
að framan og voru enn 45% ójafnar! Ég brunaði á verkstæðið og hann sagði mér
"jahh..við getum fiktað okkur áfram i þessu."
Ég borgaði s.s ca 60þús krónur fyrir að laga litið gat í pústi og skipta um
eina spindilkúlu !
Síðar fann ég almennilegan mann sem kikti á þetta fyrir mig og sagði hann mér
að klossarnir sem áttu að vera svo góðir væru ónýttir og bremsudælan handónyt!
Maður spyr sig, hvernig getur bifvélavirki sem vann í þessum bremsum i 9kls
ekki hafa tekið eftir því??
Ég vil vara fólk að þessu þar sem margir fúskarar eru á ferð og nýta sér
saklaust fólk sem veit ekki betur!
S.

9 ummæli:

 1. Ég efa að hann hafi unnið að þessu í 9 klst.

  SvaraEyða
 2. Mér finnst nú mesti brandarinn í þessu öllu saman vera sá að þú skyldir yfit höfuð hafa látið plata þig á staðinn.

  SvaraEyða
 3. Jahérna hér, þetta er rosalegt :S

  SvaraEyða
 4. Hvað meinar þú nr 2 LÁTIÐ plata sig ???? Þessi manneskja hefur að sjálfsagt heillast af orðinu ódýrt, og skil ég það mjög vel. Ég hef sjálf lent í því að vera tekin í ras..... af verkstæðum :( Og það stendur ekki utan á verkstæðum " FÚSKARAR EHF " Sum verkstæði eru með viðukenningar og leyfisskjöl út um alla veggi , enn það sést ekki á vinnubrögðunum hjá þeim að þeir séu fagaðilar . Það getur verið mesta basl að finna gott og heiðarlegt verkstæði og tala nú ekki um sanngjarn verð. AUGLÝSI HÉR MEÐ EFTIR ÞVÍ :)

  SvaraEyða
 5. Ég get mælt með Toppi sem er á Skemmuvegi fyrir neðan BYKO algjörlega upp í Topp(ekki brandari). Svo eru þeir beint á móti aðalskoðuninni þannig að maður getur látið þá senda bílinn í skoðun og sjá til þess að allt sé í lagi og enginn endurkomumiði.

  SvaraEyða
 6. Ég geri við mína bíla sjálfur en
  systir mín var með gamlan golf sem pabbi fór alltaf með á verkstæði sem heitir Knastás á smiðjuveginum í Kópavogi. Veit ekki hvort það var ódýrt en hann var sáttur. Vanir menn eiga að geta gert tilboð og staðið við það.

  SvaraEyða
 7. mörg verkstæði sem starfa af heilindum bjóða að láta skoða bílinn í leiðinni, þe. þeir laga vandamálið og skila bílnum með fulla skoðun.

  SvaraEyða
 8. Bílhúsið á Smiðjuvegi hefur reynst mér einstaklega vel, lætur líka skoða bíllinn fyrir mann.

  SvaraEyða
 9. Á toyotu 98 og fék endurskoðun vegna gúmmí á jafnvægistönginni að aftan og mengaði of mikið. vissi að súrefnisskýnjarinn væri ástæða þess þannig að ég var búinn að fá mér soleis notaðan í mosó, því nýjir kostar alveg 30þ eða meira, fek þennan á 6-7þ.
  Fór í hraðþjonustuna hjá toyotu í kopavogi. Þeir skiftu um gúmmíið og skynjarann, og svo bað ég þá um að smyrja bílinn. Tók um 4 tíma..
  21 þúsund með 2þúsund afslæti af smurninguni
  Læt það vera, var reyndar eitthvað vandamál að skifta um skynjaran þar sem þetta var allt riðgað og eins með jafnvægistöngina.
  Ég held að ég fari til þeirra aftur að ári.

  SvaraEyða