Gamall VW Polo sem við hjónin eigum ofhitnaði í góða veðrinu og eftir smá forkönnun kom í ljós að hringrás í gegnum vatnskassann var lítil sem engin og að viftan fór ekki í gang, s.s. líklega vatnsdæla eða vatnslás (sagði tengdapabbi allavega ;-)
Ég hringdi í ótal verkstæði sem voru öll bókuð og eiginlega flestir dónalegir í símann, var jafnvel boðinn tími eftir 18 daga á einu verkstæðinu með hranalegum orðum "við rukkum tímann ef þú kemur ekki" eins og ég væri að gera símaat.
Einhverstaðar poppaði upp númerið hjá þessum --> Bílaþjónustan Bilaði Bíllinn, Skógarhlíð 10. Ég prófaði að hringja þar sem þeir eru í nágrenni við mig í 105.
Þeir sögðust fara í þetta í hjáverkum, það lægi nokkuð fyrir hvað væri að og þeir væru busy í öðru.
Þá hringja þeir í mig um 20:30 að kvöldi sama dags og segja mér að skipt hafi verið um vatnslás en nú sé bíllinn búinn að vera í gangi í X tíma og viftan fari ekki af stað þó bíllin hitni. Ef þetta sé skynjari þá muni þetta taka allt að tvo daga (í hjáverkum) og mundi kosta <25þ.
Fyrir hádegi daginn eftir er hringt aftur og þá var búið að prófa viftuna, komast að því að hún var OK og finna hvar sambandsleysið var og laga það.
Fyrir þetta borgaði ég 18þ. með nótu og sundurliðun á vinnu og varahlutum (ekkert rugl hjá þessum strákum).
Þetta er í fyrsta sinn sem ég get sagt að ég hafi treyst vinnubrögðum verkstæðis 100%.
Þeir ræddu í upphafi hvað planið væri að gera og áætluðu verðið lauslega, hringdu reglulega og uppfærðu stöðuna, voru svo nokkuð ódýrari en áætlað var og allt að tveim dögum á undan áætlum m.v. svörtustu spá.
Æðisleg þjónusta, það var ekki verið að lofa upp í ermina á sér og allt stóðst sem þeir sögðu.
Bkv.
Kjartan Kjartansson
ps - Ef fólk hefur reynslu af öðrum góðum verkstæðum má það endilega deila henni í kommentakerfinu.
Umsjónarmaður
Okursíða Dr. Gunna (á netinu síðan 21. sept 2007) - Endilega reyndu að hemja þig þegar þú kommentar. Fólk hefur misþykkan skráp.
Sýnir færslur með efnisorðinu bílaviðgerðir. Sýna allar færslur
Sýnir færslur með efnisorðinu bílaviðgerðir. Sýna allar færslur
miðvikudagur, 10. ágúst 2011
miðvikudagur, 16. mars 2011
N1 og bílavarahlutaverzlanir
Ég vil sýna fram á okrið sem viðgengst hjá N1 (Bíldshöfða, gamla Bílanaust). Nú stendur þetta fyrirtæki ansi tæpt og verðin eru löngu komin upp fyrir alla hófsemi í álagningu.
Fyrra verðdæmið er aðal-ljósaperur í bíl (t.d. H4, H7). Þessar perur voru i kringum 3500 kr. í Bilanaust (stk.), en um leið og við fórum í t.d. ET vörubila þá var möguleiki að fá perurnar á í kringum 800 kr. stk. (Báðar perur eru frá Osram, svo sama tegund hér).
Seinna verðdæmið er að ég keypti dempara i Mercedes Benz sem eg á, verðið sem ég fekk uppgefið hjá Bílanaust var 15 þús kr. stykkið, en svo skrapp ég í Bíla-Doktorinn (nýlegt verkstæði sem er að flytja inn varahluti og gera við Benza). Þar fékk ég þá báða saman á 17 þús. kr.
Semsagt næstum helmingi ódýrara.
kv. Hlynur Stefánsson
Fyrra verðdæmið er aðal-ljósaperur í bíl (t.d. H4, H7). Þessar perur voru i kringum 3500 kr. í Bilanaust (stk.), en um leið og við fórum í t.d. ET vörubila þá var möguleiki að fá perurnar á í kringum 800 kr. stk. (Báðar perur eru frá Osram, svo sama tegund hér).
Seinna verðdæmið er að ég keypti dempara i Mercedes Benz sem eg á, verðið sem ég fekk uppgefið hjá Bílanaust var 15 þús kr. stykkið, en svo skrapp ég í Bíla-Doktorinn (nýlegt verkstæði sem er að flytja inn varahluti og gera við Benza). Þar fékk ég þá báða saman á 17 þús. kr.
Semsagt næstum helmingi ódýrara.
kv. Hlynur Stefánsson
miðvikudagur, 8. september 2010
Þjónusta bílafyrirtækja - B & L
Mig langar að deila með einni sögu af bílaviðgerð.
Fyrirtæki okkar á gamlan Renault Kangoo, sem fékk grænan miða hjá bifreiðaskoðun í fyrra þar sem eitthvað þurfti að laga bremsur, jafnvægisslár og öxulhosur. Við fórum með hann til B&L / Ingvars Helgasonar og báðum um viðgerðaráætlun skv. þessum athugasemdalista. Okkur var tjáð að kostnaður væri um 300.000 kr að gera við gripinn. Það varð til þess að við lögðum honum og hugðumst henda honum þar sem við mátum verðmæti hans minna en viðgerðarkostnaðinn.
Það var svo á dögunum að ég þurfti að láta gera við gamlan Hyunday Atos, sem dóttir mín ekur. Ég var brenndur af reynslu minni af B&L svo ég fór á bílaverkstæði í hverfinu mínu, Bílaverkstæði Sigurbjörns Árnasonar, Flugumýri 2 í Mosfellsbæ. Þar fékk ég skjóta og góða þjónustu fyrri sanngjarnt verð, að ekki sé talað um fyrirmyndarumhverfi, sem það fyrirtæki hefur skapað, enda verðlaunað af Mosfellsbæ fyrir umgengni á lóð. Ég ákvað því að dusta rykið af Kangoonum okkar og biðja Sigurbjörn að gefa mér viðgerðaráætlun. Hann tjáði mér að hann ætti að geta gert við bílinn fyrir innan við 65 þúsund. Reikningurinn hljóðaði síðan uppá 61 þúsund krónur, eða um 1/5 af þeirri upphæð, sem B&L áætlaði.
Nú er ég ánægður Kangooeigandi en mitt helsta vandamál er þó það að ég þarf að keyra framhjá B&L daglega tvisvar á dag. Að öðru leyti tel ég rétt að svo stöddu að forðast það fyrirtæki, allavega ef maður ætlar að láta gera við bílinn sinn.
Ég læt afrit af tölvupósti þessum berast framkvæmdastjóra B&L til upplýsinga.
Mér fannst rétt að segja þessa sögu, þó aðallega til þess að hrósa Sigurbirni fyrir sanngjarna og góða þjónustu og fyrirmyndarumhverfi bílaverkstæðis.
Kær kveðja,
Jón Pálsson
Fyrirtæki okkar á gamlan Renault Kangoo, sem fékk grænan miða hjá bifreiðaskoðun í fyrra þar sem eitthvað þurfti að laga bremsur, jafnvægisslár og öxulhosur. Við fórum með hann til B&L / Ingvars Helgasonar og báðum um viðgerðaráætlun skv. þessum athugasemdalista. Okkur var tjáð að kostnaður væri um 300.000 kr að gera við gripinn. Það varð til þess að við lögðum honum og hugðumst henda honum þar sem við mátum verðmæti hans minna en viðgerðarkostnaðinn.
Það var svo á dögunum að ég þurfti að láta gera við gamlan Hyunday Atos, sem dóttir mín ekur. Ég var brenndur af reynslu minni af B&L svo ég fór á bílaverkstæði í hverfinu mínu, Bílaverkstæði Sigurbjörns Árnasonar, Flugumýri 2 í Mosfellsbæ. Þar fékk ég skjóta og góða þjónustu fyrri sanngjarnt verð, að ekki sé talað um fyrirmyndarumhverfi, sem það fyrirtæki hefur skapað, enda verðlaunað af Mosfellsbæ fyrir umgengni á lóð. Ég ákvað því að dusta rykið af Kangoonum okkar og biðja Sigurbjörn að gefa mér viðgerðaráætlun. Hann tjáði mér að hann ætti að geta gert við bílinn fyrir innan við 65 þúsund. Reikningurinn hljóðaði síðan uppá 61 þúsund krónur, eða um 1/5 af þeirri upphæð, sem B&L áætlaði.
Nú er ég ánægður Kangooeigandi en mitt helsta vandamál er þó það að ég þarf að keyra framhjá B&L daglega tvisvar á dag. Að öðru leyti tel ég rétt að svo stöddu að forðast það fyrirtæki, allavega ef maður ætlar að láta gera við bílinn sinn.
Ég læt afrit af tölvupósti þessum berast framkvæmdastjóra B&L til upplýsinga.
Mér fannst rétt að segja þessa sögu, þó aðallega til þess að hrósa Sigurbirni fyrir sanngjarna og góða þjónustu og fyrirmyndarumhverfi bílaverkstæðis.
Kær kveðja,
Jón Pálsson
fimmtudagur, 26. ágúst 2010
Dýrt hjá bílaverkstæðum!
Sonur minn ætlaði að láta skipta um vatnskassa í bílnum sínum - kassann fékk hann í Stjörnublikk, verð c/ 19.000.-...? - hlýtur að vera í lagi, hvað veit maður?. En þegar átti að setja hann í, var hringt víða og Kvikk þjónustan bauðst til að setja hann í bílinn fyrir 18.000.-, enga stund gert, var sagt. Ég hringdi á 2 aðra staði og komst að því að þetta er klukkutími til 1 og hálfur en tíminn á bílaverkstæði er kominn í 9.500.-. Mér finnst stutt síðan að tíminn á verkstæði var 4-5.000.- kall, en þvílík hækkun! Laun okkar, kaupmáttur og kaupgeta nær þessu aldrei. Ég held að verkstæði / bifvélavirkjar séu að notfæra sér ástandið í þjóðfélaginu og hækkað uppúr öllu valdi. OKUR! OKUR! OKUR!
Már
Már
þriðjudagur, 20. júlí 2010
Tímareim í Opel Vectra b 2.0 bensínvél
Ab varahlutir hafa verið ódýrir en ekki í þessu, 33.700 kr ca fyrir tímareimasett með strekkjara og tveimur hjólum liklega, vatnsdæla 10.750 uþb. um það bil.
N1 15.600 settið, vatnsdæla 8.800
Stilling 17.700 settið, vdæla 7000
Kistufell 20.000 settið.
Poulsen 10.000 vdæla. reim 3850, hjól 6000 líklega tvö hjól.
Umboðið , ingvar helgason vdæla 12.000 en ódýr hjól 820 kr. reim 2300, strekkjari 6700, original hjól 3000.
Ég hef lítið fundið verðlista og kannanir á netinu, þetta bætir aðeins úr því.
B. V.
N1 15.600 settið, vatnsdæla 8.800
Stilling 17.700 settið, vdæla 7000
Kistufell 20.000 settið.
Poulsen 10.000 vdæla. reim 3850, hjól 6000 líklega tvö hjól.
Umboðið , ingvar helgason vdæla 12.000 en ódýr hjól 820 kr. reim 2300, strekkjari 6700, original hjól 3000.
Ég hef lítið fundið verðlista og kannanir á netinu, þetta bætir aðeins úr því.
B. V.
þriðjudagur, 6. júlí 2010
Borgar sig að gera verðsamanburð á varahlutum í bíla
Vantaði stýrisenda í jeppa:
Hjá Enn einum kostaði hann 16.000 kr.
Hjá Bílabúð Benna 7.500 kr.
Kv. Nafnlaus.
Hjá Enn einum kostaði hann 16.000 kr.
Hjá Bílabúð Benna 7.500 kr.
Kv. Nafnlaus.
föstudagur, 21. maí 2010
Mikill verðmunur á viðgerðum
Ég þurfti að skipta um bremsuklossa að aftan í bílnum mínum fyrir viku síðan. Og svo í dag (20-05-2010) datt mér í hug að fara með hann í skoðun, vegna þess að ég taldi ekkert vera að honum. En í bifreiðaskoðun komust þeir að því að bremsudiskarnir væru ónýttir að aftan og ég fékk endurskoðun. Altilagi með það ég verslaði mér bremsudiska og á leiðinni heim rifjaðist upp auglýsing sem ég heyri í útvarpinu þar sem Bílaáttan var að auglýsa sína þjónustu, ég rúllaði þangað með það í huga að biðja þá um að skipta um bremsudiska fyrir mig. Ég nennti því ekki. Ég fór þar inn og spurði hvað kostaði að skipta um þá bara taka gömlu úr og setja nýja í (ég tók fram að þetta væri bara að aftan) afgreiðslumaðurinn svaraði 26 þus og eitthvað. Mér brá og tuðaði aðeins í honum og sagði að það tæki mig ekki nema um 1 kls að skipta um þetta þeir væru sennilega svona ca 30 min að þessu með réttum búnaði. Þá sagði hann að það væri bara fast verð á þessu. Þá sagði ég við hann að ég geri þetta bara heima og verð á fínu tímakaupi við það og svo fór ég. Og aftur á leiðinni heim datt mér í hug að kíkja til Max 1 í Hafnarfirðinum. Ég bar upp sömu spurningu þar í afgreiðslunni og fékk til baka að þetta kostaði 6900 kr að gera þetta. Ég brosti bara og sagði honum frá fyrri staðnum og spurði hvort þetta væri örugglega rétt verð og hann sagði svo vera. Þá bað ég hann bara að taka bílinn minn og skipta um þetta og ég beið á meðan og þeir voru 30 min að þessu. En úr því að bíllin minn var komin þarna uppá lyftu hjá þeim þá bara bað ég hann um að smyrja hann fyrir mig og skipta um loftsíu og allt þar tilheyrandi.
Endaði ég að borga þarna hjá þeim 17.815 kr., þar af var 6900 fyrir skiptin á bremsudiskunum..
Mér finnst of mikill verð munur á þessum tveimur stöðum, annars vegar 26 þús og eitthvað og hitt verðið 6900 kr. Fyrie sömu vinnuna.
Annað nýlegt dæmi:
Mig vantar afturdempara í annan bílinn minn. Ég hringdi í Stillingu og verðið þar var 28 þus og eitthvað stk. Mér fannst það í hærri kantinum en ákvað að hringja í umboðið og spyrja hvað dempararnir kostuðu þar þar var mér sagt að stk kostaði 13 þus og eitthvað.. umboðið er Ingvar Helgasson. Ég fór upp í umboð og pantaði báða dempara hjá þeim og greiddi ég 22 þus og eitthvað fyrir þá með afslætti í umboðinu.
Virðingarfyllst,
F. E.
Endaði ég að borga þarna hjá þeim 17.815 kr., þar af var 6900 fyrir skiptin á bremsudiskunum..
Mér finnst of mikill verð munur á þessum tveimur stöðum, annars vegar 26 þús og eitthvað og hitt verðið 6900 kr. Fyrie sömu vinnuna.
Annað nýlegt dæmi:
Mig vantar afturdempara í annan bílinn minn. Ég hringdi í Stillingu og verðið þar var 28 þus og eitthvað stk. Mér fannst það í hærri kantinum en ákvað að hringja í umboðið og spyrja hvað dempararnir kostuðu þar þar var mér sagt að stk kostaði 13 þus og eitthvað.. umboðið er Ingvar Helgasson. Ég fór upp í umboð og pantaði báða dempara hjá þeim og greiddi ég 22 þus og eitthvað fyrir þá með afslætti í umboðinu.
Virðingarfyllst,
F. E.
miðvikudagur, 3. mars 2010
Mishá verð í viðgerðarþjónustu
Krakkarnir keyrðu yfir klakahröngl og rústuðu pústinu. Pabbi borgar. Fór þá með gömlu Toyotuna á pústverkstæði í Hafnarfirði og fékk símtal um að það myndi kosta 90,000 kr. eða meir. Hvarfakúturinn kostaði um 20.000 kr. Hugsaði með mér að nú borguðu krakkarnir, ég væri búinn að fá nóg, en það gengur ekki sagði konan, þau eru í skóla. Það kom svo í ljós að þetta er svo gömul drusla (1993 módel), að það nægir að setja einfaldan kút, ekki hvarfakút.
Ég bað samt um frest til að íhuga málið. Hringdi í pústþjónustu í Kópavogi, næsta bæ, og þar kostaði þetta ekki 70,000 kr heldur 45,000 kr. Þar græddi ég strax 25.000 kr. Ég skrifaði þetta allt niður og hugsaði með mér, "Hvað ef ég hringi enn annað?" og það gerði ég. Hringdi í Pústverkstæðið Fjöðrina í Dugguvogi sem gerði þetta fyrir 22,600 kr. og ég á reikninginn til sönnunar.
Hvað ef ég hefði hringt á Hvammstanga? .... annars, að öllu gamni slepptu þá virðast ótrúleg verð vera í gangi í viðgerðarþjónustu.
Kveðjur,
Ólafur Sigurðsson
Ég bað samt um frest til að íhuga málið. Hringdi í pústþjónustu í Kópavogi, næsta bæ, og þar kostaði þetta ekki 70,000 kr heldur 45,000 kr. Þar græddi ég strax 25.000 kr. Ég skrifaði þetta allt niður og hugsaði með mér, "Hvað ef ég hringi enn annað?" og það gerði ég. Hringdi í Pústverkstæðið Fjöðrina í Dugguvogi sem gerði þetta fyrir 22,600 kr. og ég á reikninginn til sönnunar.
Hvað ef ég hefði hringt á Hvammstanga? .... annars, að öllu gamni slepptu þá virðast ótrúleg verð vera í gangi í viðgerðarþjónustu.
Kveðjur,
Ólafur Sigurðsson
laugardagur, 9. janúar 2010
Okur á bíleigendum
Hér geturðu séð brot af raunverulegu okri sem reynt er á bíleigendum:
http://www.leoemm.com/brotajarn32.htm
Kveðja,
Leó M. Jónsson
http://www.leoemm.com/brotajarn32.htm
Kveðja,
Leó M. Jónsson
mánudagur, 14. desember 2009
Varar við fúski
Vil benda fólki á að vara sig á bílaverkstæðum! Eftir hrunið hafa sprottið upp
mörg ný verkstæði, mörg þeirra rekin af fólki sem eru ekki einu sinni með
réttindi og jafnvel starfa svart.
Ég fór með bilinn i skoðun og fékk endurskoðun vegna ójafna hemla að framan,
litils gat á pústi og var mér sagt að skipta þyrfti um spindilkúlu öðrum meginn
að framan.
Ég sá auglýst nýtt verkstæði sem auglýsir sig rosa ódýrt og heitir Bilaði
bílinn. Ég brunaði til þeirra og var mér lofaður svakalegur afsláttur á þessu
"verkstæði" sem rekið er í kjallara með einni bílalyftu. Ég trúði öllu sem
eigandinn, eini starfsmaðurinn sagði mér og fór með bilinn til hans daginn
eftir!
Hann gerði við bremsurnar, sagði klossana vera mjög góða en lagaði samt það sem
olli þvi að þeir voru ójafnir, skipti um spindilkúlu öðru meginn og lagaði
litla gatið í pústinum. Þetta tók hann 9kls að gera, tek það fram að hann var
allann daginn aðeins að vinna i minum bil, og ég var rukkuð um 58.000kr
Mér fannst þetta frekar dýrt, sérstaklega þar sem ég átti að fá svaka afslátt,
en ég kyngdi þvi og fór með bilinn aftur i skoðun.
Ég fékk annan endurskoðunarmiða og var mér sagt að bremsurnar voru hræðilegar
að framan og voru enn 45% ójafnar! Ég brunaði á verkstæðið og hann sagði mér
"jahh..við getum fiktað okkur áfram i þessu."
Ég borgaði s.s ca 60þús krónur fyrir að laga litið gat í pústi og skipta um
eina spindilkúlu !
Síðar fann ég almennilegan mann sem kikti á þetta fyrir mig og sagði hann mér
að klossarnir sem áttu að vera svo góðir væru ónýttir og bremsudælan handónyt!
Maður spyr sig, hvernig getur bifvélavirki sem vann í þessum bremsum i 9kls
ekki hafa tekið eftir því??
Ég vil vara fólk að þessu þar sem margir fúskarar eru á ferð og nýta sér
saklaust fólk sem veit ekki betur!
S.
mörg ný verkstæði, mörg þeirra rekin af fólki sem eru ekki einu sinni með
réttindi og jafnvel starfa svart.
Ég fór með bilinn i skoðun og fékk endurskoðun vegna ójafna hemla að framan,
litils gat á pústi og var mér sagt að skipta þyrfti um spindilkúlu öðrum meginn
að framan.
Ég sá auglýst nýtt verkstæði sem auglýsir sig rosa ódýrt og heitir Bilaði
bílinn. Ég brunaði til þeirra og var mér lofaður svakalegur afsláttur á þessu
"verkstæði" sem rekið er í kjallara með einni bílalyftu. Ég trúði öllu sem
eigandinn, eini starfsmaðurinn sagði mér og fór með bilinn til hans daginn
eftir!
Hann gerði við bremsurnar, sagði klossana vera mjög góða en lagaði samt það sem
olli þvi að þeir voru ójafnir, skipti um spindilkúlu öðru meginn og lagaði
litla gatið í pústinum. Þetta tók hann 9kls að gera, tek það fram að hann var
allann daginn aðeins að vinna i minum bil, og ég var rukkuð um 58.000kr
Mér fannst þetta frekar dýrt, sérstaklega þar sem ég átti að fá svaka afslátt,
en ég kyngdi þvi og fór með bilinn aftur i skoðun.
Ég fékk annan endurskoðunarmiða og var mér sagt að bremsurnar voru hræðilegar
að framan og voru enn 45% ójafnar! Ég brunaði á verkstæðið og hann sagði mér
"jahh..við getum fiktað okkur áfram i þessu."
Ég borgaði s.s ca 60þús krónur fyrir að laga litið gat í pústi og skipta um
eina spindilkúlu !
Síðar fann ég almennilegan mann sem kikti á þetta fyrir mig og sagði hann mér
að klossarnir sem áttu að vera svo góðir væru ónýttir og bremsudælan handónyt!
Maður spyr sig, hvernig getur bifvélavirki sem vann í þessum bremsum i 9kls
ekki hafa tekið eftir því??
Ég vil vara fólk að þessu þar sem margir fúskarar eru á ferð og nýta sér
saklaust fólk sem veit ekki betur!
S.
föstudagur, 23. október 2009
Frásögn af Bíla áttunni
Ég fór með bílinn minn í viðgerð um daginn í bíla áttuna, bíllinn er Opel Corsa-b '95
Ég fór með varahluti með mér til þeirra; gorm, stýrisenda, og rúðuþurku mótor, með tilmæli um að setja það í og yfirfara ljós því bíllin væri að fara í skoðun, þeir hafa samband og segja mér að handbremsan er eitthvað slöpp (þrátt fyrir að ég noti hana aldrei) og að það þurfi að skipta um bremsuborðan í henni, ég spyr hvort það sé dýrt og fæ að heyra að það sé ekki dýrt og að reikningurinn sé kominn í u.þ.b. 40.000 kr., þannig að ég segji þeim að skipta um það líka.
Þegar ég kem daginn eftir og spyr hvað þetta kosti þá fæ ég að heyra að það kosti 81.000 kr. þannig að það kostar 40.000 að skipta um handbremsubarka, svo skiptu þeir um bremsudælu hægramegin að aftan, en það var aldrei samþykkt að þeir geri það, mér brá svo svakalega að ég fékk bara sjokk og labbaði út, þeir hringja svo í mig allan daginn og svo loksins þegar ég fá af mér að svara þá segja þeir að ég verði bara að borga þetta sama hvað var sagt og hvað mér finnist.
bíllin er skráður á mömmu mína sem átti bílinn á undan mér, og á föstudaginn var hringt í hana og haft í hótunum um að það yrði að borga þetta annars yrði þetta bara sent í lögfræðing.
Ég vill taka fram að bíllinn er ekki þess virði að láta gera við hann fyrir 81.000 kr. þannig að ég hefði frakar látið urða bílinn heldur en láta gera við þetta, og allir bifvélavirkjar sem ég hef talað við segja að það sé virkilega furðulegt að þeir láti ekki vita þegar að þeir sjá fram á að viðgerðinn komi til með að kosta meira en virði bílsins er og eiginlega bara ósiðlegt og svínslegt.
Þegar ég sækji loksins bílinn núna í dag þá hafa þeir sett 2.000 kr. Aukalega fyrir að ég sendi þetta e-mail á moggan og sendi Cc. Á þá. Þeir komu allir fram í afgreiðslu og voru með læti og voru að æsa sig við mig og spurja hvers vegna ég hefði verið að hafa samband við fjölmiðla.
Einnig fór ég með sama bíl til að skipta um viftureim og í olíuskipti og smurningu til þeirra fyrir nokkrum árum(2-3) þegar þeir voru að auglýsa að með olíuskipum og smurningu fylgdi liggy-moe vélarhreinsun , þegar ég sótti bílinn og spurði hvort það hefði ekki örugglega verið gert þá sögðu þeir að efnið sem var notað var búið þannig að ég fékk það ekki, ég fékk ekki afslátt eða að eiga það inni, viku eftir að ég fékk bílinn svo aftur þá slitnaði viftureiminn og þeir sögðu að það var mér að kenna og létu mig borga nýja viðgerð og þegar sú reim var farin að hljóða illa 2 dögum seinna þá fór ég atur til þeirra og sagði þeim hvað var, þá skoðuðu þeir bílinn og sögðu mér að altenatorinn væri orðil lélegur og það þyrfti að skipta, sem kostar 70.000 með vinnu, ég fékk altenatorin hjá þeim og lét kunningja minn skoða hann og hann sagði að það var ekkert að honum þannig að ég fór með hann aftur til þeirra og sagði þeim að það var ekkert að, þá fóru þeir að koma með einhverjar afsakanir og gáfu mér 25% afslátt á vinnuni við að skoða bílinn í það skiptið, ég fór með bílinn til vinar mins sem gerði þetta frítt og sagði að þeir höfðu sett þetta einhvernvegin skagt í þannið að það var ástæðan fyrir öllum vandræðunum, nú veit ég ekki hvort það var óvart eða til að tryggja að ég myndi þurfa að koma aftur.
Svo fór mamma með þennan sama bíl í viðgerð einhverntíman þegar hún átti bílinn og þá voru einhver vandræði og bögg í gangi,
Ég hef heyrt svo margar sögur af því hvað þeir eru að fara illa með fólk, vildi bara setja þetta þar sem fólk sér það
Ég fór með varahluti með mér til þeirra; gorm, stýrisenda, og rúðuþurku mótor, með tilmæli um að setja það í og yfirfara ljós því bíllin væri að fara í skoðun, þeir hafa samband og segja mér að handbremsan er eitthvað slöpp (þrátt fyrir að ég noti hana aldrei) og að það þurfi að skipta um bremsuborðan í henni, ég spyr hvort það sé dýrt og fæ að heyra að það sé ekki dýrt og að reikningurinn sé kominn í u.þ.b. 40.000 kr., þannig að ég segji þeim að skipta um það líka.
Þegar ég kem daginn eftir og spyr hvað þetta kosti þá fæ ég að heyra að það kosti 81.000 kr. þannig að það kostar 40.000 að skipta um handbremsubarka, svo skiptu þeir um bremsudælu hægramegin að aftan, en það var aldrei samþykkt að þeir geri það, mér brá svo svakalega að ég fékk bara sjokk og labbaði út, þeir hringja svo í mig allan daginn og svo loksins þegar ég fá af mér að svara þá segja þeir að ég verði bara að borga þetta sama hvað var sagt og hvað mér finnist.
bíllin er skráður á mömmu mína sem átti bílinn á undan mér, og á föstudaginn var hringt í hana og haft í hótunum um að það yrði að borga þetta annars yrði þetta bara sent í lögfræðing.
Ég vill taka fram að bíllinn er ekki þess virði að láta gera við hann fyrir 81.000 kr. þannig að ég hefði frakar látið urða bílinn heldur en láta gera við þetta, og allir bifvélavirkjar sem ég hef talað við segja að það sé virkilega furðulegt að þeir láti ekki vita þegar að þeir sjá fram á að viðgerðinn komi til með að kosta meira en virði bílsins er og eiginlega bara ósiðlegt og svínslegt.
Þegar ég sækji loksins bílinn núna í dag þá hafa þeir sett 2.000 kr. Aukalega fyrir að ég sendi þetta e-mail á moggan og sendi Cc. Á þá. Þeir komu allir fram í afgreiðslu og voru með læti og voru að æsa sig við mig og spurja hvers vegna ég hefði verið að hafa samband við fjölmiðla.
Einnig fór ég með sama bíl til að skipta um viftureim og í olíuskipti og smurningu til þeirra fyrir nokkrum árum(2-3) þegar þeir voru að auglýsa að með olíuskipum og smurningu fylgdi liggy-moe vélarhreinsun , þegar ég sótti bílinn og spurði hvort það hefði ekki örugglega verið gert þá sögðu þeir að efnið sem var notað var búið þannig að ég fékk það ekki, ég fékk ekki afslátt eða að eiga það inni, viku eftir að ég fékk bílinn svo aftur þá slitnaði viftureiminn og þeir sögðu að það var mér að kenna og létu mig borga nýja viðgerð og þegar sú reim var farin að hljóða illa 2 dögum seinna þá fór ég atur til þeirra og sagði þeim hvað var, þá skoðuðu þeir bílinn og sögðu mér að altenatorinn væri orðil lélegur og það þyrfti að skipta, sem kostar 70.000 með vinnu, ég fékk altenatorin hjá þeim og lét kunningja minn skoða hann og hann sagði að það var ekkert að honum þannig að ég fór með hann aftur til þeirra og sagði þeim að það var ekkert að, þá fóru þeir að koma með einhverjar afsakanir og gáfu mér 25% afslátt á vinnuni við að skoða bílinn í það skiptið, ég fór með bílinn til vinar mins sem gerði þetta frítt og sagði að þeir höfðu sett þetta einhvernvegin skagt í þannið að það var ástæðan fyrir öllum vandræðunum, nú veit ég ekki hvort það var óvart eða til að tryggja að ég myndi þurfa að koma aftur.
Svo fór mamma með þennan sama bíl í viðgerð einhverntíman þegar hún átti bílinn og þá voru einhver vandræði og bögg í gangi,
Ég hef heyrt svo margar sögur af því hvað þeir eru að fara illa með fólk, vildi bara setja þetta þar sem fólk sér það
þriðjudagur, 29. september 2009
Svívirðilegt okur hjá Toyota umboðinu
Konan fór með bílinn í reglubundna 30.000km/2ára skoðun hjá Toyota sem er skylda að fara í til að viðhalda ábyrgð.
Bíllinn er smurður og yfirfarinn líkt og gert er á venjulegri smurstöð.
En vegna þess að við verðum að fara í Toyota umboðið til að viðhalda ábyrgðinni okra þeir svívirðilega á viðskiptavinum sínum.
Þrátt fyrir að við höfum beðið þá um að sleppa öllu smávægilegu t.d. bæta á rúðupiss, tékka loftþrýsting í dekkjum og þess háttar, sem meðal-jóninn getur gert sjálfur, þá rukka þeir okkur um 42.326!
42.326 fyrir reglubundna skyldu skoðun!
Varahlutir (síur og olía kosta 9.222
Vinnan var 33.105kr og tók 2,2klst skv bókhaldi þeirra... sem sagt um 15.000 kr/klst, sem mér finnst óeðlilega hátt.
Vildi rétt láta vita af þessu...
Með kveðju,
Guðjón
Bíllinn er smurður og yfirfarinn líkt og gert er á venjulegri smurstöð.
En vegna þess að við verðum að fara í Toyota umboðið til að viðhalda ábyrgðinni okra þeir svívirðilega á viðskiptavinum sínum.
Þrátt fyrir að við höfum beðið þá um að sleppa öllu smávægilegu t.d. bæta á rúðupiss, tékka loftþrýsting í dekkjum og þess háttar, sem meðal-jóninn getur gert sjálfur, þá rukka þeir okkur um 42.326!
42.326 fyrir reglubundna skyldu skoðun!
Varahlutir (síur og olía kosta 9.222
Vinnan var 33.105kr og tók 2,2klst skv bókhaldi þeirra... sem sagt um 15.000 kr/klst, sem mér finnst óeðlilega hátt.
Vildi rétt láta vita af þessu...
Með kveðju,
Guðjón
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)