þriðjudagur, 29. september 2009

Svívirðilegt okur hjá Toyota umboðinu

Konan fór með bílinn í reglubundna 30.000km/2ára skoðun hjá Toyota sem er skylda að fara í til að viðhalda ábyrgð.
Bíllinn er smurður og yfirfarinn líkt og gert er á venjulegri smurstöð.
En vegna þess að við verðum að fara í Toyota umboðið til að viðhalda ábyrgðinni okra þeir svívirðilega á viðskiptavinum sínum.
Þrátt fyrir að við höfum beðið þá um að sleppa öllu smávægilegu t.d. bæta á rúðupiss, tékka loftþrýsting í dekkjum og þess háttar, sem meðal-jóninn getur gert sjálfur, þá rukka þeir okkur um 42.326!
42.326 fyrir reglubundna skyldu skoðun!
Varahlutir (síur og olía kosta 9.222
Vinnan var 33.105kr og tók 2,2klst skv bókhaldi þeirra... sem sagt um 15.000 kr/klst, sem mér finnst óeðlilega hátt.
Vildi rétt láta vita af þessu...
Með kveðju,
Guðjón

7 ummæli:

  1. Ég á Corollu og er guðslifandi feginn að vera dottinn úr ábyrgð ef satt skal segja.

    Þessir reikningar frá þeim eiga meira tengt við súrrealisma en raunveruleikann.

    SvaraEyða
  2. Ekki betra hjá Bernhard ég á Hondu og var með hann í 30.000km. skoðun og reiknigurinn var uppá kr.53.000.-.

    SvaraEyða
  3. Prófið að gera verðsamanburð og þá sjáið þið að það er ekkert verið að okra. Hefur kostað mig frá 2005 þegar ég eignaðist Nissan Almera á bilinu 35-85 þús kr hvert einasta ár(aðalskoðun innifalin). En ég fæ líka frábæra þjónustu og engin stór og kostnaðarsöm viðgerð á bílnum.

    SvaraEyða
  4. Vá!
    15.000 kr/klst, það er rosalega hátt... Þetta er sambærilegt við það sem sérfræðingar í heilbrigðisstéttinni að rukka, og þetta er vinna bifreiðaviðgerðarmanns (með fullri virðingu fyrir þeirra námi)!

    SvaraEyða
  5. Lenti illa í þeim hjá umboðinu. Stuðari á Toyota bifreið minni var tjónaður. Tjónvaldur stakk af þannig að ég sat uppi með tjónið. Fór niður í Toyota og var tjáð að viðgerð kostaði kr. 65.000.- (eftir að hafa komist að því að sjálfsábyrgð var kr. 70.000.-). Það fannst mér mikið því skemmdin var ekki svo mikil. Fór á bifreiðaverkstæði SMS og fékk gert við stuðarann á kr. 25.000.-

    Ekki nóg með það að ég hafi sparað mér kr. 40.000.- með þessu þá laug gaurinn hjá Toyota því að mér að skipta þyrfti um stuðarann, en svo var alls ekki eins mér var tjáð á hinum staðnum, því stuðarinn var ekki brotinn, það þurfti því bara að hita hann upp og laga og svo sprauta hann.

    Þetta kennir manni að leita verðtilboða í tilvikum sem þessum. Og láta Toyota umboðið algjörlega eiga sig.

    SvaraEyða
  6. Eg vildi bara benda á að þessar 15.oookr fara auðvitað aldrei engöngu í vasan hjá iðnaðarmönnunum.....

    15.000kr er klárlega dýrt fyrir budduna, ég segi það ekki en 15.000 kr er alveg eðlilegt verð þegar fyrir tæki er í svona FLOTTU húsnæði eins og Toyota er, svo við tökum nú dæmi.

    Inni í þessum pening er húsaleiga, rafmang, skattar, véla og efna kostnaður o.sv.frv.

    SvaraEyða
  7. Innlegg
    Saga 1
    Átt Nissan bíl sem átti að fara í ábyrðarskoðun. Ég fór til þeirra og fekk að vita á svona skoðun kostaði 55.000. Þá óskaði ég eftir því að fá verklýsingu yfir þessa ábyrðaskoðun. Fékk ég hana og þar kom fram að venjulegt viðhald svo sem smurning ofl. Samtals gat ég pínt þetta upp í 20.000kr. Það sem var aðal málið var kostnaður við olíur, gírkassa og vél. Sagði ég þeim að ég væri ný búinn smyrja bílinn svo þess gerðis ekki þörf. Einnig benti ég þeim á það ekkert stæði í skilmálum vegna kaup á viðkomandi faratæki að ég væri skildugur til þess að koma í viðkomandi skoðun. Þeir sættust á það en óskuðu eftir þvi að fá bílinn til sin. Það var gert og eina sem þeir gátu rukkað mig um var c.a 3000kr.

    Saga 2.
    Galli kom upp í jeppa sem ég átti og var hann kallaður inn til viðgerðar. Tekið skal fram að þetta var atvinnutæki. Var mér sagt að lagfæringin tæki c.a. 2 daga. Eftir 7 dag hringdi ég og óskaði eftir fréttum af bílnum og var þá fátt um svör en lofað að hringja sama daginn aftur með fréttir. 3 dögum seinna gerði ég mér ferð á staðinn og kom þá í ljós head-ið á vélinni væri ónýtt og panta þurfi nýtt. Óskað ég þá eftir að fá bíl á meðan sem og gekki eftir. 3 mán seinna fékk ég símtal um að bíllinn væri tilbúinn og reikningurinn á mig upp á 450.000. Ég kváði við og óskaði eftir nánari skýringum á þessu og kom þá í ljós að Head-ið var ekki í ábyrgð sem pantað hafði verið. Því átti ég að borga allan kostnað við það. Óskað ég þá eftir verkskýrslu sem illa gekk að fá en nokkrum dögum og símtölum seinna fékk á hana í hendur og kom þar skýrt fram að starfmaður sem vann við bílinn hafði skemmt head-ið. Fór ég því til þeirra við annan mann ( vitni ) sagði þeim að þetta gengi ekki upp. Eftir smá jag og japl endaði ég á því að borg þeim 10.000 kr. Af þessu sést að það þarf virilega að hafa augun opin þegar kemur að viðskiptum. Allir að svindal á öllum.
    Svo til þess að kóróna allt hring einhver yfirmaður í mig til þess að inna mig eftir hvort ég væri ekki ánægður með þjónustana og að þeir hefðu fellt niður reikninginn. Jú jú sagði ég. Ég líka ánægður með að miss nánast af ferðamannatímabilinu og af þeim peningum sem bíllinn hefið halað inn. Maðurinn þakkað pent fyrir sig og lagði á.

    Svo að lokum er rétt að benda á að þegar um ábyrgðarviðgerðir er að ræða neita umboðin oft að bæta og segja viðkomandi galla / skemmd ekki vera í ábyrgð. Hef sjálfur lenti í þessu en umboðið rukkar samt bílaframleiðandann og skráir á verksmiðjunúmer bílsins. Þegar um svona er að ræða er t.d. sniðugt að fara á netið og á vefsíðu International Driving Association America þar sem finna má galla sem komið hafa fram og verið samþykktir af framleiðendum viðkomandi biltegundar og einnig IDA.

    SvaraEyða