föstudagur, 11. september 2009

Atlas okur!

Ég kaupi stundum svokölluð Atlaskort sem maður notar til
að hringja ódýr millilandasímtöl. Ég tók eftir því í dag að verðskrá
Atlaskorta sem er í eigu Tals hefur hækkað um allt að 150% í einni
hendingu.
Þetta væri svosem ekki í frásögur færandi nema hvað að ég keypti kort
fyrir notkun þar sem allt annað og lægra mínútuverð var auglýst fyrir
örfáum dögum. Engu að síður fæ ég helmingi færri mínútur nú en ég átti
að fá þegar ég keypti kortið!!! Eru þetta eðlilegir viðskiptahættir?
Þegar maður hringir svo í Tal fær maður engin svör og alls enga
endurgreiðslu að sjálfsögðu.
Símkostnaður skiptir venjulegt fólk miklu máli og það er mikilvægt að
fylgjast með okri á þessum vístöðvum eins og öðrum.
Ég vil benda fólki á að það eru önnur fyrirtæki sem bjóða þessa
þjónustu og eftir að hafa kannað málið óformlega sýnist mér að bláu
Global kortin kortin séu lang hagstæðust.
Virðingarfyllst,
Bjarni Freyr

4 ummæli:

 1. Ég er búin að nota Global kortin og þau endast mjög vel. Mæli með þeim. Hringdi í þá til að fá hjálp við að setja pin númerið inn. Þeir voru frábærir. Hringdu til baka til að ath.hvort allt væri að virka. Þetta kalla ég góða þjónustu.

  SvaraEyða
 2. Fáðu þér skype og hringdu frítt á milli landa

  SvaraEyða
 3. þú hringir ekkert frítt með skype nema þú hringir í aðra tölvu, annars þarftu að borga ef þú vilt hringja í síma. Það eru ekkert allir svo tölvuvæddir að þeir hafi allar græjur eða kunnáttu í skype netsamtal.

  SvaraEyða
 4. ég verð að segja frá því sem ég lenti í með þessi blessuðu atlaskort. En fyrir c.a 2 árum kaupi ég svona kort og ætla mér að hringja til bandaríkjanna en þegar ég reyni að nota kortið þá kemur alltaf upp einhver villa. Ég hringi í númerið á kortinu og er sagt það að þeir sjái ekki um þessi kort (furðulegt) og er beðin um símanúmer svo það sé hægt að hafa samband við mig. Ég bjóst nú við því að það yrði hringt í mig samdægurs en ekki varð úr því. Ég reyndi nú oftar að hafa samband en náði aldrei neinu sambandi við neinn sem gat sagt mér neitt.
  Þetta er nú okur að kaupa kort á 1000 krónur og geta svo ekki notað það.

  SvaraEyða