Ég vil vara fólk við tilboðsauglýsingum hjá Hagkaupum, ég fór á Ameríska daga til að skoða verð á gallabuxum, jú það var ýmist 20% afsláttur eða 2000 kr, fór eftir merkjum, á þessum flíkum var bara verðmiði sem sýndi upphaflegt verð, ekkert strikamerki, nú þega ég kom að kassanum þá átti ég að greiða fullt verð, ég sagði starfsmanninum að það væri 20% afsláttur á buxunum, þá sagðist hann þurfa að hringja í yfirmann sinn, sem og gerði, eftir smá stund kom stúlka , sló einhvern kóða inn í kassann og fór svo, þá gat starfsm, sett rétt verð inn, mér finnst þetta mjög skrítið ef auglýstur er afsláttur að það þurfi að kalla til yfirmann til þess að heimila hann.
Kv. Steini
Þetta er alltaf svona í Hagkaup. Kassabörnin virðast ekki hafa leyfi til að gera eitt né neitt á kössunum.
SvaraEyðaUm daginn hætti ég við kaupa vöru sem var búið að stimpla inn í kasssann. Þá þurfti ég að bíða í soldinn tíma eftir öðrum starfsmanni sem kom með eitthvað kort til að eyða út vörunni.
Við hverju er maðurinn að vara okkur við? En þetta er mjög asnalegt fyrirkomulag hjá þeim Í Hagkaup að alltaf skuli þurfa að kalla til yfirmann.
SvaraEyða