föstudagur, 18. september 2009

Okur á ½ lítra gosi

Blöskrar soldið verð á gosi á bensínstöðvum og næturverslunum
½ lítri af kók kostar oftast 210 kr á meðan 1 líter kostar bara 285 kr.
½ lítri af kók kostar til samanburðar 135 í Hagkaup og minna en það í Bónus man ekki alveg 119 eða eitthvað þannig.
Það er bara verið að okra á þessum ½ flöskum þar sem það er hentugasta stærðin fyrir þá sem vilja grípa eina flösku.
Sigurður Jónas Eggertsson

7 ummæli:

  1. Framboð og eftirspurn, það var enginn að pína þig til að kaupa gosflösku.

    En jú, þetta er vissulega ógeðslegt okur þrátt fyrir það.

    SvaraEyða
  2. Er ekki eðlilegt að greiða hærra verð fyrir þjónustu sem er veitt um nætur og helgar? Ekki það að ég fari þangað ótilneyddur.

    Annað sem gleymist í þessum samanburði, vægi skilagjalds vegur hærra á smærri einingu þar sem það er sama krónutalan.

    SvaraEyða
  3. Bensínstöðvar eru viðbjóðslegar okursjoppur

    SvaraEyða
  4. Epli og appelsínur eru nákvæmlega eins og bragðast nákvæmlega eins. Halló hættið að bera saman Bónus og 10-11/bensínstöðvar.
    Það er heimskulegur samanburður.

    SvaraEyða
  5. Kom í Hyrnuna í Borgarnesi, þ.e. verslunina ekki veitingastaðinn og þar kostar 1/2 liter af gosi frá kr. 241 - 257. Nokkuð gott verð??

    SvaraEyða
  6. Rétt fyrir neðan hyrnuna er bónus, farðu þangað bara ef þetta er svona hræðilegt. Það er ekki hægt að bera saman svona veitingastað/vegasjoppu við ódýrari verslanir sem kaupa þetta inn í tonnavís.

    SvaraEyða
  7. Einhverjir hafa nú ruglast á þessum samanburði því ætlunin var að bera sman verðið á
    1/2 líter og 1 líter en verðmunurinn þar á milli er óeðlilegur og 1/2 flaskan allt of dýr miðað við það.
    samanburðurinn svo við bónus og hagkaup var bara til gamans.

    SvaraEyða