laugardagur, 5. september 2009

Rándýr rakvélablöð í Lyfju

Mig langar að vekja athygli á verði á rakvélablöðum. Það er orðið erfitt
að fá blöðin og í dag fór ég í Lyfju í Lágmúlanum og keypti einn pk. af
Giletta March3 5 blöð í pakka og fyrir þau borgaði ég 4.129 kr. Er þetta
eðlilegt verð? Ætli hækkunin sé í samræmi við hækkun á gjaldreyri eða eru
innflytjendur farnir að notfæra sér aðstæður og hækka vörur langt umfram
það sem eðlilegt getur talist?
kv. Jórunn

8 ummæli:

 1. Eins og margoft hefur komið hér fram er Lyfja okurbúlla. Ódýrast er líklega að kaupa rakvélablöð i Bónus, en þau eru samt rándýr.

  SvaraEyða
 2. Ekkert mál að kaupa blöðin á Ebay

  SvaraEyða
 3. 12 blöð eru á 22.12$ á Amazon sem gerir rúmlega 5000kr þegar allt er talið með(reiknaði með 7$ í sendingarkostnað veit ekki hver hann er). Þannig að þetta er klárlega okur.
  Veit ekki hvort hann hafi gert það en doktorinn ætti að fara á stúfana og spyrjast fyrir um það hjá verslununum hvernig standi á þessu,því hvatinn til þess að kaupa þetta af netinu er alveg hrópandi.

  SvaraEyða
 4. notaði alltaf þessi gæðablöð en um síðustu áramót keypti ég 1 pk(10 stk) af einnota rakvélum og nú er ég á síðustu rakvélinni á 267 kr!

  SvaraEyða
 5. nú er tíminn að fjárfesta í rakhníf. Kallinn gerði það og erum nærri því búin að borga hann upp miðað við verð á einnota rakvélablöðum eða gilette

  SvaraEyða
 6. Ég skrifaði þér á föstudaginn um rakvélablöð sem keypt voru í Lyfju í Lágmúlanum og ég ætla að fá að bæta við þá frásögn en á sunnudaginn keypti ég samskonar rakvélablöð á kr. 2.542 í Hagkaup í Garðabænu í stað 4.129 sem ég borgaði fyrir blöðin í Lyfju.
  kv. Jórunn

  SvaraEyða
 7. Gerði sama og annar nafnlaus hér. Hætti að nota þetta rándýra dót og keypti mér pakka af "einnota" rakvélum. Ætlaði að prófa hvað svoleiðis entist lengi. Svei mér ef stykkið dugði mér ekki í næstum þrjá mánuði!

  SvaraEyða
 8. 9 blöð kostuðu 2.995 í bónus fyrir tveimur vikum.

  OG

  SvaraEyða