föstudagur, 11. september 2009

Verðkönnun á pizzum, gerð þann 1.9.2009

Könnun þessi var gerð með þeim hætti að hringt var í alla þá pizzustaði sem skráðir voru í Reykjavík og sérhæfa sig í pizzum. Sömu spurningar voru lagðir fyrir starfsmenn allra staðanna.
Spurt var um verð á 16" pizzum, eða eftir atvikum á 15", með tveimur kjötáleggstegundum. Ef um tilboð var að ræða þá var einnig óskað eftir upplýsingum hvort um tímabundin eða ótímabundin tilboð væri að ræða, niðurstöðurnar eru eftirfarandi:

Nafn fyrirtækis & sími / Verð / Stærð í tommum / Gildistími tilboðs
Big Papas Pizza - 5781717 1388 16 ótímabundið
Wilsons - 5811515 1390 16 ótímabundið
Pizzahöllin - 5686868 1500 16 ótilgreint, hófst í ágúst
Pizzameistarinn - 5544111 1500 16 ótímabundið
Pizzan - 5659440 1590 16 ótímabundið
Pizza King - 5517474 1700 16 ótímabundið, nema í nætusölu
Hrói Höttur - 5629292 1764 15 ótímabundið
Devitos - 5112244 1800 16 ótímabundið
Pizzuverksmiðjan - 5788555 1990 16 ótímabundið
Pizza Pronto - 5175445 2000 16 ótímabundið
Rizzo Pizzeria - 5777000 2195 16 ótímabundið
Eldsmiðjan - 5623838 2245 16 ótímabundið
Dominos Pizza - 5812345 2540 16 ótímabundið
Pizza Hut - 5332000 4660 15 ótímabundið
* Öll svör eru í íslenskum kr.

Niðurstöður könnunar
Helstu niðurstöður könnunarinnar eru þær að verð á pizzum í Reykjavík er á mjög breiðu verðbili. Þannig er verðmunur umtalsverður á milli hæsta og lægsta verðs eða sem nemur 336%. Mögulega er þó hægt að skipta pizzustöðum upp í þrjá flokka eftir þeim upplýsingum sem könnunin leiðir í ljós, þ.e. ódýrar, millidýrar og dýrar pizzur. Ódýrar pizzur gætu t.a.m. flokkast frá 1388 kr. til 1590. Millidýrar pizzur eru á verðbilinu 1700 kr. til 2000 kr. Pizzur sem eru dýrari en 2000 kr. falla síðan í dýrasta flokkinn. Mögulegar ástæður fyrir þessum mikla mun á verðum gæti verið mismunandi framleiðsluaðferðir og mismikil yfirbygging umræddra staða.
Könnun þessi var framkvæmd af Helga Pétri Magnússyni, kt. 1202842319, þann 01.09.2009.

11 ummæli:

 1. 16" Pizza með 2 áleggstegundum kostar 1690 hjá Pizzunni.

  Einnig er vert að benda á það að pítsurnar þar eru með þeim beztu sem ég hef smakkað á Íslandi.

  SvaraEyða
 2. Nokkuð öflugt yfirlit. Maður áttar sig bara ekki alveg á þessari geðveiki hjá Pizza Hut. Að mínu mati er ekkert sem réttlætir þetta verð.

  SvaraEyða
 3. það er kreisí að borga meira fyrir dominos en eldsmiðjupístu. Það er eins og að borga meira fyrir yaris en porche.

  SvaraEyða
 4. Sammála seinasta ræðumanni.

  SvaraEyða
 5. Fyndið að Pizza Hut eru dýrasti en ekkert merkilegri pizzur en aðrir og afgerandi lélega þjónustu, sérstaklega í Smáraindinni.

  SvaraEyða
 6. Takk fyrir þetta !

  SvaraEyða
 7. Þetta er nú bara ódýr pizza hjá Pizza Hut... toppurinn er að skríða í 7.000 kall hjá þeim :/

  SvaraEyða
 8. Glæsilegt, takk fyrir þetta.

  OG

  SvaraEyða
 9. mig minnir nú að dominos pizzurnar séu bara 15" þannig að ekki batnar samanburðurinn þeirra við það.
  annars er einnig í boði hádegistilboð á eldsmiðjunni þar sem að 16" er á 1895 með 2 áleggjum
  DS

  SvaraEyða
 10. Pizzurnar á Dominos hafa aldrei nokkurn tímann verið 16", rangar upplýsingar sem starfsmaðurinn hefur gefið þér, þær voru 15" en voru minnkaðar niður í 14,5" þegar kreppan byrjaði.

  SvaraEyða
 11. Og upplýsingarnar sem þú ert með undir höndum nafnlaus um að þær séu 14.5 eru einfaldlega rangar. Þær eru ennþá 15 tommu og voru tommunar aldrei lækkaðar hjá þeim

  SvaraEyða