Ég er enn í áfalli eftir heimsókn á Pizza Hut í gærkveldi í Smáranum, hefði þurft áfallahjálp þegar kom að því borga reikninginn. Við vorum þrjú og keyptum eina stóra pizzu sem gefin er upp fyrir þrjá (svipuð að stærð og miðst. hjá Dominos). Þar sem barn var í hópnum og vildi pepperoni á sína pizzu þá skiptum við henni 1/2 með pepperoni og hinn 1/2 rjómaostapizza samkvæmt matseðli, brauðstangir fylltar 1 skammt, hvítlauksbrauð lítill (2 sneiða smurðar með hvítlaukssmjöri og hitað)
og 1 kanna af Pepsi. Reikn. var svona Sundurliðað
Margarita pizza stór 0,5 3.490kr. = 1.745.-
pepperoni stórt 0,5 580kr. = 290.-
Rjómaostapizza 0,5 5.580kr = 2.790.-
Brauðstangir fylltar l.690kr = 1.690.-
Hvítlauksbrauð lítill 680kr = 680.-
Pepsi kanna 990kr = 990.-
SAMTALS KR. 8.185 kr.
Ég þarf ekki að taka það fram að á þennan stað fer ég og mitt fólk ALDREI aftur. Ég ætla að taka það fram að auðvita átti ég að lesa betur yfir matseðilin en hann er ekki með verðum fyrir aftan hverja tegund heldur eru verðin fyrir ofan og mér fannst hann ekki þannig úr garði gerður að auðvelda neytenda að átta sig á hvað verðið var fyrir hverja tegund fyrir sig.
Með kveðju,
Stella Halldórsdóttir
Okursíða Dr. Gunna (á netinu síðan 21. sept 2007) - Endilega reyndu að hemja þig þegar þú kommentar. Fólk hefur misþykkan skráp.
Sýnir færslur með efnisorðinu pítsa. Sýna allar færslur
Sýnir færslur með efnisorðinu pítsa. Sýna allar færslur
föstudagur, 4. desember 2009
föstudagur, 11. september 2009
Verðkönnun á pizzum, gerð þann 1.9.2009
Könnun þessi var gerð með þeim hætti að hringt var í alla þá pizzustaði sem skráðir voru í Reykjavík og sérhæfa sig í pizzum. Sömu spurningar voru lagðir fyrir starfsmenn allra staðanna.
Spurt var um verð á 16" pizzum, eða eftir atvikum á 15", með tveimur kjötáleggstegundum. Ef um tilboð var að ræða þá var einnig óskað eftir upplýsingum hvort um tímabundin eða ótímabundin tilboð væri að ræða, niðurstöðurnar eru eftirfarandi:
Nafn fyrirtækis & sími / Verð / Stærð í tommum / Gildistími tilboðs
Big Papas Pizza - 5781717 1388 16 ótímabundið
Wilsons - 5811515 1390 16 ótímabundið
Pizzahöllin - 5686868 1500 16 ótilgreint, hófst í ágúst
Pizzameistarinn - 5544111 1500 16 ótímabundið
Pizzan - 5659440 1590 16 ótímabundið
Pizza King - 5517474 1700 16 ótímabundið, nema í nætusölu
Hrói Höttur - 5629292 1764 15 ótímabundið
Devitos - 5112244 1800 16 ótímabundið
Pizzuverksmiðjan - 5788555 1990 16 ótímabundið
Pizza Pronto - 5175445 2000 16 ótímabundið
Rizzo Pizzeria - 5777000 2195 16 ótímabundið
Eldsmiðjan - 5623838 2245 16 ótímabundið
Dominos Pizza - 5812345 2540 16 ótímabundið
Pizza Hut - 5332000 4660 15 ótímabundið
* Öll svör eru í íslenskum kr.
Niðurstöður könnunar
Helstu niðurstöður könnunarinnar eru þær að verð á pizzum í Reykjavík er á mjög breiðu verðbili. Þannig er verðmunur umtalsverður á milli hæsta og lægsta verðs eða sem nemur 336%. Mögulega er þó hægt að skipta pizzustöðum upp í þrjá flokka eftir þeim upplýsingum sem könnunin leiðir í ljós, þ.e. ódýrar, millidýrar og dýrar pizzur. Ódýrar pizzur gætu t.a.m. flokkast frá 1388 kr. til 1590. Millidýrar pizzur eru á verðbilinu 1700 kr. til 2000 kr. Pizzur sem eru dýrari en 2000 kr. falla síðan í dýrasta flokkinn. Mögulegar ástæður fyrir þessum mikla mun á verðum gæti verið mismunandi framleiðsluaðferðir og mismikil yfirbygging umræddra staða.
Könnun þessi var framkvæmd af Helga Pétri Magnússyni, kt. 1202842319, þann 01.09.2009.
Spurt var um verð á 16" pizzum, eða eftir atvikum á 15", með tveimur kjötáleggstegundum. Ef um tilboð var að ræða þá var einnig óskað eftir upplýsingum hvort um tímabundin eða ótímabundin tilboð væri að ræða, niðurstöðurnar eru eftirfarandi:
Nafn fyrirtækis & sími / Verð / Stærð í tommum / Gildistími tilboðs
Big Papas Pizza - 5781717 1388 16 ótímabundið
Wilsons - 5811515 1390 16 ótímabundið
Pizzahöllin - 5686868 1500 16 ótilgreint, hófst í ágúst
Pizzameistarinn - 5544111 1500 16 ótímabundið
Pizzan - 5659440 1590 16 ótímabundið
Pizza King - 5517474 1700 16 ótímabundið, nema í nætusölu
Hrói Höttur - 5629292 1764 15 ótímabundið
Devitos - 5112244 1800 16 ótímabundið
Pizzuverksmiðjan - 5788555 1990 16 ótímabundið
Pizza Pronto - 5175445 2000 16 ótímabundið
Rizzo Pizzeria - 5777000 2195 16 ótímabundið
Eldsmiðjan - 5623838 2245 16 ótímabundið
Dominos Pizza - 5812345 2540 16 ótímabundið
Pizza Hut - 5332000 4660 15 ótímabundið
* Öll svör eru í íslenskum kr.
Niðurstöður könnunar
Helstu niðurstöður könnunarinnar eru þær að verð á pizzum í Reykjavík er á mjög breiðu verðbili. Þannig er verðmunur umtalsverður á milli hæsta og lægsta verðs eða sem nemur 336%. Mögulega er þó hægt að skipta pizzustöðum upp í þrjá flokka eftir þeim upplýsingum sem könnunin leiðir í ljós, þ.e. ódýrar, millidýrar og dýrar pizzur. Ódýrar pizzur gætu t.a.m. flokkast frá 1388 kr. til 1590. Millidýrar pizzur eru á verðbilinu 1700 kr. til 2000 kr. Pizzur sem eru dýrari en 2000 kr. falla síðan í dýrasta flokkinn. Mögulegar ástæður fyrir þessum mikla mun á verðum gæti verið mismunandi framleiðsluaðferðir og mismikil yfirbygging umræddra staða.
Könnun þessi var framkvæmd af Helga Pétri Magnússyni, kt. 1202842319, þann 01.09.2009.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)