Hvað gerir veitingahús að fjölskylduvænum stað? Er það ekki helst það að gert sé ráð fyrir börnum á staðnum? Að þangað sé þægilegt og gaman að fara með krakkana? Nú bjóða nokkrir veitingastaðir upp á ódýran – jafnvel ókeypis – mat fyrir yngstu fjölskyldumeðlimina, auk þess að leggja metnað í leikhorn og afþreyingu. Kíkjum á tíu dæmi af Stór-Reykjavíkursvæðinu. Það mætti jafnvel kalla þetta Topp 10 af fjölskylduvænum veitingahúsum í höfuðborginni. Þessi listi er þó auðvitað langt því frá tæmandi.
Græni risinnGræni risinn á Grensásvegi er með létta og holla rétti. Staðurinn er sérlega hagstæður fyrir fjölskyldufólk til 15. nóvember því réttir af barnamatseðli fylgja frítt fyrir allt að tvö börn þegar foreldrar kaupa rétti af matseðli.
HamborgarabúllanBúlla Tómasar Tómassonar er traustur staður. Barnaskammtur: Borgari eða samloka, franskar og gos fyrir 12 ára og yngri kostar 790 kr. Í útibúinu á Bíldshöfða er boðið upp á barnahorn.
Lauga-ásVeitingahúsið Lauga-ás var fyrst íslenskra veitingastaða til að taka í notkun sérstakt barnahorn. Sjö réttir eru í boði fyrir börn (yngri en 12 ára) á verðbilinu 695 – 995 kr.
Piri – PiriAllir barnaréttir á Piri-Piri, Geirsgötu, kosta 710 kr. Í Piri-Piri er Piri-land. Það er 30 fermetra leiksalur fullur af leikföngum, og inniheldur þar að auki brúðuleikhús, víkingaskip, risakubbahorn og sjónvarpsherbergi.
Potturinn og pannanÍ Pottinum og pönnunni í Brautarholti er rúmt til veggja og barnahorn. Ýmsir réttir fyrir 12 ára og yngri eru í boði á verðbilinu 980 – 1.390 kr.
Ruby TuesdayÞægilegt er að fara með krakka á Ruby, nóg pláss og mikið á veggjum sem dreifir athyglinni. Börnin fá bók og liti og geta valið um ýmsa rétti á bilinu 590 – 790 kr.
SaffranSaffran hefur slegið í gegn síðustu misserin með létta og holla rétti. Dags daglega eru í boði fimm réttir fyrir börn á bilinu 450 – 600 kr. Á sunnudögum til 15. desember fá svo krakkar að 10 ára aldri fría rétti af barnamatseðli þegar foreldrar kaupa rétti af matseðli.
ShalimarSéu krakkarnir tilbúnir í framandi kost er gaman að fara með þá í krydduðu réttina í Shalimar í Austurstræti. Þar er boðið upp á nokkra bragðsterka rétti fyrir 12 ára og yngri á verðbilinu 890 – 1.290 kr.
Super SubÍ Super Sub er eitt metnaðarfyllsta barnahorn landsins, rennibraut og boltaland í fjörutíu fermetra plássi. Barnasamlokur má fá á 499 kr., en vinsælast meðal barnafólks er að fá sér fjölskyldutilboð: Tvær pítsur með tveimur áleggstegundum og 2 L af gosi á 2.990 kr. Í eftirrétt er tilvalið að fá sér ís á Yo Yo ís, nokkrum húsum neðar á Nýbýlaveginum.
T. G. I. FridaysÍ Smáralindinni er Íslandsdeild þessarar amerísku keðju og þar má fá ýmsa rétti fyrir 12 ára og yngri á bilinu 395 – 965 kr. Börnin fá litablað og liti. Á fimmtudögum er fjölskyldutilboð. Þá fást allt að tvær fríar barnamáltíðir með hverjum aðalrétti. Og til að gera kjörin enn betri eru ókeypis Buffalo vængir með öllum aðalréttum á fimmtudögum.
Dr. Gunni (birtist í
Fréttatímanum 29/10/2010)