Sýnir færslur með efnisorðinu könnun. Sýna allar færslur
Sýnir færslur með efnisorðinu könnun. Sýna allar færslur

mánudagur, 15. nóvember 2010

Hvað kostar fiskurinn?

Á höfuðborgarsvæðinu eru þónokkuð margar fiskbúðir. Úrval er mismikið og framsetning misjöfn. Sumar fiskbúðir eru nútímalegar og gljándi og bjóða upp á framúrsefnulega rétti samhliða hefðbundnari, á meðan aðrar búðir líta út eins og allar fiskbúðir gerðu fyrir 30 árum síðan. Allar búðirnar eiga það þó sameiginlegt að kaupa hráefnið af sama uppboðsmarkaðinum, og það virðist ekki vera stíf verðsamkeppni í fisksölu í Reykjavík. Og þó. Ég athugaði verð á fimm algengum fisktegundum/réttum í átta fiskbúðum og tveim stórverslunum. Þetta eru niðurstöðurnar:



Nokkur verðmunur er á ýsuréttum, plokkfiski og fiskbollum, en það verður að taka með í reikninginn að innihald réttanna er mismunandi eftir búðum. Þessi könnun tekur aðeins mið af verði, ekki gæðum – sumir myndu jafnvel ganga svo langt að segja að hér væri verið aöð bera saman epli og appelsínur.

Samanburður á verði þorsks og skötusels er markvissari. Mestur er munurinn á skötusel. Tvær verslarnir bjóða kílóverð á undir 2000 krónum og er fiskbúðin í Spönginni með besta verðið. Það er 84% ódýrara en hæsta skötuselskílóverðið sem ég fann. Mun minni munur er á þorskflökum, þar er 25% munur á hæsta og lægsta verðinu.

Að lokum má geta þess að fiskur er hollur og góður – staðreynd sem flestum ætti að vera fullkunnugt um – og Íslendingar ættu að borða fisk að minnsta kosti einu sinni í viku, helst tvisvar (eða oftar!)

Dr. Gunni
(Birtist í Fréttatímanum 12.11.10)

föstudagur, 29. október 2010

Út að borða með krakkana

Hvað gerir veitingahús að fjölskylduvænum stað? Er það ekki helst það að gert sé ráð fyrir börnum á staðnum? Að þangað sé þægilegt og gaman að fara með krakkana? Nú bjóða nokkrir veitingastaðir upp á ódýran – jafnvel ókeypis – mat fyrir yngstu fjölskyldumeðlimina, auk þess að leggja metnað í leikhorn og afþreyingu. Kíkjum á tíu dæmi af Stór-Reykjavíkursvæðinu. Það mætti jafnvel kalla þetta Topp 10 af fjölskylduvænum veitingahúsum í höfuðborginni. Þessi listi er þó auðvitað langt því frá tæmandi.

Græni risinn
Græni risinn á Grensásvegi er með létta og holla rétti. Staðurinn er sérlega hagstæður fyrir fjölskyldufólk til 15. nóvember því réttir af barnamatseðli fylgja frítt fyrir allt að tvö börn þegar foreldrar kaupa rétti af matseðli.

Hamborgarabúllan
Búlla Tómasar Tómassonar er traustur staður. Barnaskammtur: Borgari eða samloka, franskar og gos fyrir 12 ára og yngri kostar 790 kr. Í útibúinu á Bíldshöfða er boðið upp á barnahorn.

Lauga-ás
Veitingahúsið Lauga-ás var fyrst íslenskra veitingastaða til að taka í notkun sérstakt barnahorn. Sjö réttir eru í boði fyrir börn (yngri en 12 ára) á verðbilinu 695 – 995 kr.

Piri – Piri
Allir barnaréttir á Piri-Piri, Geirsgötu, kosta 710 kr. Í Piri-Piri er Piri-land. Það er 30 fermetra leiksalur fullur af leikföngum, og inniheldur þar að auki brúðuleikhús, víkingaskip, risakubbahorn og sjónvarpsherbergi.

Potturinn og pannan
Í Pottinum og pönnunni í Brautarholti er rúmt til veggja og barnahorn. Ýmsir réttir fyrir 12 ára og yngri eru í boði á verðbilinu 980 – 1.390 kr.

Ruby Tuesday
Þægilegt er að fara með krakka á Ruby, nóg pláss og mikið á veggjum sem dreifir athyglinni. Börnin fá bók og liti og geta valið um ýmsa rétti á bilinu 590 – 790 kr.

Saffran
Saffran hefur slegið í gegn síðustu misserin með létta og holla rétti. Dags daglega eru í boði fimm réttir fyrir börn á bilinu 450 – 600 kr. Á sunnudögum til 15. desember fá svo krakkar að 10 ára aldri fría rétti af barnamatseðli þegar foreldrar kaupa rétti af matseðli.

Shalimar
Séu krakkarnir tilbúnir í framandi kost er gaman að fara með þá í krydduðu réttina í Shalimar í Austurstræti. Þar er boðið upp á nokkra bragðsterka rétti fyrir 12 ára og yngri á verðbilinu 890 – 1.290 kr.

Super Sub
Í Super Sub er eitt metnaðarfyllsta barnahorn landsins, rennibraut og boltaland í fjörutíu fermetra plássi. Barnasamlokur má fá á 499 kr., en vinsælast meðal barnafólks er að fá sér fjölskyldutilboð: Tvær pítsur með tveimur áleggstegundum og 2 L af gosi á 2.990 kr. Í eftirrétt er tilvalið að fá sér ís á Yo Yo ís, nokkrum húsum neðar á Nýbýlaveginum.

T. G. I. Fridays
Í Smáralindinni er Íslandsdeild þessarar amerísku keðju og þar má fá ýmsa rétti fyrir 12 ára og yngri á bilinu 395 – 965 kr. Börnin fá litablað og liti. Á fimmtudögum er fjölskyldutilboð. Þá fást allt að tvær fríar barnamáltíðir með hverjum aðalrétti. Og til að gera kjörin enn betri eru ókeypis Buffalo vængir með öllum aðalréttum á fimmtudögum.

Dr. Gunni (birtist í Fréttatímanum 29/10/2010)

föstudagur, 27. nóvember 2009

Könnun á verði harðra diska

Ég hef stöku sinnum verið að lesa Okursíðuna og finnst þetta frábært framtak. Nú vill svo til ég var að spá að versla mér harðan disk í tölvuna mína og athugaði verðin á vaktin.is-sem er einn hlekkur á Neytendaslóð. Þar eru verðin reyndar eitthvað gömul og ákvað að gera nýja könnun á verðum 3,5 Sata-2 diskum. Tek fram að þetta er svona óformlegt, enda viðvaningur í þessu á ferð-en ég er búinn að fara nokkrum sinnum yfir þetta og sýnist verð þarna rétt og í lagi. Datt kannski í hug þetta kæmi einhverjum að gagni og það væri mér mikill heiður ef sett yrði ein færsla, eða hlekkur inn á þetta einhvers staðar. Þá vantaði reyndar líka að setja inn buy.is á vaktinni - þetta er síða sem ég var bara rekast á fyrir tilviljun og athugaði hana-vill svo til að póstsending kostar ekkert. En takk fyrir Okursíðuna og gangi henni vel.
Slóð á könnun:
http://arkimedes.org/konnun.htm
M. Ólafsson

föstudagur, 11. september 2009

Verðkönnun á pizzum, gerð þann 1.9.2009

Könnun þessi var gerð með þeim hætti að hringt var í alla þá pizzustaði sem skráðir voru í Reykjavík og sérhæfa sig í pizzum. Sömu spurningar voru lagðir fyrir starfsmenn allra staðanna.
Spurt var um verð á 16" pizzum, eða eftir atvikum á 15", með tveimur kjötáleggstegundum. Ef um tilboð var að ræða þá var einnig óskað eftir upplýsingum hvort um tímabundin eða ótímabundin tilboð væri að ræða, niðurstöðurnar eru eftirfarandi:

Nafn fyrirtækis & sími / Verð / Stærð í tommum / Gildistími tilboðs
Big Papas Pizza - 5781717 1388 16 ótímabundið
Wilsons - 5811515 1390 16 ótímabundið
Pizzahöllin - 5686868 1500 16 ótilgreint, hófst í ágúst
Pizzameistarinn - 5544111 1500 16 ótímabundið
Pizzan - 5659440 1590 16 ótímabundið
Pizza King - 5517474 1700 16 ótímabundið, nema í nætusölu
Hrói Höttur - 5629292 1764 15 ótímabundið
Devitos - 5112244 1800 16 ótímabundið
Pizzuverksmiðjan - 5788555 1990 16 ótímabundið
Pizza Pronto - 5175445 2000 16 ótímabundið
Rizzo Pizzeria - 5777000 2195 16 ótímabundið
Eldsmiðjan - 5623838 2245 16 ótímabundið
Dominos Pizza - 5812345 2540 16 ótímabundið
Pizza Hut - 5332000 4660 15 ótímabundið
* Öll svör eru í íslenskum kr.

Niðurstöður könnunar
Helstu niðurstöður könnunarinnar eru þær að verð á pizzum í Reykjavík er á mjög breiðu verðbili. Þannig er verðmunur umtalsverður á milli hæsta og lægsta verðs eða sem nemur 336%. Mögulega er þó hægt að skipta pizzustöðum upp í þrjá flokka eftir þeim upplýsingum sem könnunin leiðir í ljós, þ.e. ódýrar, millidýrar og dýrar pizzur. Ódýrar pizzur gætu t.a.m. flokkast frá 1388 kr. til 1590. Millidýrar pizzur eru á verðbilinu 1700 kr. til 2000 kr. Pizzur sem eru dýrari en 2000 kr. falla síðan í dýrasta flokkinn. Mögulegar ástæður fyrir þessum mikla mun á verðum gæti verið mismunandi framleiðsluaðferðir og mismikil yfirbygging umræddra staða.
Könnun þessi var framkvæmd af Helga Pétri Magnússyni, kt. 1202842319, þann 01.09.2009.