Sýnir færslur með efnisorðinu matur. Sýna allar færslur
Sýnir færslur með efnisorðinu matur. Sýna allar færslur

þriðjudagur, 6. október 2009

Oxepytt okur í Krónunni

Ég fór í Krónuna í Húsgagnahöllinni á miðvikudaginn og ætlaði m.a. að kaupa "Oxepytt", sem er norskur pottréttur og hefur verið til á ágætisverði um langt skeið, um kr.500. Enn hann hafði þó heldur betur hækkað og nú kostaði hann nærri 1.100 krónur, svo ég snarhætti við.

Á föstudaginn átti ég svo leið í Nóatún í Grafarholti og
sá þá sama pottrétt og kíkta á verðið og keypti á kr.679.-

Mismunur á þessum 2 stöðum var ca 400.00 kr.!!!! eða
um 60%.
Nú væri þetta kannske ekki eins furðulegt,
1) ef þetta hefði verið öfugt, þ.e. Krónan, sem gefur sig út fyrir að vera lágvöruverðsverslun, hefði verið ódýrari.
2) ef ekki væri sami eigandi að báðum verslunum og þar af
leiðandi sami aðili, sem flytur inn/eða sér um innkaup vörunnar.

Hækkun á norskri krónu skýrir ekki þennan mun!!!!

Kv.
Ragnheiður K.Karlsdóttir

föstudagur, 2. október 2009

Dýrt Sýrop í Hagkaup!

Fór í hagkaup og keypti mér mable sýróp,þær voru í tveimur hillum og miðinn
hafði eitthvað skolast til og ég las verðið kr 539- fyrir 250 ml flösku,ekki
slæmt,svo fer ég og borga,eða ætlaði að borga,þá segir afgreiðslustúlkan 1439
kr,takk fyrir! Það gerir lítraverðið á þessu eðalsýrópi 5756 kr,hvað er í gangi!Þetta er rán!

föstudagur, 18. september 2009

Okur á ½ lítra gosi

Blöskrar soldið verð á gosi á bensínstöðvum og næturverslunum
½ lítri af kók kostar oftast 210 kr á meðan 1 líter kostar bara 285 kr.
½ lítri af kók kostar til samanburðar 135 í Hagkaup og minna en það í Bónus man ekki alveg 119 eða eitthvað þannig.
Það er bara verið að okra á þessum ½ flöskum þar sem það er hentugasta stærðin fyrir þá sem vilja grípa eina flösku.
Sigurður Jónas Eggertsson

fimmtudagur, 17. september 2009

Ódýr Heitur matur í Gallerý Kjöt

Mig langar að vekja athygli á ódýrum heitum mat: kjöt og fisk-réttir á litlar 890 kr í Gallerý Kjöt, Grensásvegi 48.
Kveðja, RJ

miðvikudagur, 16. september 2009

Vera vakandi við kassann

Fór í Hagkaup í kvöld eftir að húsmóðurgenin fengu smá kast og ég ákvað að skella í eplaköku. Setti Jonagold epli í körfuna hjá mér því ég sá að það var verulegur verðmunur á þeim og grænum eplum. Upp á síðkastið hef ég stundað að fylgjast með þegar vörurnar eru *plípaðar" í gegnum kassann til að passa upp á að rétt sé rétt..
og jújú... Skráði ekki drengurinn "epli 289 kr kg" í staðin fyrir Jonagold 198 kr kg! Ok, kannski ekki stór upphæð en rétt skal vera rétt. Mistökn voru leiðrétt strax og drengurinn baðst afsökunar.
Þórhildur Löve

þriðjudagur, 15. september 2009

Kristjana ber saman strimla

Var að bera saman kassastrimla úr Bónus sem ég geymi alltaf og sá að:

Gunnars Majónes 250g dós kostaði 88 kr. 27. okt 2008 en 161 kr. 7. sept
2009.

Góu æðibitakassi hefur ekkert hækkað síðan 16. apríl 2009.

Gulrætur frá Akurseli 50 g. poki hefur ekkert hækkað síðan 27. okt 2008.

Stórt Heimilisbrauð frá Myllunni kostaði 208 kr. 27. okt 2008 en 259 kr. 7.
sept 2009.

Kv.
Kristjana Bjarnþórsdóttir

sunnudagur, 13. september 2009

Bananar í Bónus

Það hefur angrað mig í þónokkurn tíma að kaupa mér banana í Bónus. Þannig er mál með vexti að Bónus hóf sölu á tveimur mismunandi tegundum af banönum. Chiquita og Consul. Kílóverðið á þessum tveimur tegundum er þó ekki það sama. Chiquita bananarnir eru á 285 kr/kg en Consul á 229 kr/kg. Það sem ég hef þó yfir að kvarta er að þessar tvær tegundir eru ávallt á sama stað í búðinni yfirleytt ómerktir (ekki með neinum límmiðum sem segja til um hvor tegundin þetta er). Ég passa mig að taka consul einfaldlega því þeir eru ódýrari og alveg eins. En ég hef lent í því oft og í mismunandi Bónusverslunum að ég sé rukkuð um Chiquita þó svo að það sé límmiði sem segir til um annað, núna seinast bara í dag. Ég trúi ekki að þetta sé leyft, þetta hlýtur að vera einhverskonar neytendabrot. Þó svo að séum að tala um einhverja tíkalla þá fer ég í Bónus einmitt til að spara þessa tíkalla sem þarna liggja á milli og ég er alls ekki sátt við þetta. Mér líður eins og það sé verið að svindla á mér.
Ætla mætti að ef t.d. bananar eru á sama stað, líta eins út en eru á mismunandi verði ætti að merkja hvert stykki fyrir sig? Hvernig á fólk annars að vita hvað það er að versla?
-kv.
Valdís

föstudagur, 11. september 2009

Karamellutoppur í Hveragerði

Keypti karamellutopp frá Kjörís í N1 í Hveragerði. Kostaði 419 krónur en 298 krónur hjá Shell í Hveragerði. Flutningskostnaðurinn?
Kristján

Verðkönnun á pizzum, gerð þann 1.9.2009

Könnun þessi var gerð með þeim hætti að hringt var í alla þá pizzustaði sem skráðir voru í Reykjavík og sérhæfa sig í pizzum. Sömu spurningar voru lagðir fyrir starfsmenn allra staðanna.
Spurt var um verð á 16" pizzum, eða eftir atvikum á 15", með tveimur kjötáleggstegundum. Ef um tilboð var að ræða þá var einnig óskað eftir upplýsingum hvort um tímabundin eða ótímabundin tilboð væri að ræða, niðurstöðurnar eru eftirfarandi:

Nafn fyrirtækis & sími / Verð / Stærð í tommum / Gildistími tilboðs
Big Papas Pizza - 5781717 1388 16 ótímabundið
Wilsons - 5811515 1390 16 ótímabundið
Pizzahöllin - 5686868 1500 16 ótilgreint, hófst í ágúst
Pizzameistarinn - 5544111 1500 16 ótímabundið
Pizzan - 5659440 1590 16 ótímabundið
Pizza King - 5517474 1700 16 ótímabundið, nema í nætusölu
Hrói Höttur - 5629292 1764 15 ótímabundið
Devitos - 5112244 1800 16 ótímabundið
Pizzuverksmiðjan - 5788555 1990 16 ótímabundið
Pizza Pronto - 5175445 2000 16 ótímabundið
Rizzo Pizzeria - 5777000 2195 16 ótímabundið
Eldsmiðjan - 5623838 2245 16 ótímabundið
Dominos Pizza - 5812345 2540 16 ótímabundið
Pizza Hut - 5332000 4660 15 ótímabundið
* Öll svör eru í íslenskum kr.

Niðurstöður könnunar
Helstu niðurstöður könnunarinnar eru þær að verð á pizzum í Reykjavík er á mjög breiðu verðbili. Þannig er verðmunur umtalsverður á milli hæsta og lægsta verðs eða sem nemur 336%. Mögulega er þó hægt að skipta pizzustöðum upp í þrjá flokka eftir þeim upplýsingum sem könnunin leiðir í ljós, þ.e. ódýrar, millidýrar og dýrar pizzur. Ódýrar pizzur gætu t.a.m. flokkast frá 1388 kr. til 1590. Millidýrar pizzur eru á verðbilinu 1700 kr. til 2000 kr. Pizzur sem eru dýrari en 2000 kr. falla síðan í dýrasta flokkinn. Mögulegar ástæður fyrir þessum mikla mun á verðum gæti verið mismunandi framleiðsluaðferðir og mismikil yfirbygging umræddra staða.
Könnun þessi var framkvæmd af Helga Pétri Magnússyni, kt. 1202842319, þann 01.09.2009.

fimmtudagur, 10. september 2009

Ódýrt morgunverðar-hlaðborð á Húsavík

Mig langar að vekja athygli á ódýru morgunverðar hlaðborði Fosshótels Húsavíkur, sem kostar 1000 kall fyrir manninn.
Kveðja, Garðar Harðar

Borgað fyrir bein

Ég er svo yfir mig hneyksluð núna að ég er algerlega að springa og það þarf að rannsaka þessa glæpamenn sem eru að selja okkur mat!
Ég fór í Nóatún í hádeginu til þess að kaupa lambaskanka í kjötsúpu og þetta á að vera tiltölulega ódýr matur eða hefur verið það hingað til. Þarna voru skankar á næstum 1200 kr. kílóið sem var pínulítið kjöt á en svaðalegt bein stóð út úr þeim sem hefur alltaf verið afsagað hingað til. Ég bað stúlkuna um að saga þetta af því annars hefði ég ekki komið helv… skönkunum ofan í pottinn. Afgreiðslustúlkan gerði það en þurfti að vigta þetta smánarlega kjöt með beininu þannig að ég myndi örugglega borga líka fyrir þetta hlass sem er ekki hægt að borða. Þetta kostaði svo um 2600 krónur og er varla nóg í súpu fyrir litla fjölskyldu!
Ég var að fárast yfir þessu við stúlkuna og hún sagði að þeir fyrir norðan krefðust þess að þetta væri selt svona og reyndar væru allir að reyna að græða í kreppunni, eins og hún orðaði það. Mér finnst þetta gersamlega fáránlegt og örugglega hægt að finna mörg svipuð dæmi.
Kveðja, Dódó

þriðjudagur, 8. september 2009

Nokkrir ódýrir í hádeginu

Mér finnst alveg í lagi að vekja athygli á þessu bloggi Jónasar Kristjánssonar á www.jonas.is:

Nokkrir ódýrir í hádeginu
Sex ágætir staðir í miðborginni bjóða hádegisverð á 1300 krónur. Þeir eru Feiti tómaturinn, Grænn kostur, Shalimar, Balthazar, Krua Thai og Krúska. Eru þó ekki skyndibitasstaðir. Enn betri eru fjórir staðir ódýrari. Fyrstu verðlaun fá Volare og Balkanika í nágrenni Kjörgarðs. Hádegismatur á 1000 krónur. Volare hefur fisk dagsins. Balkanika hefur kjötbollur eða gúllast. Næst koma Kínahúsið í Lækjargötu með hádegismatinn á 1100 krónur, oftast djúpsteiktar rækjur. Og Santa Maria á Laugavegi á 1200 krónur, allir réttir. Á þessu verði geta margir leyft sér um að fara út að borða í hádeginu.


Við þennan lista má t.d. bæta hlaðborðinu á World Class í Laugum sem nú kostar 1.090 kr. frá kl. 12 - 14:30, mán-lau.

kv, Gunni

Óeðlilegt verð á Kristal

Ég versla stundum í Bónus og nánast undantekningalaust kaupi ég 2l Kristal. Fyrir rúmum tveimur vikum keypti ég flöskuna á 149 kr. í Bónus í Kringlunni, viku seinna keypti ég flöskuna á 169 kr. í Bónus vestur í bæ og nú síðast á föstudaginn fór ég í Bónus við Hallveigarstíg og borgaði 198 kr. fyrir stykkið! Finnst einhverjum þetta eðlileg hækkun?!
Kv, Kolbrún Hlín

Tilboðsrugl í Krónunni


Ég ákvað að athuga verð í Krónunni áður en ég gerði mér ferð þangað núna rétt áðan.
Ég skoðaði „tilboðlistann“ og „vinsælt“ á síðu verslunarinnar uþb 5 mín áður en ég fór og um leið og ég kom aftur heim.
Hér fylgir með mynd af tilboðslistanum eins og hann leit út 5 mín eftir heimkomu (því miður á ég ekki myndir af honum fyrir brottför og kemur hér skýrt fram að special K morgunkorn er á „tilboðslistanum“ á litlar 589 kr. Þegar í verslunina var komið var sagan önnur. Fyrir það fyrsta var ekkert special K verðmerkt í morgunkornsrekkanum heldur var rekki af því á öðrum stað í búðinni ásamt annarri tegund af kornflögum.
Verðið á hinum kornflögunum var á spjaldi fyrir ofan og á sama spjaldi var uppgefið verð á special K yfir 700kr og stóð á spjaldinu Tilboð! Tilboð! Og því greinilegt að verðið hefur verið hækkað á vörunni til þess að auðvelda versluninni að koma þeirri ódýrari út.
Er manni ekki hætt út í búð án þess að hafa með sér myndavél til þess að sanna skort á verðmerkingum, stórfurðuleg tilboð og villandi verðmerkingar?
Nafnlaus kvartandi

sunnudagur, 6. september 2009

Óánægja með skammtana á Hótel Keflavík

Fórum á Ljósanótt 3 saman fengum okkur að borða á Hótel Keflavík, lambafillet á um 4000 krónur. Það var ca 3 munnbitar, hálf kartafla, ca ein matskeið af grænmeti og 2 sósudropar. Báðum um auka sósu, hún kom eftir að við vorum búnar að borða þetta sýnishorn sem var á diskunum. Borguðum um 11 þúsund krónur og keyptum okkur pizzu á leiðinni heim því við vorum allar svangar. Skil ekki hvernig er hægt að bjóða manni uppá svona lagað.
Magga & Gunna

laugardagur, 5. september 2009

Mismunandi verð á lifrakæfu


Ég fór í Bónus í gær og keypti meðal annars danska lifrarkæfu frá Kjarnafæði. Keypti 2 stk, það sló mig mest var kílóverðið sem er mismunandi.
Á annari sem er pökkuð 18.08.2009 er kílóverðið 776.- íslenskar krónur.
Á hinni sem er pökkuð 02.09.2009 er kílóverðið 1.035.- íslenskar krónur.
Sem er ca. 33% hækkun á 15 dögum eða minna.
Hitt sem er útí hött er að það er prentað á upprunalega miðann Afsláttur 10% við kassa, hvaða plott er það?
sjá meðfylgjandi mynd.
Svo vil ég minna fólk á að þegar verslanir auglýsa virðisaukaskattinn af þá er það ekki 24,5% afsláttur eins og verslanirnar vilja að fólk haldi, heldur er það 19.68% afsláttur.
Kveðja
Margrét Berg

fimmtudagur, 3. september 2009

Villandi rúmstykkjatilboð í Bakarameistaranum

Mig langaði til að láta vita af atviki sem henti mig núna í morgun. Ég átti leið á Smáratorgið og ákvað í leiðinni að kíkja við í Bakarameistaranum til að kaupa mér eitthvað góðgæti með morgunkaffinu. Mér hefur fundist þetta bakarí vera með þeim dýrari í bænum en undanfarið hafa verið ágætis tilboð auglýst á stóru spjaldi og því hefur maður reynt að miða út hagstæð kaup út frá þeim. Á því tilboðsspjaldi sem nú hangir uppi stendur að rúnstykki séu á 80 kr. Ég hugsaði mér gott til glóðarinnar og ákvað að kaupa nokkur stykki, valdi þau og svo var komið að því að borga. Þá fannst mér verðið ekki geta stemmt og sá þá að afgreiðslustúlkan rukkaði 135 kr fyrir stykkið! Ég spurði hverju sætti en þá tjáði hún mér að það væru aðeins ákveðnar tegundir sem væru á 80 kr. og ég ætti að geta séð það út frá myndinni á tilboðsspjaldinu hvaða rúnstykki það væru (mynd af nokkrum rúnstykkjum í brauðkörfu). Það var sem sagt þannig að grófustu rúnstykkin voru ekki á tilboði heldur aðeins þau fínu og ég hafði akkúrat náð að velja bara þau sem voru ekki á tilboði.
Það sem ég vildi sagt hafa er það að mér finnst þetta tilboð vera mjög villandi, því út frá spjaldinu hefði maður mátt skilja að öll rúnstykki væru á 80 kr. Afgreiðslufólkið á svæðinu varð samt mjög hissa á því að mér fyndist þetta ekki vera alveg augljóst. Hér er reyndar ekki um að ræða stórar fjárhæðir en því miður finnst mér svona lagað vera mjög algengt núna á síðustu og verstu. Rétt skal vera rétt!
Þorgerður Tómasdóttir

Útrunnin vara í BÓNUS !

Vil bara vekja athygli fólks á vöru í BÓNUS sem er með útrunnum dagsetningum.
Erlendar mjólkurvörur eru með dagsetningu frá því apríl 2009.
Kalkúnn líka með dagsetningu frá því apríl 2009.
Sælgætið erlenda er á síðasta séns eða þá útrunnið.
Síðan má benda á alla frostna vöru í kæliborðum stórverslana .
Öll frosin vara ( kjöt eða fiskur ) sem inniheldur klaka eða laust íshél inn í umbúðunum, er gölluð vara !!!
Þessi vara hefur þiðnað eða heldur ekki réttu hitastigi , þess vegna er raki inni í umbúðunum sem myndar klaka eða íshél !
Það var verið að selja ónýtan kjúkling í BÓNUS , þegar umbúðir voru opnaðar gaus upp svakaleg fýla!
Kveðja, Jón R.

ATH: Þetta eru heldur stórkarlalegar yfirlýsingar hjá Jóni, en það er alltaf ágætt að athuga dagsetningar á vörum, sérstaklega innfluttum. Maður nennir kannski ekki að mæta aftur í búðina með útrunna vöru, svo það er best að vera búinn að athuga málið. Ég hef reyndar aldrei lent í þessu í Bónus, og því kannski bara heppnari en Jón.
Okursíðan

Bland í poka

Hér er smá ábending til BARNA og foreldra þeirra. Bland í poka kostar hjá flestum matvöruverslunum 1990 kr/kg. - 50% á nammidögum.( hef séð 2400 kr/kg )
Þessi vara er seld ópökkuð eins og allir vita. Ef þessi sama vara er pökkuð er verð á 1 kg mjög gjarnan 1000 - 1100 kr/kg alla daga og þá á flestum stöðum.
Hef séð verð sem eru 780 kr/kg á pökkuðu hlaupi íslensku. Bendum börnunum á þetta þegar farið er að kaupa nammi á nammidögum.
Kveðja, Júlli

miðvikudagur, 2. september 2009

Sultuhleypir

Mig vantaði sultuhleypi með hraði í síðustu viku, fór í Melabúðina og
keypti eitt bréf af Melatin (rautt) á 369!!! kr.
Keypti annað bréf í Bónus í gær, nákvæmlega sömu vöruna á 198 kr.
Munurinn milli þessarra tveggja búða er 171 kr.
kv. RH