Mér finnst alveg í lagi að vekja athygli á þessu bloggi Jónasar Kristjánssonar á www.jonas.is:
Nokkrir ódýrir í hádeginu
Sex ágætir staðir í miðborginni bjóða hádegisverð á 1300 krónur. Þeir eru Feiti tómaturinn, Grænn kostur, Shalimar, Balthazar, Krua Thai og Krúska. Eru þó ekki skyndibitasstaðir. Enn betri eru fjórir staðir ódýrari. Fyrstu verðlaun fá Volare og Balkanika í nágrenni Kjörgarðs. Hádegismatur á 1000 krónur. Volare hefur fisk dagsins. Balkanika hefur kjötbollur eða gúllast. Næst koma Kínahúsið í Lækjargötu með hádegismatinn á 1100 krónur, oftast djúpsteiktar rækjur. Og Santa Maria á Laugavegi á 1200 krónur, allir réttir. Á þessu verði geta margir leyft sér um að fara út að borða í hádeginu.
Við þennan lista má t.d. bæta hlaðborðinu á World Class í Laugum sem nú kostar 1.090 kr. frá kl. 12 - 14:30, mán-lau.
kv, Gunni
Gaman að svona. Það kemur því miður inn allt of lítið af ekki-okri þessa dagana.
SvaraEyðaallveg sammála,mætti vera meira af því!
SvaraEyðaJá um að gera að senda mér ekki-okur dæmi. Alltaf skemmtilegra að birta það en einhvr leiðindi!
SvaraEyðakv, Gunni
Frábærar upplýsingar um eitthvað ódýrt.
SvaraEyðaHóel Holt er líka vel geymt sælkeraleyndarmál með lygilegt verð í hádeginu fyrir lúxusmat þar sem ekkert er slegið af gæðum og þjónustu. 3.200 fyrir þríréttað, og þú velur af seðli.
2.900 fyrir 2 rétti og 2.500 fyrir 1. Gott tækifæri til að leyfa sér spari, held að það viti ekki margir af þessu. Nágranninn Úlfar selur aftur á móti ódýrasta hádegisfiskinn á 2.250. Það er hinsvegar okur sem flokka má undir túristagræðgi.
Á Santa María eru líka allir réttir enn undir 1200 kalli held ég.
SvaraEyðakv
Guðbjörn
Ég var stödd á Húsavík um síðustu helgi. Þar varð okkur rambað inn á Hótelið á Húsavík í morgunmat. Og það kom mér verulega á óvart hvað það var ódýrt og samt fjölbreyttur og góður morggunverður. Hann kostaði 1000 kr. Það var brauð, álegg, mjólkurmatur, morgunkorn, egg, ýmsir drykkir og ávextir o.fl. Semsagt venjulegur hótel matseðill.
SvaraEyðaÞað má ekki gleyma Saffran sem er með hollan og góðan mat á góðu veðri. Algjört jömmí að koma þangað.
SvaraEyðaSvo er líka Nonnabiti, sem er besti bitinn í bænum! Eðal bátur á rétt rúman 1000 kall. Skammturinn er svo stór að þetta dugir manni næstum sólarhring!
SvaraEyðaBátur á skyndibitastað sem kostar rúmar 1000 krónur!!!!!! Það er hreint okur.
SvaraEyðaÉg myndi velja nonnan fram yfir vibbann á Saffran á hverjum degi
SvaraEyðaVar ekki meiningin að benda hér á ódýran og góðan mat ?
SvaraEyðaÞeir sem vilja eitthvað sem þeir kalla "nonnan" ættu bara að hafa það fyrir sig.
og ekki gleyma hlaðborðinu á 990 á basil og lime
SvaraEyðahaha ef það er hollt þá er í lagi að borga 1300 kall fyrir hádegismatinn en ef það er óhollt(hvað er óhollt við nonnabát, brauð álegg grænmeti og kannski sósa?) þá er það svaka okur að rukka 1000 kall.. þeim sem finnst nonninn ekki góður ættu bara að hafa það fyrir sig.. feis
SvaraEyðaég held að þeir séu hættir með hlaðborðið á Basil og Lime
SvaraEyðavil bæta við þennan lista Just food á laugarásvegi. í hádegi virka daga er allur matur á 1000 kr og grænmetisrettir frá 850 til 950 kr. færð það ekki ódýrara
SvaraEyðaÞá er gaman að benda á IKEA hvar hægt er að fá t.d. 10 kjötbollur fyrir innan við 700 kr.
SvaraEyða