þriðjudagur, 8. september 2009

Frábært tilboð á þessum síðustu og verstu :O)

Langar að koma hér á framfæri frábæru tilboði sem ég rakst á hjá Te & Kaffi kaffihúsunum. En ég er námsmaður og munar um allt á þessum síðustu og verstu tímum.
En ég er mikil kaffi manneskja og fæ mér svona ( spari ) öðru hvoru góðan kaffibolla hjá þeim. Nú í dag þegar ég datt inn á kaffihúsið hjá þeim er gott tilboð sem vert er að benda á fyrir alla sanna kaffiunnendur.
En Te & Kaffi á 25.ára afmæli og er 25% afsláttur af öllum kaffi og tedrykkjum þeirra á kaffihúsunum allan september, og er þetta frábært framtak hjá þessu íslenska fjölskyldufyrirtæki
Virðingarfyllst,
Harpa Hall

Engin ummæli:

Skrifa ummæli