sunnudagur, 13. september 2009

Bananar í Bónus

Það hefur angrað mig í þónokkurn tíma að kaupa mér banana í Bónus. Þannig er mál með vexti að Bónus hóf sölu á tveimur mismunandi tegundum af banönum. Chiquita og Consul. Kílóverðið á þessum tveimur tegundum er þó ekki það sama. Chiquita bananarnir eru á 285 kr/kg en Consul á 229 kr/kg. Það sem ég hef þó yfir að kvarta er að þessar tvær tegundir eru ávallt á sama stað í búðinni yfirleytt ómerktir (ekki með neinum límmiðum sem segja til um hvor tegundin þetta er). Ég passa mig að taka consul einfaldlega því þeir eru ódýrari og alveg eins. En ég hef lent í því oft og í mismunandi Bónusverslunum að ég sé rukkuð um Chiquita þó svo að það sé límmiði sem segir til um annað, núna seinast bara í dag. Ég trúi ekki að þetta sé leyft, þetta hlýtur að vera einhverskonar neytendabrot. Þó svo að séum að tala um einhverja tíkalla þá fer ég í Bónus einmitt til að spara þessa tíkalla sem þarna liggja á milli og ég er alls ekki sátt við þetta. Mér líður eins og það sé verið að svindla á mér.
Ætla mætti að ef t.d. bananar eru á sama stað, líta eins út en eru á mismunandi verði ætti að merkja hvert stykki fyrir sig? Hvernig á fólk annars að vita hvað það er að versla?
-kv.
Valdís

25 ummæli:

  1. Hvað sögðu þeir við þig þegar þú bentir þeim á þetta þegar þú fórst yfir strimilinn á kassanum? N.b. ég geri ráð fyrir að þú hafir gert athugasemd því annað er bara rugl.

    SvaraEyða
  2. Þetta er sama vandamálið í Krónunni, þeir eru með DeMonte banana og svo Ucle sem eru nærri 100 kr. ódýrari, en á kassanum er bara eitt verð þ.e. DeMonte og þegar ég gerði athugasemd þá sagði mér stúlkan á kassanum að það væri bara eitt verð í kassanum. Svo eftir það hef ég tekið dýrari banana fyrst ég borga fyrir þá.

    SvaraEyða
  3. Og þú sættir þig við það svar ? Þar er óábyrgur neytandi á ferð.

    SvaraEyða
  4. Ragnheiður : Ég trúi þér ekki.

    Krónan er rosaleg þegar kemur að röngum verðmerkingum, en ég hef aldrei staðið starfsmenn þar að því að þræta fyrir þegar ég hef staðið verslunina að verki.

    Undantekningalaust hef ég fengið bót minna mála þegar verðmerkingar hafa ekki staðist í Krónunni og er þar um að ræða nokkur hundruð skipti.

    Krónan er ömurleg verslun þegar kemur að verðmerkingum og í 99% tilvika eru rangar verðmerkingar verslununni í hag. Hinsvegar má Krónan eiga það að hún endurgreiðir án athugasemda ef sýnt er fram á mismun á verði í verslun og á kassa.

    Það fólk sem nennir ekki að skoða miðann í Krónunni lætur vissulega stela af sér fé, en þeir sem það gera fá undantekningalaust bót sinna mála og það alltaf án athugasemda.

    Ef þú sættir þig við útskýringar kassadömu, þá ert þú að samþykkja verðið sem þú geiðir. Hefði ég fengið sama svar, þá hefði ég kallað til verslunarstjóra sem hefði endurgreitt mismuninn.

    SvaraEyða
  5. Síðasta vetur setti starfsmaður Bónus hingað inn ábendingu til neytenda þar sem fram kom að dýrari bananarnir væru í plastpokum. Ég hef vanið mig á að taka þá ekki og hef aldrei verið rukkuð vitlaust. Þannig virkar þetta a.m.k. í Bónus í Kringlunni.

    SvaraEyða
  6. Ég skil ekki að fólk versli yfir höfuð í Bónus, að að stela nokkrum krónum af Valdísi með einhverju banana trixi er líkleg pínulítið mál miða við það sem þeir feðgar hafa komið þessar þjóð í, og note bene það hófst allt með því að fá peningaveltu úr Bónus. nei ég læt ekki sjá mig í Bónus, það eru til aðrir valkostir. t.d. Nettó,Fjarðarkaup og Krónan er ekki verst þar er allavegana vöruval ekki rússneskt framboð af lélegum vörum eins og í Bónus.

    Benni

    SvaraEyða
    Svör
    1. Þótt þetta sé komment frá 2012 þá vil ég kommenta!!!


      HALELÚJA að það er til annað fólk með viti! Ég vil ekki stíga inní þessa ógeðisverslun heldur!

      Eyða
    2. Komment síðan 2009 ætlaði ég að skrifa!!

      Eyða
  7. í bónus á Akureyri eru ódýrari bananarnir, Consul, í pokum og hanga á sama stað og Chicita bananarnir. Það hefur aldrei verið rangt á strimlinu mínum, kaupi alltaf þessa ódýrari.

    Og svo ég svari kommentinu á undan þá er td ekki annað í boði hér heldur en Bónus og Nettó. Ég vel Bónus því það er ódýrara en Nettó þó það muni ekki miklu þá munar það fyrir veskið mitt:o)

    SvaraEyða
  8. Get heldur ekki tekið undir með Benna. Ef ég vildi versla á þessari verðlagningu myndi ég fara í Hagkaup eða Fjarðarkaup og fá þjónustu og úrval sem er nær því að vera í takt við verðlagninguna. Fyrir þennan standard tími ég ekki að borga hærra en Bónusverð, so sorry, Krónan er ekki þess virði, sama hverjir eigendurnir eru að batterýunum.

    SvaraEyða
  9. þessi mismunur væri umræðulaust endurgreiddur ef þú hefur verið með consul banana, mér finnst skrítið ef þér hefur ekki verið boðið upp á það.
    En skoðaðu bara bananana vel. Ég gæti alveg sagt ef ég sæi banana af hvori tegundinni hann er, en ég var reyndar að vinna á kassa í bónus og áttaði mig á muninum þá.

    SvaraEyða
  10. sættu þig við þetta

    SvaraEyða
  11. ég er ekki að fara að rífast

    SvaraEyða
  12. ekki vera svona vitlaus

    SvaraEyða
  13. hreggviður er að rúnka mér undir borði

    SvaraEyða