miðvikudagur, 16. september 2009

Vera vakandi við kassann

Fór í Hagkaup í kvöld eftir að húsmóðurgenin fengu smá kast og ég ákvað að skella í eplaköku. Setti Jonagold epli í körfuna hjá mér því ég sá að það var verulegur verðmunur á þeim og grænum eplum. Upp á síðkastið hef ég stundað að fylgjast með þegar vörurnar eru *plípaðar" í gegnum kassann til að passa upp á að rétt sé rétt..
og jújú... Skráði ekki drengurinn "epli 289 kr kg" í staðin fyrir Jonagold 198 kr kg! Ok, kannski ekki stór upphæð en rétt skal vera rétt. Mistökn voru leiðrétt strax og drengurinn baðst afsökunar.
Þórhildur Löve

6 ummæli:

  1. Sama gerðist hjá mér í Krónunni í dag.
    Þar kostuðu grænu eplin 288kr/kg og það var stúlka sem stimplaði rangt inn.

    Voru mistökin leiðrétt um hæl og fékk ég 48 krónur til baka.

    Það margborgar sig að hafa augun hjá sér.

    SvaraEyða
  2. Gerist líka oft á hinn veginn, Íslendingar (þ.m.t. unglingarnir á kössunum í búðunum) virðast ekki þekkja önnur tvílit afbrigði af eplum en jónagold, svo maður á það til að sleppa út með gala eða fuji á lygilega lágu verði ;)

    SvaraEyða
  3. Sérstakt það viðhorf sem lýst er í síðasta komment. Ritara finnst greinilega í góðu lagi að stela af versluninni þegar hann sér þessi mistök gerð en froðufellir síðan af reiði þegar mistökin snúa í hina áttina.

    Réttlæti þarf að ganga í báðar áttir. Ég bið um leiðréttingu þegar ég fæ of lítið til baka og leiðrétti sjálfur óumbeðinn þegar ég fæ of mikið. Annað er þjófnaður og með því verður gerandinn engu betri en búðin sjálf!

    SvaraEyða
  4. Ef maður er ekki viss hvort eplið sé jónagóld, gala eða fuji þá setur maður það inn sem jónagóld til að vera save af því þau eru ódýrari. Kúnninn kvartar ekki ef mismunurinn er honum í hag en froðufellir ef það er á hinn veginn.

    Unglingur á kassa

    SvaraEyða
  5. Það er ekkert mál að sjá muninn á þessum eplum. Verra er hinsvegar að sjá mun á ferskjum og nektarínum.

    Starfsmaður á kassa(ekki unglingur).

    SvaraEyða
  6. Ferskjur eru loðnar, nektarínur eru það ekki...

    Fyrrverandi starfsmaður á kassa

    SvaraEyða