Sýnir færslur með efnisorðinu Hagkaup. Sýna allar færslur
Sýnir færslur með efnisorðinu Hagkaup. Sýna allar færslur

mánudagur, 18. júní 2012

Auglýsingablekking Hagkaupsverslananna


Hagkaup auglýsir  "Tax Free" daga   þar sem virðisaukaskattur er felldur niður af ÖLLUM  fatnaði.  Svo að ég skunda  með fjölskylduna að versla skó fyrir sumarið.  Fundum öll þessa fínu skó og meira segja eitt strigaskópar á  tilboði, kr. 3.990.- í staðkr. 5.990.-
Glöð og ánægð með skóval okkar höldum við að afgreiðslukassa, en þar bíða okkar tvöföld vonbrigði.  Tilboðið átti ekki vð alla strigaskóna í þessari hillu (sem að voru allir á sama verðinu), nei bara eitt vörunúmer, en þessi ákveðna vörutegund tók sem svaraði um einum fimmta af hilluplássinu.  
Nú jæja,  það verður þá að hafa það,  virðisaukaskatturinn reiknast þó af.   En NEI,  í huga stjórnenda Hagkaups verslana  telst skófatnaður EKKI FATNAÐUR  !!! Er þetta í lagi ? Maður spyr sig. Ég er mjög ósátt með að hafa verið blekkt með þessum villandi auglýsingum.  Ég gat ekki hugsað mér að hætta við þessi skókaup, þar sem börnin mín voru svo alsæl og glöð með flottu skóna sína, og lét því þetta yfir mig ganga heldur en að takast á við vonbrigði og grát barnanna minna vegna ástæðu þess að ég vildi hætta við kaupin.  Hagkaup á að sjá sóma sinn í að taka fram í auglýsingum sínum, ef að eitthvað er undanskilið frá almennu hugtaki, samanber skófatnaður sé ekki hluti af fatnaði.  Þetta er álíka fáránlegt eins og að auglýsa afslátt af matvöru, en undanskilja frosinn mat.  Ég get allavega ekki fundið rökstuðning fyrir því að skór séu ekki hluti af fatnaði fólks.  Í mínum huga, og þeirra sem ég þekki, falla skókaup undir það að fata sig upp.  Ég verð nú að segja að ég sé ekki marga ganga um skólausa á götum úti. Það er nú frekar að maður sjái fólk spóka sig léttklætt að ofan en að það gangi um berfætt í bænum.
Eins þegar tilboð er auglýst á ákveðnum stað, (eins og tilboðsmiðinn á hillurekkanum) en á ekki við allar vörur á þeim stað, á að afmarka það með sér standi (eða körfu) svo að það leiki ekki vafi á því hvað er verið að selja á þessu sér tilboði.   Í mínum huga er þetta klárlega  auglýsingablekking.

Anna Rudolfsdóttir

sunnudagur, 6. maí 2012

Glerkrukkur?!

Kaupir einhver tómar glerkrukkur sem eru 20 krónur dýrari en krukkur með einhverju í? Þessi mynd er fengin af Facebooksíðu Halldórs Högurðar.

miðvikudagur, 12. október 2011

Hagkaup bakar Elko

Hagkaup er að baka þessa verðvend hjá Elko hvað varðar gamla ps3 leiki og bluray myndir. Til dæmis PS3: Motorstorm Apocalypse 4.999 í Elko og 4.299 í Hagkaup. Síðan eru dæmi um það að myndir sem kosta bara 1.500 í Hagkaup kosti 3.200 í Elko.
Kv; Vilhjálmur

föstudagur, 11. febrúar 2011

Upplýsingar á afgreiðslukassaskjá

Væri ekki uppálagt að kanna hvernig staðið er að því að afgreiðslukassaskjár snúi að viðskiptavininum við kassann? Þ.e. að þeir sýni það verð sem sett er inn og svo samtöluna. Við sem erum heyrnarlaus og/eða heyrnarskert vorum að ræða þetta og þessu atriði er ábótavant í sumum verslunum. Mér finnst t.d. óþolandi þegar afgreiðslufólkið þylur upp upphæðina og maður segir HA? Snýr sér að skjánum og þar er samtalan ekki, heldur síðasta varan sem var slegin inn, þegar beðið er um upphæðina á skjáinn, kemur stundum fát á starffólkið, það fer að leita á lyklaborðinu að takkanum sem slá á svo samtalans sjáist á skjánum sem snýr að kúnnanum. Stundum finnst takkinn stundum ekki og stundum er sagt að takkinn sé bilaður o.s.frv. Þessu er mest ábótavant í Hagkaupum, á bensínstöðum, sjoppum; sem sagt í mörgum búðum. Í dag var enginn skjár til staðar í snyrtivörudeildinni í Hagkaup í Garðabæ, samt var þar að mér sýndist nýr afgreiðslukassi. Hvað segja lög og reglur um svona atriði? Ég er búin að senda fyrirspurn á Neytendastofu; postur@neytendastofa.is hef ekkert svar fengið en vona að þar finnst minnst einhver sem getur svarað þessu atriði. Þetta er upplýsingaraðgengismál og mér telst svo að fólk eigi rétt að sjá það verð sem slegið er inn og samtöluna líka. Eins mætti alveg skoða líka hjá gjaldkerum í banka með það í huga að viðskiptavinurinn á rétt á að sjá hvaða upplýsingar gjaldkerinn er að skoða um sig við afgreiðslu á sér og hvaða upplýsingar hann sér á skjánum þegar reikningsnúmer manns er slegið inn.
Kær kveðja,
Sigurlín Margrét

þriðjudagur, 28. desember 2010

Græðir Hagkaup á jólagjafaskilum?

Fór og skilaði dóti í Hagkaupum, þann 27. des. s.l. sem barnið mitt
fékk í jólagjöf, sem er nú ekki frásögu færandi nema fyrir þær sakir
að þegar varan er stimpluð inn í kassann kemur upp að ég eigi að fá
3.990 kr. í inneign. Það vildi svo skemmtilega til að verðmiðinn var
enn á dótakassanum (sem er nú iðulega ekki á gjöfum) en þar stóð 5.990
kr. Ég benti á þetta og þetta var leiðrétt eins og skot.
Fór að velta því fyrir mér hvort þetta hafi verið einstakt tilvik eða
hvort þetta sé auðveld leið til að græða?
Það hefur nú ekki alltaf verið talið kurteisi að spyrja hversu dýrar
gjafirnar eru sem maður fær, en það er kannski ekki óvitlaust?
bestu kveðjur og þakkir
:)
Blær

miðvikudagur, 30. júní 2010

Bestu paprikur í heimi!?

Ég var að koma úr Hagkaupum þar sem er verið að selja lífrænt ræktaðar paprikur frá Sunnu Garðyrkjustöð í pökkum af tveimur saman. Ég leit ekkert á verðið, enda varla geta paprikur kostað mikið, þó þær séu lífrænt ræktaðar og allt saman. Þetta hljóta að vera bestu paprikur fyrr og síðar (á eftir að prófa) því einn pakki kostar litlar 1229 kr! Síðan til að bæta gráu ofaná svart var mér meinað að skila vörunni, jafnvel þó ég hefði beðið um það strax, vegna reglna frá Heilbrigðiseftirlitinu. Ég vigtaði þessar paprikur sem reyndust vera um 300 g sem þýðir að kílóverðið er 4096 kr! Þeir hljóta að gefa paprikunum nautakjöt til að réttlæta þetta verð!
Kveðja,
Ívar

þriðjudagur, 30. mars 2010

Vara sig á viktinni í Hagkaup

Fór í Hagkaup í Skeifunni um daginn og það var bæði grænmeti og sælgæti í matarkörfunni. Ég var að flýta mér og dreif mig í gegn með matinn og borgaði. Svo þegar heim var komið leit ég á kvittunina og fannst það óvenjulega dýrt það sem var viktað. Þá tók ég upp viktina og viktaði allt aftur og það var rúmlega 100gr léttari hver einasti hlutur sem ég keypti og var viktaður á viktinni hjá Hagkaup. Þetta telst heldur betur saman og snuðaði Hagkaup mig um 900 krónur!!
Ég hvet fólk til að staðfesta að vörur séu rétt viktaðar og ég skora líka á neytendasamtökin að fara í búðir með rétt stilltar viktir, standa við útgang matvörubúða og leyfa fólki að prufa að vikta sjálft það sem það var að kaupa!
kv
Óska eftir nafnleynd

mánudagur, 22. mars 2010

Glæpsamlegt okur á trjágrein í Hagkaup!

Ég hélt ég yrði ekki eldri þegar ég var stödd við kassann í Hagkaupum áðan og sá að trjágrein sem ég hafði ætlað að kaupa kostar heilar 1299 krónur. Við erum að tala um smá trjágrein til að hafa í vasa yfir páskana með smá skrauti. Tek það fram að þetta var bara greinin sjálf án alls skrauts sem kostaði 1299 krónur. Að sjálfsögðu snarhætti ég við kaupin. Glæpsamlegt okur.
Mbk, Helga

föstudagur, 19. mars 2010

Bolur hækkar í Hagkaup

Ég fór í Hagkaup í Spönginni og keypti þar herrabol sem kostaði 1990 kr. Þetta var gjöf svo ég reif af verðmiðann en þá kom í ljós undir honum verð 1400 kr. Ég spurði afgreiðslustúlkuna hverju þetta sætti. Svarið var "bolurinn hlýtur að hafa hækkað". Ég hætti við kaupin.
Pirraður viðskiptavinur.

föstudagur, 4. desember 2009

Samanburður á vöruverði hér og í Bandaríkjunum

Ég var að frétta af Okursíðunni og er með mál sem ég vildi gjarna koma á framfæri. Í gær sendi konan mig til að kaupa farða í Hagkaup í Hotagörðum. Kauptu áfyllingu sagði hún og rétti mér dollu sem merkt var HR. Áfyllingu, sagði ég. Er dollan tekin og gumsinu sprautað í hana? Kauptu bara áfyllingu endurtók hún. Ég sá mitt óvænna og stakk dollunni í vasann. Þegar í Hagkaup var komið tók brosandi starfsmaður á móti erindi mínu, leit á botn dollunnar og fór svo að leita að því sem ég átti að fá. Því miður sagði hún eftir að hafa rótað í skúffu, engin áfylling til. Skítt með það sagði ég, dollan án innihalds getur varla kostað mikið. Hvað kostar hún annars? Rúmlega tvö þúsund sagði starfsmaðurinn. Ha, sagði ég, kostar dollan rúmlega tvö þúsund. Hvað kostar hún þá með innihaldinu. Sjö þúsund og átta hundruð. Ég leit á dolluna og reyndi að gera mér grein fyrir hvað innihaldið væri þungt. Varla nema örfá grömm. Mér ofbauð og ég ákvað að reyna að kynna mér hvað svona vara kostar út úr búð í Bandríkjunum. Ég gef mér það að þar sé þessi vara framleidd. Veit einhver hvort einhver leið er til að gera samanburð á vöruverði hér og í Bandaríkunum?
Oddur

miðvikudagur, 2. desember 2009

Kolvitlaust verð í Hagkaupum

Var í Hagkaup í gær, 2. des
Þar var MasterMind spil verðmerkt á 2.999
Á kassanum kostaði það 5.799
Ég fékk þetta leiðrétt, þ.e. endurgreitt kr. 2.800
Það tók reyndar allt sinn tíma
Kveðja,
Guðrún Lár

þriðjudagur, 10. nóvember 2009

Okurbúllan Hagkaup

Vildi vekja athygli á okurbúllunni Hagkaupum. Þeir eru núna að selja vorlauk (innfluttan frá BNA) á tæpar 2000 krónur kílóið. Svo þykir það fréttnæmt að kílóverð á á fiski á fiskmörkuðum sé í hæstu hæðum og meðalverð í október hafi verið tæpar 278 krónur! Ég sé ekki betur en hérna sé komin lausn á efnahagsvanda þjóðarinnar: Garðyrkjubændur ættu að stökkva á þetta og byrja að rækta vorlauk til útflutnings - við værum ekki lengi að greiða upp skuldir þjóðarinnar miðað við þetta verð sem Hagkaup býður. Annars er smásöluverð á 120 g búnti af vorlauk í Bretlandi á 1300 krónur en þó virðist þessi verðlagning Hagkaupa algerlega út úr kortinu. Læt hér fylgja með tengil inn á breska heimasíðu (http://www.mysupermarket.co.uk/Shopping/FindProducts.aspx?Query=spring+onions) - það fer að verða spurning hvort ekki borgi sig að panta sitt grænmeti beint frá Bretlandi til að sleppa við okrið hér heima. Ég er líka viss um að gæði þess grænmetis eru miklu betri en þess svínafóðurs sem íslenskum innflytjendum þóknast að bjóða aumum Íslendingum. En þjóðin vandist snemma á maðkað mjöl og þótti barasta gott og því kannski engin ástæða til að gera miklar breytingar þar á.
En þar fyrir utan má vara sig stórlega á Hagkaupum: Ég keypti þar í sumar 150 g af furuhnetum, innfluttum frá Hollandi í loftþéttum umbúðum. Ég þurfti að nota 100 g í rétt sem ég ætlaði að hafa en þegar ég vigtaði úr pakkanum voru ekki nema 98 g í honum. Ég hringdi í Hagkaup og fékk uppgefið póstfang hjá innkaupastjóra og lét hann vita - hann hafði aldrei fyrir því að svara mér. Nokkrum vikum seinna tók ég eftir að búið var að breyta merkingum á umbúðunum og nú stóð að þær innihéldu 100 g. Ég brá nokkrum pökkum á vogina í greinmetisdeildinni í Hagkaupum og viti menn, þar voru nokkrir pakkar sem vigtuðu innan við 100 g (með umbúðum!). Ég vil skora á fólk að láta ekki Hagkaup komast upp með svona helvítins glæpamennsku og vigta þessar innfluttu vörur á voginni í grænmetisborðinu og staðfesta þannig magnið áður en það greiðir á kassanum.
Jón

föstudagur, 2. október 2009

Dýrt Sýrop í Hagkaup!

Fór í hagkaup og keypti mér mable sýróp,þær voru í tveimur hillum og miðinn
hafði eitthvað skolast til og ég las verðið kr 539- fyrir 250 ml flösku,ekki
slæmt,svo fer ég og borga,eða ætlaði að borga,þá segir afgreiðslustúlkan 1439
kr,takk fyrir! Það gerir lítraverðið á þessu eðalsýrópi 5756 kr,hvað er í gangi!Þetta er rán!

föstudagur, 25. september 2009

Gallabuxur á amerískum dögum

Ég vil vara fólk við tilboðsauglýsingum hjá Hagkaupum, ég fór á Ameríska daga til að skoða verð á gallabuxum, jú það var ýmist 20% afsláttur eða 2000 kr, fór eftir merkjum, á þessum flíkum var bara verðmiði sem sýndi upphaflegt verð, ekkert strikamerki, nú þega ég kom að kassanum þá átti ég að greiða fullt verð, ég sagði starfsmanninum að það væri 20% afsláttur á buxunum, þá sagðist hann þurfa að hringja í yfirmann sinn, sem og gerði, eftir smá stund kom stúlka , sló einhvern kóða inn í kassann og fór svo, þá gat starfsm, sett rétt verð inn, mér finnst þetta mjög skrítið ef auglýstur er afsláttur að það þurfi að kalla til yfirmann til þess að heimila hann.
Kv. Steini

laugardagur, 19. september 2009

Stígvél hækka í verði í Hagkaupum

Vantaði kuldastígvél fyrir börnin og lagði því leið mína í Hagkaup til að kaupa Viking kuldastígvél sem ég hef góða reynslu af. Keypti bara fyrir annað barnið þar sem ég var ekki alveg viss um stærð og vildi því taka barnið með að máta. Þegar ég kem aftur nú í vikunni brá mér heldur betur í brún því að stígvélin sem áður höfðu kostað 5.990 kostuðu nú 7.990 og höfðu þau því hækkað um ríflega 30% með nýrri sendingu. Væri áhugavert að fá skýringu á þessari miklu verðhækkun.
Sólskinskveðjur frá margra barna móður :)

miðvikudagur, 16. september 2009

Vera vakandi við kassann

Fór í Hagkaup í kvöld eftir að húsmóðurgenin fengu smá kast og ég ákvað að skella í eplaköku. Setti Jonagold epli í körfuna hjá mér því ég sá að það var verulegur verðmunur á þeim og grænum eplum. Upp á síðkastið hef ég stundað að fylgjast með þegar vörurnar eru *plípaðar" í gegnum kassann til að passa upp á að rétt sé rétt..
og jújú... Skráði ekki drengurinn "epli 289 kr kg" í staðin fyrir Jonagold 198 kr kg! Ok, kannski ekki stór upphæð en rétt skal vera rétt. Mistökn voru leiðrétt strax og drengurinn baðst afsökunar.
Þórhildur Löve

laugardagur, 15. ágúst 2009

Vax strimlar - rosa verðmunur

Ég er með upplýsingar sem ég tel mikilvægt fyrir konur (og auðvitað marga
karlmenn einnig) að vita.
Undanfarin ár hef ég farið reglulega á stofu til að láta taka hár af fótum með
vaxi. Þessi þjónusta er góð en kostar nú sitt og því hef ég vanið mig á að gera
þetta sjálf og kaupi ég ávallt Veet vax strimpla, 20 strimla í kassa.
Fór í Hagkaup og kostaði einn kassi af Veet vaxstrimlum (grænum) með Aloe Vera
og Lotus 2659 kr !!! Þvílíkt okur, þar sem hægt er að fara á stofu og fá þetta
gert af fagmanni fyrir lítið hærra verð. Þegar maður hefur ekki mikinn pening
milli handanna þá er það einmitt svona hlutir sem maður hættir að eyða pening
í. Ákvað ég því að sleppa því að kaupa vaxstrimlana. Fór svo í Bónus stuttu
síðar og fann sömu strimla á einungis 990 kr !!!! Þvílíkur verðmunur!!!! og
þvílíkur munur að geta hafist handa við þá "ánægjulegu" athöfn að vaxa hárin af
löppunum enn á ný ;)
Kveðja
Elva Björk, nývöxuð og glansandi :)

föstudagur, 7. ágúst 2009

Hvenær er ný peysa ný?

Ég fór í Hagkaup um daginn með vinkonu og fór að skoða mig um á útsölunni hjá þeim og skoða nýju vörurnar og rek ég þar augun í peysu sem var á rekka merkt ný vara og kostaði 7999. Þetta er nú kannski ekki í frásögur færandi nema það að ég kaupi mér alveg nákvæmlega sömu peysuna í mai á rúmar 4000 krónur, að vísu með afslætti var bæði virðisaukahelgi hjá þeim og einhver annar afsláttur sem mig minnir að hafi verið 30% þannig að ég fæ þessa peysu í vor á tæpum 50% afslætti en núna er henni stillt upp sem nýrri vöru. Þetta finnst mér vera frekar lélegt og vill benda fólki á að hafa augun opin fyrir svona viðskiptaháttum.
Erna Sigrún