Ég er með upplýsingar sem ég tel mikilvægt fyrir konur (og auðvitað marga
karlmenn einnig) að vita.
Undanfarin ár hef ég farið reglulega á stofu til að láta taka hár af fótum með
vaxi. Þessi þjónusta er góð en kostar nú sitt og því hef ég vanið mig á að gera
þetta sjálf og kaupi ég ávallt Veet vax strimpla, 20 strimla í kassa.
Fór í Hagkaup og kostaði einn kassi af Veet vaxstrimlum (grænum) með Aloe Vera
og Lotus 2659 kr !!! Þvílíkt okur, þar sem hægt er að fara á stofu og fá þetta
gert af fagmanni fyrir lítið hærra verð. Þegar maður hefur ekki mikinn pening
milli handanna þá er það einmitt svona hlutir sem maður hættir að eyða pening
í. Ákvað ég því að sleppa því að kaupa vaxstrimlana. Fór svo í Bónus stuttu
síðar og fann sömu strimla á einungis 990 kr !!!! Þvílíkur verðmunur!!!! og
þvílíkur munur að geta hafist handa við þá "ánægjulegu" athöfn að vaxa hárin af
löppunum enn á ný ;)
Kveðja
Elva Björk, nývöxuð og glansandi :)
ég kýs að vera loðin á fótunum. Það er bæði hlýrra og svo er það svo náttúrulegt. En náttúrulegt er einmitt í tísku. Aukinheldur er það ókeypis!
SvaraEyðaYlfa
Þú áttar þig vonandi á því að þú varst samt sem áður að versla við Okrarann!
SvaraEyða