Sama uppþvottavélin í sömu keðjunni (Bosh uppþvottavél SGU54E08SK):
Ísland :
http://www.elko.is/elko/product_detail/?ec_item_16_searchparam4=guid=6e9c4caf-b2c2-4049-a8a2-388e3fe4cd5c&product_category_id=1725&ew_10_p_id=40765&ec_item_14_searchparam5=serial=SGU54E08SK&ec_item_12_searchparam1=categoryid=1725&serial=SGU54E08SK&ew_13_p_id=40765&
Svíþjóð :
http://www.elgiganten.se/product/vitvaror/diskmaskiner/SGU54E08SK/bosch-diskmaskin-toppklassad?Selected=Accessories#tProductTabcontent
Verð á Íslandi er ISK 134.995
Verð í Svíþjóð er SEK 3.990 sem er ISK 72.350
Sama keðja en verðmunurinn er 86%
Fjandi mikið í flutningskostnað... Gæti verið að smásalan á Íslandi sé
(aldrei þessu vant) að taka neytendur sína í óæðri endann?
Bestu kveðjur
Neytandi
Í alvöru? Á að fara í gegnum þetta einu sinni enn?
SvaraEyðaÞað er alltof oft búið að fara í gegnum af hverju hlutir eru dýrari á íslandi en á norðurlöndum og restinni af Evrópu.
Fólk virðist ekki ná þessu!
Kv. Ein sem er búin að fá nóg af röflinu í svona fólki, vinnur ekki hjá Elko en þekkir markaðinn.
Epli og appelsínur félagi.
SvaraEyðaVerðið sem þú færð hjá Elgiganten er internetprís og þar af leiðandi sérverð sem þú færð eingöngu með því að versla vöruna á netinu. S.s. tilboðsverð.
Verðið í Elko er bara standard verð, ekkert tilboð. Gæti alveg trúað því að þessi vél væri oft á tíðum auglýst sem tilboðsvara á ca. 100 þúsund (sem að mínu mati væri rétt verð) en ég veit það svosum ekki, enda hef ég ekkert fylgst með auglýsingunum þeirra.
Flutningskostnaðurinn í þessu dæmi er mjög stór. Annað sem útskýrir þennan verðmun:
1. Elgiganten kaupir inn í MUN meira magni. Við erum að tala hundruði eða jafnvel þúsundi eintaka á meðan Elko kaupir kannski 10-20? Fá betra verð + selja mun fleiri eintök = geta boðið mun lægri verð og þar af leiðandi með minni framlegð heldur en Elko
2. Elgiganten í Svíþjóð greiðir mjög lágan flutningskostnað enda er vörulager þessarar keðju staðsettur í Svíþjóð.
Vissulega er þetta mikill verðmunur. En að tala um 86% verðmun er náttúrulega í besta falli barnalegt og í versta falli heimskulegt.
Vörur á Íslandi munu nær undantekningarlaust ALLTAF vera dýrari heldur en annarsstaðar og aðallega útaf fámenni landsins (færri seld eintök) og síðan legu landsins (fáránlegur flutningskostnaður).
Góð ábending sem bendir til þess að Elko sé með miklu meiri álagningu en Elgiganten. Ekki óalgegnt að sjá 70-80% mun á verðum, þ.e. þar sem Elko er með hærra verðið. Málaliðar frá Elko munu reyna að sannfæra okkur um annað...
SvaraEyðaa) Þetta er íslenskum sköttum um að kenna. Svar: skattarnir eru líka háir í Svíþjóð, verðið hjá Elgiganten er með sænska skatta.
b) Flutningskostnaður skýrir þetta. Svar: nei flutningskostnaðurinn er ekki það mikill. Svona pakkaflutningar eru nokkuð hagstæðir í gámum (góð nýting).
c) Þetta eru internet verð og tilboð. Svar: samkvæmt heimasiðu Elgiganten getur munað á verðum á heimasíðunni og í búðum en það er ekki mikill munur. Svo virðist sem internetverðið sé leiðbeinandi verð fyrir búðirnar.
d) Elko verður að leggja á meira en Elgiganten vegna óhagkvæmni stærðarinnar. Svar: Elko nýtur einmitt hagkvæmni stærðarinnar með miðlægum lager sem Elgiganten notar líka. Einstaka búðir í Svíþjóð (gef mér það að einstakar einingar þurfi að bera sig) eru ekkert endilega stærri (og með meiri sölu) en Elko í Lindum.
Við skulum alveg vera sanngjörn í þessu. Verðið verður alltaf eitthvað hærra á Íslandi. Flutningkostnaðurinn er hærri, má vera að skattar (t.d. vörugjöld) séu eitthvað hærri en í Svíþjóð og svo þarf íslensk verslun hugsanlega eitthvað hærri álagningu til að ná "eðlilegri" framlegð í smæð sinni. Út frá þessu er ég til í að sætta mig við talsverðan verðmun, jafnvel allt að 50% mun. En þegar munurinn er orðin miklu meiri en það eins og í þessu Þvottavéladæmi...þá sendir maður Okur-síðunni skeyti!
SvaraEyðaÞað er eitthvað verulega fallegt við að talsmaður Elko hér að ofan telji þetta barnalegt / heimskulegt. Ég á mörg orð yfir okur af þessu tagi, en reyni að forðast að kalla viðmælendur mína heimska ef þeir eru ekki sammála mér. Er það etv. opinber afstaða Elko að þeir sem telja að verðin þeirra séu of há séu heimskir?
SvaraEyðaVil bara benda á að ég er enginn talsmaður Elko og kom því ekki undir nafni sem slíkur. Enda held ég að talsmenn Elko gæti nú sennilega fært betri rök fyrir verðmuninum með tölum, gröfum líkunum o.þ.h.
SvaraEyðaÉg þekki bara nokkuð vel til verslunarreksturs á Íslandi og í nágrannalöndunum (Svíþjóð og Noregi) og veit vel muninn á viðskiptamódelum stórra verslana (eins og Elgiganten) vs. verslana á litlum svæðum (eins og á Íslandi). Ég veit því að einhverju leyti af hverju verðmunurinn er eins og hann er en get náttúrulega ekki að fullu útskýrt hann því ég veit ekki 100% um aðstæður Elko, ekkert frekar en höfundur okurfærslunar.
Flutningskostnaðurinn er mikill og stórar verslanir með stóra kúnnahópa leyfa sér mun lægri framlegð. Hvers vegna? Einfalt.
Þeir auglýsa vöru á skottprís. Jafnvel neikvæðri framlegð og fá fyrir vikið MASSA af viðskiptavinum í búðina útá auglýsinguna. Þessir viðskiptavinir kaupa vöruna (eða einhverja aðra með meiri framlegð) og kaupa í langflestum tilvikum annan varning í leiðinni. Overall er verslunin kominn með góða framlegð útúr auglýsingunni.
Á Íslandi er þetta talsvert öðruvísi. Máttur auglýsinga er mun minni og þú færð bara brotabrot af þeim viðskiptum sem verslanir í öðrum löndum t.d. Elgiganten fær til sín og þar af leiðandi selur verslunin mun minna og fær minni framlegð. S.s. verður að leggja meira á hverja vöru.
Það kemur líka fram á vefsíðu Elgiganten að um Internetpris sé að ræða og þ.a.l. færðu ekki verðið í búðinni. Eitthvað sérverð sem er í gildi í einhvern ákveðinn tíma.
Eins og ég sagði í upprunalegu færslunni þá finnst mér vissulega verðið á vélinni of hátt og ég myndi sennilega ekki verslana hana sjálfur á því verði. Eðlilegt verð á henni væri svona 100-110 þúsund miðað við verð í öðrum löndum.
En mér finnst bara barnalegt OG heimskulegt að vera glamra okur án þess að skoða dæmið til enda. Það er margt í stöðunni sem gæti útskýrt verðmuninn sem er ekki svo mikill þegar upp er staðinn og gæti talist eðlilegt (20-30 þúsund of hátt verð).
Hafa samband við innkaupastjóra/verslunarstjóra eða jafnvel framkvæmdastjóra Elko og benda á mismuninn. Sá hinn sami gæti útskýrt muninn og ef útí það er farið, leiðrétt vitleysuna.
Okursíðan er MJÖG góð og ég hef brúkað hana mikið. Hef sjálfur sent inn nokkur okur en mér finnst svona færslur skrítnar. Farið er inná tvær vefsíður og kallað okur útaf verðmuni án þess að taka neitt inní dæmið eða komist að því hvort um mistök væri að ræða. Eða eins og ég þessu tilviki, hvort um sérstakan Internetpris er að ræða í öðru tilvikinu.
Bara sorry en mér finnst stundum eins og fólk sé bara að kvarta til að fá að kvarta. Ef ég hefði verið að velta fyrir mér uppþvottavélum hefði ég reynt að fá svör frá Elko útá verðmuninn. Ef þeir gætu ekki útskýrt hann nægilega fyrir mér og ekki lækkað verði, myndi ég blasta því á okursíðuna. En svona dæmi eru bara bjánaleg og heimskuleg. Sorry :-/