sunnudagur, 9. ágúst 2009

Dýr gisting

Sæll, vil láta vita af dýrasta tjaldstæði sem ég hef gist á í sumar vorum að mínu mati rænd -:(
Kerlingfjöll er alveg ótrúlegur staður en dýrasta tjaldstæðið. Verðið eða hvaða aðstaða stendur til boða er hvergi sýnilegt og enginn kom að rukka. Við heiðarleg og eftir að gista eina nótt fórum inn á stað sem er merktur Restaurant (þar var lokað kl: 21.30 í afgreiðslunni um kvöldið sem við komum) og spurðum hvar við ættum að borga svarið var: Hér kostar 1400 kr. á mann og við hefðum mátt fara í sturtu. Þetta er algjörlega siðlaust verð. Tvö útisalerni, annað stíflað, nokkur klósett í kjallara á "Restaurant" og aðeins eitt opið kvennamegin. Svo er líka ljótt að sjá hvað allt er í mikilli niðurníðslu hjá þeim.
Bkv. KP

Engin ummæli:

Skrifa ummæli