Góðan dag,
Langaði bara að koma á framfæri verðmismun á svörtu prentarableki. Fór í gær í Office 1 í Skeifunni ætlaði að kaupa svart blek HP336. Þar kostaði það 3690 kr. Vissi ekkert hvort það væri dýrt eða ekki en ákvað að kanna á fleiri stöðum, og kom svo auga á Griffil þar sem ég var á leið úr Skeifunni (er lítið á ferðinni í svona innkaupum svo þetta er ekki alveg í haustnum á manni hverjir selja svona hluti) OG VITI MENN ÞEIR SELJA SVONA BLEK Á 2990 kr. Ég vildi bara koma þessu á framfæri því það munar um minna. Og svo eru kannski fleiri en ég sem vita ekki hvað er sanngjarnt verð fyrir svona hluti.
Kveðja, Guðlaug
Takk Guðlaug, fyrir að láta okkur vita.
SvaraEyðaFinnst verðið í Griffli hljóma mjög sanngjarnt þar sem blek er fáránlega dýrt.
SvaraEyðaVorum félagarnir að reikna út lítra verðið væri um 200-400 þúsund.
ég kaupi alltaf blek í tölvulistanum í HFJ og þeir eru við hliðiná office one og ég nota sama blek hp 336 og það kostar bara 2790kr minnir mig fyrir viku síðan og 3690kr í office one sem er við hliðná þetta er ekta okur
SvaraEyðaGriffill er í eigu Pennans. Fór sem sagt á hausinn með honum. er nú rekið á kostnað ríkisins fyrir skattpeningana ykkar. Office One er enn að berjast við að hanga. Þetta frábæra verð er niðurgreitt með ykkar skattfé.
SvaraEyðaÉg keypti 336 svart hjá Opnum kerfum 9.júlí á 3.715kr m/vsk.
SvaraEyðaÞað sama kostar 4.346 kr hjá prentvorur.is sem vill meina að markaðsverðið á þessari vöru sé 5.272 kr !!! og miðað við hvað allir eru búnir að vera segja hér að ofan þá er markaðsverðið ekki svona hátt svo þeir eru FEITT að blekkja