Þótt ég prenti ekki mikið með tölvuprentaranum mínum finnst mér hann alltaf vera að senda mér þau skilaboð að það þurfi að skipta um blekhylki. Þetta er auðvitað hið versta mál því með falli krónunnar hafa þessi prentarablekhylki orðið rándýr.
Prentarinn minn heitir Canon Pixma IP4000. Það eru fimm blekhylki í honum, tvö svört, blátt, rautt og gult. Kaupi ég öll þessi hylki af upprunalegu framleiðslutegundinni Canon þarf ég að punga út í kringum 10.000 krónum. Það er smávægis munur á verðinu á milli búða, þegar ég hef gáð hafa Tölvutek, Elko og Grifill verið með bestu verðin.
Annar möguleiki er að kaupa „samhæft“-blekhylki, þ.e.a.s. ekki orginal Canon hylki heldur ódýrari hylki frá öðrum framleiðendum. Hér eru nokkrir möguleikar í stöðunni. Prentvörur heitir póstverslun sem einnig er með verslun að Skútuvogi 1. Þar get ég keypt samhæfð hylki í prentarann minn fyrir helmingi minna, eða á um 5.000 krónur fyrir hylkin fimm. Enn ódýrari möguleika fann ég hjá Myndbandavinnslunni, Hátúni 6b. Þar eru seld samhæfð blekhylki frá hinu aldna þýska fyrirtæki Agfa fyrir ýmsar gerðir prentara. Verðin eru glettilega góð. Ég get fengið öll fimm hylkin sem ég þarf í einum pakka á 3.190 kr.
En eru samhæfð hylki eins góð og orginal? Kemur ekki sparnaðurinn niður á gæðunum? Auðvitað eru til bæði góð og slæm samhæfð hylki. Ekki kaupa hylki þar sem nafn framleiðanda kemur hvergi fram. Ég keypti einu sinni eitthvað hræbillegt kínverskt blekhylki sem reyndist algjör martröð, það míglak og var næstum því búið að eyðileggja prentarann minn.
Það skiptir mestu í hvað þú notar prentarann þinn. Ef þú prentar mikið og aðallega myndir í lit þá er affarasælast að splæsa í orginal hylki. Ef þú prentar mest texta og skjöl eru samhæfð hylki góður kostur. Því eldri sem prentarinn er, því auðveldara er að finna samhæfð hylki. Ef þú ert með glænýja týpu af prentara er séns á að engin hylki séu í boði nema upprunaleg hylki frá framleiðanda.
Það er hundrað prósent öruggt að þú fáir það besta út úr prentaranum með blekhylki frá upprunalega framleiðandanum. Samhæfð hylki eru hinsvegar ódýrari – geta verið meira en 200% ódýrari – en þú getur verið að taka óþarfa sénsa. Ef þú vandar hinsvegar valið og notar góðan pappír til að prenta á, þá er allt eins líklegt að þú sjáir engan mun.
Dr. Gunni (birtist í Fréttatímanum 22.10.10)
Okursíða Dr. Gunna (á netinu síðan 21. sept 2007) - Endilega reyndu að hemja þig þegar þú kommentar. Fólk hefur misþykkan skráp.
Sýnir færslur með efnisorðinu prentarablek. Sýna allar færslur
Sýnir færslur með efnisorðinu prentarablek. Sýna allar færslur
sunnudagur, 24. október 2010
laugardagur, 15. maí 2010
Útrunnið blek í Þór hf.
Keypti 2 blekhylki í Epson 2100 prentara í Þór hf. Ármúla áðan.
Láðist að líta á dagsetninguna en þegar ég kom með það heim sá ég að
annað hylkið var löngu útrunnið, dagsett 08.2009. Hylkið var á fullu
verði, um 4.300 kr. f. 17 ml hylki! Ef þetta væri í fyrsta skipti sem
ég fengi útrunnið blek hjá þessari verslun væri þetta hugsanlega
afsakanlegt, en svo er ekki. Þeir hafa ítrekað reynt að selja mér (og
fleirum skv. smá Gúgli) útrunnið blek án þess einu sinni að vekja
athygli á því að það væri útrunnið eða bjóða afslátt. Í samtölum við
starfsmenn hefur komið fram að þetta eru ekki mistök heldur eru þeir
að selja útrunnið blek vitandi að það er útrunnið. Halda því blákalt
fram að það sé allt í lagi með blekið þó það sé útrunnið fyrir nærri
ári síðan.
Margir spara við sig prentun núna þar sem blekið er ofurdýrt og því
liggur sama hylki vafalaust hjá sumum í prentaranum í ár frá kaupum
og eins líklegt að það eyðileggi prentarann á þeim tíma þó það væri
mögulega í lagi þegar það var sett í. Sambærilegur prentari við minn
kostar um 200 þús. og útilokað fyrir mig að sýna fram á þeirra ábyrgð.
Kveðja,
Friðrik Friðriksson
Láðist að líta á dagsetninguna en þegar ég kom með það heim sá ég að
annað hylkið var löngu útrunnið, dagsett 08.2009. Hylkið var á fullu
verði, um 4.300 kr. f. 17 ml hylki! Ef þetta væri í fyrsta skipti sem
ég fengi útrunnið blek hjá þessari verslun væri þetta hugsanlega
afsakanlegt, en svo er ekki. Þeir hafa ítrekað reynt að selja mér (og
fleirum skv. smá Gúgli) útrunnið blek án þess einu sinni að vekja
athygli á því að það væri útrunnið eða bjóða afslátt. Í samtölum við
starfsmenn hefur komið fram að þetta eru ekki mistök heldur eru þeir
að selja útrunnið blek vitandi að það er útrunnið. Halda því blákalt
fram að það sé allt í lagi með blekið þó það sé útrunnið fyrir nærri
ári síðan.
Margir spara við sig prentun núna þar sem blekið er ofurdýrt og því
liggur sama hylki vafalaust hjá sumum í prentaranum í ár frá kaupum
og eins líklegt að það eyðileggi prentarann á þeim tíma þó það væri
mögulega í lagi þegar það var sett í. Sambærilegur prentari við minn
kostar um 200 þús. og útilokað fyrir mig að sýna fram á þeirra ábyrgð.
Kveðja,
Friðrik Friðriksson
sunnudagur, 7. mars 2010
Prentvörur opna verslun
Við erum flutt í Skútuvog 1 í Reykjavík og komin með nýtt símanúmer: 553 4000
Við opnuðum Prentvörur.is í ágúst 2009 með það að markmiði að bjóða upp á gæðavöru á lágu verði. Viðtökurnar hafa verið mjög góðar en snemma kom í ljós að yfir helmingur viðskiptavina okkar vildi sækja vörurnar í Akralindina sem var ekki mjög hentugt verslunarhúsnæði.
Til að bæta aðstöðuna höfum við flutt starfsemina að Skútuvogi 1 í Reykjavík og opnað þar litla verslun sem við vonum að eigi eftir að stækka á næstu mánuðum. Okkar markmið sem endranær er að bjóða gæðavöru á lágu verði og láta alla njóta þess hvort þeir eru stórir eða smáir, landsbyggðin nýtur sömu kjara og höfuðborgarbúar því við fellum niður sendingargjald vegna pantana sem eru yfir 5.000 kr.
Við erum sérfræðingar í innkaupum á gæðavöru á lágu verði og því skilum við til viðskiptavina okkar.
Verið ávallt velkomin í Skútuvoginn!
Bestu kveðjur
Jón Sigurðsson og starfsfólk
Við opnuðum Prentvörur.is í ágúst 2009 með það að markmiði að bjóða upp á gæðavöru á lágu verði. Viðtökurnar hafa verið mjög góðar en snemma kom í ljós að yfir helmingur viðskiptavina okkar vildi sækja vörurnar í Akralindina sem var ekki mjög hentugt verslunarhúsnæði.
Til að bæta aðstöðuna höfum við flutt starfsemina að Skútuvogi 1 í Reykjavík og opnað þar litla verslun sem við vonum að eigi eftir að stækka á næstu mánuðum. Okkar markmið sem endranær er að bjóða gæðavöru á lágu verði og láta alla njóta þess hvort þeir eru stórir eða smáir, landsbyggðin nýtur sömu kjara og höfuðborgarbúar því við fellum niður sendingargjald vegna pantana sem eru yfir 5.000 kr.
Við erum sérfræðingar í innkaupum á gæðavöru á lágu verði og því skilum við til viðskiptavina okkar.
Verið ávallt velkomin í Skútuvoginn!
Bestu kveðjur
Jón Sigurðsson og starfsfólk
fimmtudagur, 17. desember 2009
Hylki ódýrari í Elko
Ég fór í dag að kaupa litahylki í prentarann minn. Í Eymundsson kostar hylkið 2990 kr. sem mér fannst dálítið mikið, svo ég hringdi í Elko og bað um verð í sömu hylki, þeir hafa nákvæmlega sömu hylki á 1800 kr. Ég þarf að kaupa 5 hylki í prentarann hjá mér, svo ég sparaði umtalsvert á því að skreppa aukarúnt í Elko. Prentarinn hjá mér er Canon pixma mp630.
kveðja,
Gestur
kveðja,
Gestur
föstudagur, 11. desember 2009
Prentvörur - góðir
Vil láta vita af frábærri þjónustu hjá Prentvörum. Ég keypti blek í prentarann minn þar á afar hagstæðu verði sem reyndist svo ekki virka sem skyldi, e-ð með prentarann minn að gera. Þeir buðu mér strax fulla endurgreiðslu eða nýtt blekhylki í prentarann á nokkurra vandkvæða. Frábært viðmót og góð þjónusta.
kv. hb
kv. hb
mánudagur, 26. október 2009
Prentvörur ekki ódýrast!
Ég ætlaði að finna mér blekhylki í HP prentara HP336 hylki. Fannst prentvorur.is vera með bæði villandi auglýsingu og okur.
sjá hver verðin voru 24/10 kl 16:00
Prentvorur.is 4400 (óoriginal) uppgefið markaðsverð af þeim 5272
Elko.is 3295 (original)
Tolvutek.is 3190 (original)
kveðja,
Gunnar Axel
sjá hver verðin voru 24/10 kl 16:00
Prentvorur.is 4400 (óoriginal) uppgefið markaðsverð af þeim 5272
Elko.is 3295 (original)
Tolvutek.is 3190 (original)
kveðja,
Gunnar Axel
föstudagur, 16. október 2009
Prentarablek pantað frá USA
Í fjölskyldunni eru HP Color Laserjet 2600 prentarar. Í vor vantaði dufthylki í annan þeirra og þau voru pöntuð að utan. Reynslan af þeim hylkjum er afar góð.
Um daginn vantaði í hinn prentarann og þá var pantað í hann. Þau hylki bárust í dag og þá var hægt að ganga frá útreikningunum.
Í Elko kostar hvert hylki af Q6000A, Q6001A, Q6002A og Q6003A kr. 16.995 eða alls kr. 67.980.
Hjá Prentvörum kostar endurunnið hylki kr. 13.200 stk. eða alls kr. 52.800 í prentarann.
Víða tíðkast að endurunnin hylki kosti helming af verði nýrra.
Sending með fjórum endurunnum hylkjum frá www.houseofinkjet.com í Kaliforníu kostar alls hingað komin með öllu sköttum og skyldum kr. 36.588.
Það gerir kr. 9.147 á hvert hylki.
Nánara niðurbrot:
Hylki USD 160
Sendingarkostn. USD 60
Alls 27.635 kr.
Aðfl. gj. 8.953 kr
Alls 36.588
Næsta sending verður ódýrari af því þá verður meira pantað í einu. Hver veit – ef ég fer að selja get ég lagt 44% á hvert hylki og samt verið ódýrari en Prentvörur!
Ívar Pétur Guðnason
Um daginn vantaði í hinn prentarann og þá var pantað í hann. Þau hylki bárust í dag og þá var hægt að ganga frá útreikningunum.
Í Elko kostar hvert hylki af Q6000A, Q6001A, Q6002A og Q6003A kr. 16.995 eða alls kr. 67.980.
Hjá Prentvörum kostar endurunnið hylki kr. 13.200 stk. eða alls kr. 52.800 í prentarann.
Víða tíðkast að endurunnin hylki kosti helming af verði nýrra.
Sending með fjórum endurunnum hylkjum frá www.houseofinkjet.com í Kaliforníu kostar alls hingað komin með öllu sköttum og skyldum kr. 36.588.
Það gerir kr. 9.147 á hvert hylki.
Nánara niðurbrot:
Hylki USD 160
Sendingarkostn. USD 60
Alls 27.635 kr.
Aðfl. gj. 8.953 kr
Alls 36.588
Næsta sending verður ódýrari af því þá verður meira pantað í einu. Hver veit – ef ég fer að selja get ég lagt 44% á hvert hylki og samt verið ódýrari en Prentvörur!
Ívar Pétur Guðnason
þriðjudagur, 8. september 2009
Klikkað verð á prentarahylki
Hvað er eiginlega að gerast með þessi prenthylki? Í fyrsta skipti síðan bankar hrundu varð ég kjaftstopp. Ég fór í EJS til að kaupa mér hylki í heimilisprenntarann sem er XEROX 6180. Í honum eru fjögur hylki og mig vantaði eitt. Góðan daginn, þegar mér var rétt það yfir borðið ... kr. 48.500.- stykkið, já STYKKIÐ.
Þannig að þessi hlyki í prentaran kosta sem sagt rétt um 200.000.- Eg átti nú ekki orð og hann stendur hér enn heima og vantar enn í hann hylkið. Ég keypti þennan prentar í EJS í nóv 2008 á kr. 36.000.-
Hvað er eiginlega að gerast í þessu, það þarf enginn að segja mér þrátt fyrir gengið okkar að þetta sé verð sem endurspeglar framleiðslukonstnð og flutning á þessu hylki.
Bestu kveðjur,
Ágúst Kr.
Þannig að þessi hlyki í prentaran kosta sem sagt rétt um 200.000.- Eg átti nú ekki orð og hann stendur hér enn heima og vantar enn í hann hylkið. Ég keypti þennan prentar í EJS í nóv 2008 á kr. 36.000.-
Hvað er eiginlega að gerast í þessu, það þarf enginn að segja mér þrátt fyrir gengið okkar að þetta sé verð sem endurspeglar framleiðslukonstnð og flutning á þessu hylki.
Bestu kveðjur,
Ágúst Kr.
miðvikudagur, 2. september 2009
Svaka verðmunur á prenthylki
Í gær vantaði mig prenthylki, stærra svarta í Canon I4000. Ég tékkaði á Bóksölu stúdenta: 2.620 kr kostaði hylkið þar. Það var geðveik röð (skólinn að byrja) svo ég nennti ekki að bíða og fór í Úlfarsfell. Þar var sama hylki til en kostaði (haldið ykkur fast): 3.990 kr! Semsé 1.370 kr. dýrara! Þetta þýðir náttúrlega bara eitt: Aðra ferð í Bóksölu stúdenta í dag. Og lærdómurinn er: Tékkið á nokkrum stöðum hvað hlutirnir kosta.
Gunni
Gunni
fimmtudagur, 6. ágúst 2009
Prentarablek
Góðan dag,
Langaði bara að koma á framfæri verðmismun á svörtu prentarableki. Fór í gær í Office 1 í Skeifunni ætlaði að kaupa svart blek HP336. Þar kostaði það 3690 kr. Vissi ekkert hvort það væri dýrt eða ekki en ákvað að kanna á fleiri stöðum, og kom svo auga á Griffil þar sem ég var á leið úr Skeifunni (er lítið á ferðinni í svona innkaupum svo þetta er ekki alveg í haustnum á manni hverjir selja svona hluti) OG VITI MENN ÞEIR SELJA SVONA BLEK Á 2990 kr. Ég vildi bara koma þessu á framfæri því það munar um minna. Og svo eru kannski fleiri en ég sem vita ekki hvað er sanngjarnt verð fyrir svona hluti.
Kveðja, Guðlaug
Langaði bara að koma á framfæri verðmismun á svörtu prentarableki. Fór í gær í Office 1 í Skeifunni ætlaði að kaupa svart blek HP336. Þar kostaði það 3690 kr. Vissi ekkert hvort það væri dýrt eða ekki en ákvað að kanna á fleiri stöðum, og kom svo auga á Griffil þar sem ég var á leið úr Skeifunni (er lítið á ferðinni í svona innkaupum svo þetta er ekki alveg í haustnum á manni hverjir selja svona hluti) OG VITI MENN ÞEIR SELJA SVONA BLEK Á 2990 kr. Ég vildi bara koma þessu á framfæri því það munar um minna. Og svo eru kannski fleiri en ég sem vita ekki hvað er sanngjarnt verð fyrir svona hluti.
Kveðja, Guðlaug
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)