sunnudagur, 7. mars 2010

Prentvörur opna verslun

Við erum flutt í Skútuvog 1 í Reykjavík og komin með nýtt símanúmer: 553 4000
Við opnuðum Prentvörur.is í ágúst 2009 með það að markmiði að bjóða upp á gæðavöru á lágu verði. Viðtökurnar hafa verið mjög góðar en snemma kom í ljós að yfir helmingur viðskiptavina okkar vildi sækja vörurnar í Akralindina sem var ekki mjög hentugt verslunarhúsnæði.
Til að bæta aðstöðuna höfum við flutt starfsemina að Skútuvogi 1 í Reykjavík og opnað þar litla verslun sem við vonum að eigi eftir að stækka á næstu mánuðum. Okkar markmið sem endranær er að bjóða gæðavöru á lágu verði og láta alla njóta þess hvort þeir eru stórir eða smáir, landsbyggðin nýtur sömu kjara og höfuðborgarbúar því við fellum niður sendingargjald vegna pantana sem eru yfir 5.000 kr.
Við erum sérfræðingar í innkaupum á gæðavöru á lágu verði og því skilum við til viðskiptavina okkar.
Verið ávallt velkomin í Skútuvoginn!
Bestu kveðjur
Jón Sigurðsson og starfsfólk

6 ummæli:

 1. Ég verð nú bara að segja að þið eruð ekki með neitt spes verð, athugaði verð á toner í Lexmark E120n prentaran minn. Hjá Prentvörur.is kostar endurgert dufthylki fyrir Lexmark E120n 19.200kr.
  En kostar 17.900kr nýtt ekki endurgert hjá Tölvutek.

  SvaraEyða
 2. Já sammála ekkert spes verð hjá ykkur. T.d. kostar HP 45 prenthylki hjá Prentvörum endurgert 4.900 kr en kostar upprunalegt 4.990 hjá Start. Ég held ég bæti frekar við 90 krónum og fái upprunalegt hylki takk fyrir.

  SvaraEyða
 3. Svo virðist líka Blekhylki.is vera með mun lægra verð heldur en hjá ykkur í öllum tilfellum.

  Dæmi: HP 78 kostar 3.750 kr hjá Blekhylki.is en kostar 6.800 hjá Prentvörum.

  SvaraEyða
 4. Ég hef svosem aldrei átt viðskipti við Prentvörur en...

  Hef einhverntíma séð svona umræðu hér áður. Vil vekja athygli á því að þegar þú kaupir endurgert hylki þá er ekki óalgengt að það sé mun meira í þeim en þessum stöðluðu nýju hylkjum.

  Bara svona vekja athygli á því. Virðist stundum gleymast að þú ert oft að fá töluvert meira magn í endurgerðum hylkjum, sem þýðir að þú ert að fá betra verð.

  SvaraEyða
 5. Var að kaupa hjá þeim blekhylki í gamlan EPSON litaprentara, fékk 2 sv og eitt lit á rétt rúmar 5 þúsund kr. pantaði á laugardegi og búinn að þau send heima að dyrum hjá mér á þriðjudagsmorgun. Sami pakki myndi kosta mig nálægt 20 þúsund hjá Office 1 sem er eini ailinn sem býður þessi hylki í mínum heimabæ.

  SvaraEyða
 6. Vanalega kostar eitt blekhylki(svart/litað) í prentarann minn u.þ.b 6000 kr en ég fór í Prentvörur og fékk endurnýtt hylkið á í kringum 3500!!
  Þarna er maður hagsýnn OG umhverfisvænn...

  SvaraEyða