þriðjudagur, 30. mars 2010

Góðfúsleg ábending til Borgarleikhússins

Ég er einn af þeim sem elska að fara í leikhús og finnst Borgarleikhúsið alveg æðislega skemmtilegt leikhús og reyni alltaf að fara á allt sem mig langar að sjá sem er margt.
Eitt sem ég hef samt tekið eftir sem Borgarleikhúsið hefur breytt er að hljóðnemar leikaranna eru ekki lengur í gangi nema bara þegar verið er að syngja. Þetta hefur nú aldrei truflað mig neitt en ég lenti í því að þurfa að sitja alveg á efsta bekk á einni sýningu og þá þurfti ég virkilega að hafa fyrir því að heyra hvað var verið að segja því það er ekki kveikt á micunum nema bara í söng.
Kannski hef ég ekki tekið eftir þessu fyrr en ég er viss um að þetta var ekki svona fyrir einhverju síðan, held að micarnir hafi alltaf verið í gangi að einhverju smá leiti til að dreyfa hljóðinu um salinn þegar verið er að tala en nú virðist það vera hætt. Og nú er ég 22. ára gamall og með fullkomna heyrn svo ekki er það ég sem er að klikka.
En já þetta er góðfúsleg ábending til Borgarleikhúsins. Sjálfur sit ég alltaf það framarlega að þetta hefur aldrei böggað mig en ég tók bara eftir þessu hvað það er óþæginlegt að sitja á aftasta bekk ef maður neyðist til þess.
Hef að öðru leiti ekkert útá þetta frábæra leikhús að setja. Alltaf æðislega gaman að fara þarna og ég geri það oft en að mínu mati þá mætti vera kveikt á micunum í tali eitthvað örlítið þó þeir væru ekki jafn hátt stilltir og þegar verið er að syngja.
Kannski hefur þetta alltaf verið svona og ég bara ekki pælt í því, fór ekki að spá í þessu fyrr en ég þurfti að neyðast til að sitja á aftasta bekk á einni sýningunni sem ég er ekki vanur.
Kveðja,
22. ára gamall Leikhúsgestur

1 ummæli:

  1. Ættir kannski að senda Borgarleikhúsinu þessa ábendingu því þetta er Okursíða. Okurverð á gosi í nammisölunni í Borgarleikhúsinu er dæmi sem á heima hérna en ekki svona lagað sem hefur ekkert með verðlagningu á einu né neinu að gera.

    SvaraEyða