miðvikudagur, 17. mars 2010

Drykkir í Borgarleikhúsinu!

Ég skellti mér á FAUST um helgina og var alveg heillaður af verkinu. Það sem stakk mig verulega var þegar ég ætlaði að fá mér drykk í hléinu. Þarna er hægt að fá litlar dósir af gosi sem innihalda að mig minnir 150 ml. þetta eru svona "flugvéladósir". Verðið á þessum dósum var 400 kr sem mér finnst algjört OKUR svo ekki sé meira sagt. Ég ákvað að taka ekki þátt í þessari vitleysu og fékk mér bara vatn.
kv. Örn

4 ummæli:

 1. Eins gott að þú ákvaðst ekki að fá þér bjór.. þú hefður þurft að slá víxil!

  SvaraEyða
 2. Ég held að það sé hressilega okrað á flestu því sem selt er þarna, ekki bara drykkjunum.

  SvaraEyða
 3. Ég er svo sannarlega sammála þér varðandi að þetta sé okur (!!!) en mig langar að benda þér á að líklega voru dósirnar 330ml en ekki 150ml. Það er venjulega stærðin á litlu dósunum :)

  SvaraEyða
 4. Þær eru reyndar 150 mL og fást ekki í búðum hér á landi. Eins og kom fram áður; þetta eru svona "flugvéladósir" eins og þær eru kallaðar.

  SvaraEyða