föstudagur, 19. mars 2010

Bolur hækkar í Hagkaup

Ég fór í Hagkaup í Spönginni og keypti þar herrabol sem kostaði 1990 kr. Þetta var gjöf svo ég reif af verðmiðann en þá kom í ljós undir honum verð 1400 kr. Ég spurði afgreiðslustúlkuna hverju þetta sætti. Svarið var "bolurinn hlýtur að hafa hækkað". Ég hætti við kaupin.
Pirraður viðskiptavinur.

6 ummæli:

 1. Fyrst segistu hafa KEYPT herrabol en síðan að þú hafir hætt við kaupin? Ég skil svo hreinlega ekki alveg tilganginn með þessari færslu, ég myndi skilja færsluna ef bolurinn hefði verið auglýstur á afslætti því þá kæmi á óvart ef minna verð leyndist á miða undir 1990 kr verðmiðanum. En annars er ég ekki alveg að skilja þetta, er það e-ð nýtt að vara sé hækkuð í verði? Þetta virðist allavega vera býsna heiðarlegt svar frá afgreiðslustúlkunni, því hvað átti hún að segja? Varan hefur augljóslega hækkað...

  SvaraEyða
 2. Gerðist þetta síðasta föstudag þ.e. sama dag og þú skráir inn færsluna? Ef svo er þá voru Tax-free dagar í Hagkaup og gæti verið útskýring fyrir verðhækkuninni. Hef heyrt og lesið dæmi um slíkt hjá Hagkaup fyrir þessa Tax-free daga. Hækka vöruna dagana á undan þannig að þeir eru að fá sama verð hvort sem er.

  SvaraEyða
 3. Hahahaha.. einn að missa sig í samsæriskenningum að trúa því að Hagkaup (eða nokkur búð) hafi fyrir því að hækka (og þ.a.l. endurmerkja) hvert einasta stykki til að svindla á tilboði. Hagnaðurinn af svindlinu væri horfinn með það sama, sérstaklega í svona stórri keðju með mikinn lager.

  Sennilegra er að hér séum við í sömu vandræðum og oft vill vera með matvöruna, og fólk sem ekki hefur starfað í verslun á stundum erfitt með að skilja.. Væntanlega er hér um að ræða tímalausa flík, man ekki hvað það kallast á fagmáli, en þetta er flík sem pöntuð er inn mörg misseri, hættir ekki og fer á útsölu eftir hálft til eitt ár, og því þurfa eldri stykki þar sem vöruvelta er minni og/eða lager meiri að hækka á einhverjum tímapunkti þegar ný og dýrari sending er komin inn og hefur jafnvel þegar verið seld að hluta á gamla verðinu á öðrum stöðum til að vega upp á móti.. það er nefnilega þannig að strikamerki á vöru segir ekkert til um hvenær hún kom til landsins, svo það er ekki hægt að selja sömu vöruna á nema einu verði...

  SvaraEyða
 4. Hagnaðurinn horfinn, ok. En taktu eftir, fólk lætur platast og þ.a.l. koma fleiri og versla í trú um að geta keypt ódýrari vöru. Fleira fólk = hagnaður, ekki satt?

  SvaraEyða
 5. Formúlan fyrir hagnaði er aðeins flóknari en bara útsöluverð mínus innkaupsverð. Það myndi kosta sitt að halda úti starfsmanni til að endurmerkja vöruna bara til að geta svindlað nokkrar krónur út úr viðskiptavininum með blöff-tilboði. Ef menn ætluðu sér að svindla á tilboðum með því að reikna sér "of háa" álagningu á fulla verðið þætti mér líklegra að þeir leggðu bara meira á vöruna strax frá upphafi, að hækka vöru sem er merkt stykki fyrir stykki er of mikil vinna til að það borgi sig.

  SvaraEyða
 6. Formúlan er mjög einföld: Fleira fólk = hagnaður.
  Það er augljóst að hagnaðurinn er meiri en "nokkrar krónur". Að auki er þetta þekkt að verslanir hækki vörur og setji þær síðan á útsölu, þetta er engin tilgáta heldur sannleikur sem á ekki bara við um Hagkaup. Þetta ER gert, þó svo að ég fullyrði ekki að sú sé staðreyndin hjá Hagkaupum enda um stóra verslunarkeðju að ræða. Svo er þetta óttalega barnalegt komment hér fyrir ofan að fullyrða að það sé "of mikil vinna til að það borgi sig", hvaða rugl er það? Einn starfsmaður gæti hæglega dundað sér við það að endurmerkja stóran hluta af vörunum á skömmum tíma (og taktu eftir að stærsti hluti varanna í hagkaup er ekki verðmerktur með verðmiða á hvert stykki heldur einn verðmiði i hillunni sem varan er í; ekki mikil vinna að breyta einu verði fyrir margar vörur þar.

  SvaraEyða