fimmtudagur, 25. mars 2010

Bilaður graslaukur

Svo brá við um helgina að dætur mínar buðu okkur foreldrum sínum í mat og voru með kartöfflugratín þar sem graslaukur var notaður. Þær voru í sjokki yfir verðinu á graslauknum en sögðu að hann hefði kostað kr. 400 í Samkaupum, Hrísalundi á Akureyri. Við nánari athugun kom í ljós að um 20 grömm var að ræða og reiknast mér þá til að kílóverðið sé kr. 20.000. Þær langaði mest til að skila vörunni en líkt og með margt ungt fólk í dag gerðu það ekki. Og nú spyr ég, er þetta ekki algjör bilun???
Kveðja, Ingveldur

3 ummæli:

 1. Allt ferskt krydd er á okurverði og henta bara þeim sem eru að bjóða fólki í mat en búa ekki t.d. 1 eða 2 saman því þetta er selt í það stórum pakkningum að a.m.k. helmingurinn fer skemmdur í ruslið

  SvaraEyða
 2. Pottur út í glugga, fullur af mold, ræktaðu þitt eigið krydd.

  SvaraEyða
 3. Það er alveg hræðilegt verð á ferskum jurtum hér á landi. Þetta er sorglegt, sérstaklega því það er svo auðvelt að rækta þetta í stofuglugganum eða á svölunum hjá sér.
  Ég ætla allavega að byrja á því sem fyrst. Það hjálpar líka með vandann sem nafnlaus minntist á, að allt úldni hjá manni strax. Maður týnir bara það sem maður þarf ferskt af plöntunni.

  SvaraEyða