mánudagur, 22. mars 2010

Glæpsamlegt okur á trjágrein í Hagkaup!

Ég hélt ég yrði ekki eldri þegar ég var stödd við kassann í Hagkaupum áðan og sá að trjágrein sem ég hafði ætlað að kaupa kostar heilar 1299 krónur. Við erum að tala um smá trjágrein til að hafa í vasa yfir páskana með smá skrauti. Tek það fram að þetta var bara greinin sjálf án alls skrauts sem kostaði 1299 krónur. Að sjálfsögðu snarhætti ég við kaupin. Glæpsamlegt okur.
Mbk, Helga

Engin ummæli:

Skrifa ummæli