þriðjudagur, 30. mars 2010

Eldgos hækkar bensínverð!
Ég vil koma þeirri ábendingu á framfæri að hin svokallaða samkeppni olíufélaganna er klárlega ekki til staðar.
Nýjasta dæmið um greinilegt verðsamráð er, að eftir að gosið á Fimmvörðuhálsi hófst þá "slokknaði á samkeppninni" á bensínstöðvunum á Suðurlandi, sér í lagi í kringum Selfoss. Þar sem langtum meiri bílaumferð er um svæðið vegna gossins er greinilegt að olíufélögin ætla að maka krókinn vegna aukinnar umferðar á svæðinu.
Þegar bensínverð var borið saman á gsmbensín.is kom í ljós að það var allt í einu nærri 9 krónum dýrara að kaupa bensín og um 10 krónum dýrara að kaupa dísel á Suðurlandi, en fyrir gos var um 5 krónum ódýrara og allt upp í 7 krónum ódýrara að kaupa bensín og dísel á þessu svæði undanfarna mánuði og ár. Hvað hefur breyst annað en umferðarþunginn?
Ég tók skjáskot af þessum verðum svo það sést að hér er ekki um neitt bull að ræða. Ég vona að tekið verði á þessu með viðeigandi hætti (en þar sem hér má allt sem ekki er sérstaklega bannað þá er ég væntanlega enn einn asninn að sóa kílóbætum í vitleysu).
Kv.
Unnar Már

4 ummæli:

 1. Þegar Atlantsolía kom á markaðinn var smá samkeppni en NB aðalega í Austur/Vestur bæ Kópavogs svo eftir um ár fjaraði undan þessu. Af hverju haldið þið að það sé nánast alltaf ódýrara að kaupa bensín hjá Orkunni á Smiðjuvegi heldur en hjá Orkunni á Miklubraut? Getur verið að verðið sé keyrt upp á þeim stöðum þar sem mesta umferðin er og lækkað á stöðum sem eru aðeins út úr ?

  Nú er bara að sjá hvaða olíufélag kemur út úr pottinum og fær okkar viðskipti í viku til þess að þrýsta á verðsamkeppni.

  SvaraEyða
 2. Það var dregið um það í gær, og það er N1 sem fær þau viðskipti.

  SvaraEyða
 3. Atlantsolía kaupir sitt bensín/disel af N1 í heildsölu.

  SvaraEyða
 4. Það er alveg kominn tími á fjölskyldurekið olíufélag sem hugsar um fólkið í landinu. Í dag eru þetta allt markaðsdrifnar maskínur sem svífast einskis. En maður getur samt lítið kvartað, þetta er eðli svona fyrirtækja og um að gera að nýta sér þessa auknu eftirspurn eins og önnur fyrirtæki gera (t.d. ísbúðir á sumrin, pizzastaðir í Eyjum yfir þjóðhátið og frostrósirnar um jólin). Eina sem maður getur gert er að vera sár og svekktur því alltaf bíður maður og vonar eftir "fair play" á þessum markaði.

  SvaraEyða