Ég fór með fjölskylduna á American Style í s.l. viku. Ég pantaði 2 barnahamborgaramáltíðir og bað um að ostur yrði settur á. Fyrir ost á barnaborgara voru rukkaðar heilar 195.-, samtals 390.- kr. fyrir tvo barnaostborgara. Hvernig er þetta réttlætanlegt þegar hægt er að fá ostborgara fyrir 250.- á Metro?
Óskar
Hvernig er hægt að bera saman epli og appelsínu. Ættir frekar að bera saman Metro og sjoppubúllur annars vegar og American Style og TGF eða Rugby Tuesday hinsvegar.
SvaraEyðaostur á næstum sama verði og hamborgari með osti......
SvaraEyðaég er ekki að bera saman gæði á hamborgurunum, langt því frá.
Almennt er "aukaálegg" mjög dýrt á American Style. Oft er betra að kaupa rétta af matseðli og láta taka eitthvað af. T.d. er hugsanlega ódýrara að kaupa ostborgara (mínus grænmeti og með tómatsósu) heldur en barnaborgara með osti.
SvaraEyðaEins kostar stór franskar (fyrir fjóra) minna en 4 skammtar af litlum frönskum