sunnudagur, 7. mars 2010

Ósátt með Fjörukránna og Víkingahátíðina

Við fjölskyldan höfum verið fastagestir víkingahátíðarinnar í mörg ár og altaf haft gaman af henni. Sumarið 2009 fór ég, systir mín og litla frænka á hátíðina og við vildum borða kvöldmat á staðnum. Ég keypti handa mér og frænku minni stórar franskar á heilar 800kr og skammturinn var minni en venjulegur lítill skamtur! Fæ meiri franskar með hamborgara á hvaða veitingastað sem er og ég sá í hyllingum franskarnar frá Pulsubarnum í hfj við Fjörðinn en þar fær maður risa stóra skamta fyrir lítið verð. Frænka mín pantaði sér kjötsúpu um kvöldið á ca 2000kr, kom í ljós að þetta var smá sletta, aumingja stelpan var glorsoltin eftir matinn en það er hægt að fá sömu súpuna á víkingamarkaðnum um daginn, aðeins minni skamtur á 200kr!! systir mín pantaði pasta með hvítlauksristuðum humar á ca 2500 og viti menn, það var eitt stykki humar! Enda fleirtala ekki tekin framm á matseðli. Pastað var þurrt og bragðvont (tel það nokkuð hart að spara sósuna á svo dýru pasta). Fyrir svona tveimur árum síðan fékk kærastinn minn bbq rif á sama stað og hann gat ekki borðað það, svona 80% bein og rest var fita og hart kjöt og við kærastinn minn erum sammála að hamborgarinn braðast einsog bitið sé í skítuga ull (semsagt keimur af kjötinu). Ég versla aldrei aftur við þessa búllu. Ef maturinn er dýr er bara eins gott að hann bragðist sómasamlega!
Mér finst þetta svo sorglegt, uppáhalds hátíðin mín er dáin, ég elska þennan stað, flottur og sjarmerandi en reksturinn er farinn fjandans til gagnvart kúnnum. Fólk ætti alltaf að hafa eitt í huga þegar það er að versla, ef fyrirtækið gefur skít í kúnnan á kúnninn að gera slíkt hið sama! Ekki kaupa meira og valsa út í hugsunarleysi. Ég hef mælt með þessum stað við túrista í gegnum tíðina en aldrei aftur.
Kveðja, ósátt Víkingahátíðar-unnandi.

4 ummæli:

  1. Ég man eftir þessum svokölluðu "rifjum" ekki einn kjötbiti. En hvað var það sem að víkingarnir gerðu? Þeir rændu og rupluðu , ég sé ekki betur en að Fjörukráin sé að viðhalda hefðinni.

    SvaraEyða
  2. Ég varð nú vitni að því að þeir rukkuðu 800 kr fyrir maltdós. Við báðum um kvittun svona til þess að eiga minningu um okrið. ALDREI ætla ég að versla þarna

    SvaraEyða
  3. Vini mínum var nauðgað á þessari víkingahátíð og svo var ég lamin.

    :(

    SvaraEyða
  4. Viðbjóðslegur matur þarna, alveg sammála.og maður angar af eldhúsi staðarins eftir að hafa setið í salnum. Fengum lambakjöt þarna sem bragðaðist eins og blaut ull, algjört ógeð, og fengum magakrampa eftir matinn. Humarsúpan innihélt mesta lagi tvo humarhala og það var alltof mikið sjávarbragð af henni (sem á alls ekki að vera). Svo var einhver skitin kaka með ís í desert minnir mig. En þangað förum við amk ekki aftur, minningin um magakrampann eftir lopakjötið er of sterk, samt eru 3 ár síðan. Tala nú ekki um allt áreitið frá "víkingunum" sem koma að borðinu og góla leiðinleg lög, alveg agalega pirrandi

    SvaraEyða