miðvikudagur, 3. mars 2010

Mishá verð í viðgerðarþjónustu

Krakkarnir keyrðu yfir klakahröngl og rústuðu pústinu. Pabbi borgar. Fór þá með gömlu Toyotuna á pústverkstæði í Hafnarfirði og fékk símtal um að það myndi kosta 90,000 kr. eða meir. Hvarfakúturinn kostaði um 20.000 kr. Hugsaði með mér að nú borguðu krakkarnir, ég væri búinn að fá nóg, en það gengur ekki sagði konan, þau eru í skóla. Það kom svo í ljós að þetta er svo gömul drusla (1993 módel), að það nægir að setja einfaldan kút, ekki hvarfakút.
Ég bað samt um frest til að íhuga málið. Hringdi í pústþjónustu í Kópavogi, næsta bæ, og þar kostaði þetta ekki 70,000 kr heldur 45,000 kr. Þar græddi ég strax 25.000 kr. Ég skrifaði þetta allt niður og hugsaði með mér, "Hvað ef ég hringi enn annað?" og það gerði ég. Hringdi í Pústverkstæðið Fjöðrina í Dugguvogi sem gerði þetta fyrir 22,600 kr. og ég á reikninginn til sönnunar.
Hvað ef ég hefði hringt á Hvammstanga? .... annars, að öllu gamni slepptu þá virðast ótrúleg verð vera í gangi í viðgerðarþjónustu.
Kveðjur,
Ólafur Sigurðsson

4 ummæli:

 1. Góðan dag,

  Piero Segatta heiti ég og er framkvæmdarstjóri BJB pústþjónustunar í Hafnarfirði. Mig langar að svar pósti þessa ágæta manns sem skrifað hefur sögu sína hér á Okur. Nokkur atriði sem ég vildi vekja athygli á til glöggvunar.

  Í pústkerfi þessa Toyota bíls er fjögur stykki þ.a.s 3 púst hlutar og hvarfakútur. Og eins og fram kom voru boðnar tvær lausnir. Með og án hvarfakúts.

  Því miður er innkaupsverð okkar, og þar að leiðandi útsöluverð á pústhlutum ekki tengd árgerðum bíla. Hvort sem um árgerð 1993 eða 2003 er að ræða, er um sama efnis og framleiðslukostnað að ræða.

  Ef nánar er skoðað t.a.m verð frá umboði þá kostar framrör í þennan bíl u.þ.b 38.000kr

  Þenna hlut erum við að bjóða á u.þ.b 25.000kr og hina 2 hlutana á 35.000 samtal með vinnu 70.000 sem í raun ef varan er skoðuð, sanngjart verð..

  Framrör í þennan bíl er flóknar en ella vegna þess að um klofið rör er að ræða með tvöföldum fláns. Að auki bíður okkar framleiðandi þetta rör eingöngu úr ryðfríustáli, sem þýðir þreföld ending. En auðvitað verður að hafa í huga verðmæti og aldur hvers bíls og meta kostnað vs verðmæti bílsins.

  En við í BJB viljum bjóða vöru sem er vönduð og passar í viðkomandi bíl eins og ráð er gert fyrir.

  Eftir að hafa marg oft fengið viðskiptavinni hingað með heilsoðin pústkerfi með universal kútum frá báðum áður nefndum pústverkstæðum og þá óánægðu viðskiptavinni sem hingað hafa komið vegna slíkra vinnubragða.
  Framkvæmum við ekki slíkar viðgerðir nema sérstaklega sé um það beðið “redding”

  Slíkar viðgerðir valda eingöngu meiri kostnaði til lengri tíma litið. Þó svo að það eigi sennilega ekki við í þessu tilfelli þar sem um gamlan bíl er að ræða.

  Þó svo að ég geti ekki staðfest það nema að sjá bílinn hverning þessi tiltekna viðgerð fór fram. Tel ég víst að með að með þessari verðlagningu er ekki verið að skipta um allt það sem boðið var hér í BJB. Þó svo að það hafa kannski dugað og geri til einhvers tíma..

  Þegar gerður er samanburður á vöru og þjónustu þarf að vera um sambærilega vöru að ræða svo að verðsamanburður geti farið fram.

  BJB hefur í 30 ár þjónusta Íslenska bílaeigendur með sóma og munum gera það áfram.


  Með þökk,
  Piero Segatta

  SvaraEyða
  Svör
  1. það er staðreynd að fólk horfir oftast bara á verðmiðan en ekki vöruna og kvartar að gull sé ekki eins ódýrt og kopar.

   Eyða
  2. Og það er að sama skapi lemma hjá þjónustuaðilum og mörgum verkstæðum að bjóða lausnir sem eru meiri en það sem viðskiptavinurinn þarf á að halda.

   Ég er með Fiestu. Í íshröngli fyrir tveimur árum síðan fór glussaslanga í sundur í stýrisvélinni. Brimborg bauð eina lausn eingöngu - að skipta um stýrisvélina, dæluna, og búnaðinn í kringum hana fyrir vel yfir 300.000,- án möguleika á því að íhuga aðra leið. Óháð lítið verkstæði uppi á Höfða tók bílinn minn inn, greindi vandamálið, skoðaði hvort dæla og vél væru í lagi og gerði við vandamálið. Efniskostnaður: glussi og hosuklemma. Vinna: 1 klukkustund.

   Eyða
 2. hérna í "den..." þegar ég var ung og ók um á gömlum bílum notfærði ég mér pústþjónustuna í Hafnarfirði ef eitthvað klikkaði. Ódýr, góð og vönduð þjónusta. Núna þegar ég er eldri og er á nýjum bílum hefur dóttir mín tekið við og fer iðulega með "Tótuna" sína til BJB og fær sömu góðu þjónustuna á sanngjörnu verði. Og það sem ómetanlegt er, ef á liggur, hliðra þeir til og koma bílnum fljótt að. Stundum vitum við nefnilega ekki með fyrirvara ef gamall bíll bilar og þeir sem eru á gömlum bílun geta yfirleitt ekki beðið lengi bíllausir.

  SvaraEyða