mánudagur, 22. mars 2010

Bensínverð - netsíða

á m.bensinverd.is getur þú gert verðsamanburð á eldsneyti jafnvel úti í umferðinni.
Þeir sem komast á netið í símanum sínum geta einfaldlega skoðað hvar ódýrasta bensínið/díeslið er því oft er mikill munur innan sama olíufélags.
Þetta er sérlega viðeigandi þegar maður t.d. keyrir frá Seltjarnarnesi í Hafnarfjörð og keyrir framhjá fleiri en einni bensínstöð á leiðinni.
kv,
jp

3 ummæli:

  1. Mér finnst fáránlegt að það sá mismunandi verð innan sama olíufélags. Það getur munað allt að 10 krónum !

    Það hafa ekki allir aðgang að neti áður en farið er að taka bensín eða eru með eða kunna að fara á netið í símanum.

    Þetta er bara mismunun.

    SvaraEyða
  2. það hlýtur að vera einhver hugsun á bak við þetta, þ.e. að ób snorrabraut sé ca. 10 kr. ódýrari en ób í grafarholti. ég bara átta mig ekki á hugsuninni (já fólk er fífl)... getur einhver komið með hana?

    SvaraEyða
  3. Lengi vel var Orkan við kænuna í Hafnarfirði ódýrust og Atlantsolía við Hafnarfjarðarhöfn var svo 10 aurum dýrari en þeir. En þetta virðist vera að breytast eitthvað. Orkan/Skeljungur var alltaf ráðandi aðilinn (og aðalgerandinn í samráðinu á sínum tíma) og var með lægsta verðið, 10 aurum lægri en næsti. Fróðlegt væri að sjá hvernig markaðurinn skiptist núna. Það væri lógíst að verðið væri lægst hjá Atlantsolíu við Hafnarfjarðarhöfn, en ekki í Öskjuhlíð, því þar þurfa þeir ekki að flytja eldsneytið með bílum á stöðina.

    SvaraEyða