Ég pantaði mér nýlega hleðslutæki fyrir fartölvuna frá Englandi af E-bay. Hleðslutækið var ekki til hér á landi. Ég er búin að vera að kanna gjaldtöku og þess háttar í kringum svona innflutning þar sem ég ætla að nýta mér þennan verslunarmáta enn frekar.
Ég get séð að engin tollur er af svona vörum sbr. reiknivél tollstjóra: http://www.tollur.is/upload/files/calc_netverslun(20).htm. Hinsvegar er það Íslandspóstur sem makar aldeilis krókinn, með gjaldtöku í hverju horni. Til að tollafgreiða pakka, sem samkvæmt landslögum ber engan toll hafa stjórnendur hjá Íslandspósti búið til alls 9 gjaldtökuflokka sbr. þessi gjaldskrá: http://www.postur.is/desktopdefault.aspx/tabid-123/138_read-187/.
Og ekki nóg með að þeim sé beitt af öllu afli og margir gjaldflokkar geta átt við sömu sendinguna, þá hefur þessi gjaldksrá í sumum tilvikum hækkað um 72 % síðasta hálfa árið sbr. þessi verðskrá frá því síðasta sumar: http://www.postur.is/Portaldata/1/Resources/verdskrar/verdskra_mai_2009_vef.pdf.
Ekki get ég ímyndað mér að kostnaðaraukning af einhverju tagi liggi þarna til grundvallar, þar sem laun eru almennt að lækka og þar sem þessi gjaldtaka kemur til vegna umsýslu starfsmanna og er ekki háð neinum vélbúnaði eða öðrum utanaðkomandi rekstrakostnaði.
Þarna er einokunarfyrirtæki einfaldlega verið að okra á almenningi sem leitast allra leiða við að drýgja heimilistekjur sínar og versla á hagkvæman og lögmætan hátt á netinu.
Með kveðju.
Guðmundur Hrafn Arngrímsson
Ég verð að benda á eitt. Ég spila á klarinett. Þegar ég versla munnstykki eða stillibaulur eða bara eitthvað sem ég þarf að prófa áður en ég ákveð að kaupa það þarf ég að greiða vsk og tollmeðferðargjald af öllu saman og fæ svo bara 80% endurgreitt af þeim kostnaði af því sem ég sendi til baka. Get samt sagt ykkur að sumir framleiðendur(yfirleitt lítil fyrirtæki rekin heima hjá fólki) eru annaðhvort svo djarfir að senda manni jafnvel 5 munnstykki án þess að rukka mann fyrirfram eða senda kannski tvö í einu og rukka bara fyrir annað. En þetta finnst mér algjört okur sérstaklega þegar svona hlutir kostuðu fyrir hrun í kringum 12-20 þús hvert munnstykki.
SvaraEyðaSvo taka sum fyrirtæki sem senda manni munnstykki frá mörgum munnstykkjagerðarmönnum kannski 5-10$ fyrir hvert munnstykki sem er skilað og ekki keypt og þannig getur kostnaðurinn við að prófa munstykki orðið 2-3 þús á hvert munnstykki.
Það hlýtur líka hver og einn að sjá að Ísland er það lítið land að svona lagað er ekki selt í tónlistarbúðum nema þá bara fjöldaframleitt frá Vandoren í Frakklandi og ekkert handgert eða neitt þannig.
OKUR!!!!!!!!!!!
Ætla benda á að það er ekki Íslandspóstur sem ákveður þetta heldur er þetta tollurinn.
SvaraEyðaÞú skalt athuga hlutina fyrst áður en þú segir eitthvað og varðandi þessa reiknivél þá er ekki verið að setja alla hluti þar inn. Talaðu við tollinn áður en þú bullar svona
Nafnlaus.
SvaraEyðaMér er nokkuð sama um hvort það er rassgatið eða höfuðið sem ákveður svona okur. Verðskráin er á vegum Íslandspósts. Hvernig er hægt að rukka marga tollafgreiðsluliði á vöru sem ber engan toll.?
Það væri ágætt að þú svarir því svona efnislega, en ekki bara með heitu lofti.
kv.
Guðmundur Hrafn Arngrímsson