Reykjavíkurapótek á Seljavegi er nýtt apótek sem hefur auglýst lægra lyfjaverð í einkareknu apóteki. Það er hið besta mál.
En það er ekki allt ódýrt þar, Eucerin sjampóflaska er seld á 2.163.
Sama flaska kostar 1.782 í Lyf og heilsa á Eiðistorgi.
Í Apótekaranum á Melhaga kostar hún 1.654.
Fyrir gjaldeyrishörmungarnar kostaði svona flaska um 800 krónur, er búin að kaupa þetta lengi.
Tvöföldun á því verði telst sennilega "eðlileg" í dag.
En svona mikill munur er hreint okur.
Ingibjörg
Leitt að heyra þetta. Ég hélt að Reykjavíkurapótek ætlaði að veita
SvaraEyðaKARLI WERNERSSYNI, sem rekur LYF OG HEILSU og APÓTEKARANN ólöglega, eftir að hafa dregið þau út úr Milestone, harða samkeppni. Ég myndi allavega aldrei verzla í LYF OG HEILSU né APÓTEKARANUM og heldur ekki í SKIPHOLTSAPÓTEKI, úr því KARL WERNERSSON á þau.
Garðsapótek kom lægst út úr könnun um daginn og svo er Rima Apótek þekkt fyrir að vera ódýrt. Ekki sakar að hringja þangað og kanna verð.
Sammála. Samkeppniseftirlitið er nýbúið að dæma Lyf og heilsu, þar eð framkvæmdastjórinn Guðni B. Guðnason beitti bolabrögðum gegn einkareknu apóteki á Akranesi. Ég myndi aldrei versla við þessa lyfjakeðju.
SvaraEyða