Þurfti að láta skipta um bremsuklossa að aftan á bílnum mínum. Er blankur þessa dagana og fór því á stúfana að leita af bestu verðum. Hafði samband við nokkra og endaði hjá KvikkFix í Kópavogi. Góð þjónusta og mjög sanngjarnt verð. Keypti af þeim bremsuklossana og þeir renndu fyrir mig diskana og gengu frá dæminu á meðan ég beið. Nokkuð heppinn að komast fljótt að en ég hringdi á undan mér og þeir kláruðu málið á mjög stuttum tíma. Frábær þjónusta.
Ómar
Algerlega sammála. Ég lét þjónusta bílinn minn þarna í dag (smurning, peruskipti o.fl) og var himinlifandi með þjónustuna, viðmót starfsmanna, biðstofuna og síðast en ekki síst, verðið. Ég ætla að benda öllum mínum vinum á þá.
SvaraEyðaÉg fór í dag og lét smyrja bílinn hjá þeim og er gríðarlega ánægður. Vinna, olíusía, olía (3,5 lítrar), bremsuvökvi og rúðuvökvi (5 lítrar) á 5.624 kr með vsk.
SvaraEyðaLét síðast smyrja hjá Max1 á höfðanum fyrir um ári síðan og kostaði það rúmlega 11 þúsund krónur og mig sveið mikið. Ég tek það fram að ekki var neitt fleira gert hjá Max1 heldur en það sem Kvikkfix gerðu núna.
Var búinn að heyra af þessum stað hér á okursíðunni og ákvað að prófa. Er sammála Nafnlausum hér að framan um viðmót starfsmanna og fleira. Get sagt það að ég mun hiklaust leita til þeirra næst þegar þarf að smyrja.
ég er algjörlega sammála. Ánægð með allt hjá þeim, ég er strax byrjuð að benda vinum mínum á þetta.
SvaraEyða