miðvikudagur, 17. mars 2010

Hrósar Gallabuxnabúðinni

Vill hrósa Gallabuxnabúðinni fyrir góða þjónustu, keypti buxur hjá
þeim á útsölu í jan og var mjög ánægður með þær þar til þær rifnuðu í
klofinu í lok feb. Fór með buxurnar til þeirra og óskaði eftir að láta
laga þær, sem þau gerðu, þegar ég kom að sækja þær buðu þau mér að
skipta og fá nýjar. Ég ákvað samt að fá gömlu buxurnar aftur og gefa
þeim eitt tækifæri í viðbót og var mér boðið að koma aftur og skila
þeim ef þetta gerðist aftur.
Þetta kalla ég góða þjónustu og má kannski bæta við að ég keypti
fyrstu buxur af þeim þegar ég var að byrjaði framhaldsskóla fyrir
rúmlega 11 árum, síðan þá hef ég keypt eitt stk af og til og er þetta í
fyrsta skiptið sem buxur frá þeim rifna hjá mér.
Kveðja,
Hjörtur H.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli