Ég ákvað að nýta mér tækifærið í gær og panta mér bökur á 10 ára verði
hjá Eldsmiðjunni svona síðasta kvöldið sem það stendur til boða.
Ég ákvað að vera ekkert að versla gos hjá þeim þar sem það hlyti nú að
vera ódýrara í verslun. Já, jafnvel þó að verslunin sem væri næst mér og
opin væri okurbúllan 10-11. Ég tölti því þangað á meðan ég beið eftir að
pizzurnar væru tilbúnar og keypti mér 2L af Pepsi á 367 kr. Það var ekki
fyrr en nokkru seinna sem það rann upp fyrir mér hversu illa ég var
svikinn því 2L af gosi hjá Eldsmiðjunni kosta 350 kr.
En forlögin bættu mér þessar 17 krónur heldur betur upp þegar eitthvað
klúðraðist í kerfinu hjá Eldsmiðjunni og sms til að tilkynna mér að
pizzan væri á leið í ofnin skilaði sér ekki. Þau létu mig fá 2
hálfvolgar pizzur á verði einnar, þeirrar ódýrari í sárabætur.
Samantekt.
Stór mínus á 10-11 fyrir að vera dýrari á gos heldur en Eldsmiðjan.
Stór plús á Eldsmiðjuna fyrir að vera rausnarlegir við úrlausn mistaka
sem eru ekkert endilega þeirra.
Kv. Kristján
Engin ummæli:
Skrifa ummæli