Mig langar að hrósa versluninni Músík og meira (MM) á Selfossi sem selur geisladiska, tölvuleiki og DVD ásamt því að vera með umboð fyrir NOVA á Selfossi. Ég er mikill tónlistaraðdáandi og kaupi alltaf diska í staðinn fyrir að dánlóda sem er mjög dýrt sport hér á Íslandi. Hef því alltaf þurft að fara í bæinn (er búsettur á Selfossi) til að versla tónlist. En í MM má finna allar nýjustu plöturnar ásamt eldri klassík á lægra verði en í Skífunni sem einokað hefur tónlistarmarkaðinn á Íslandi í fjölda ára. Stundum hefur munað allt að 700 krónum á nýjum plötum. Auk þess er gott úrval af DVD á fínu verði (Simpsons-seríurnar eru t.a.m. yfirleitt á sama verði eða jafnvel lægra en í öðrum búðum). Það er frábært að hafa svona verslun hér á Selfossi þar sem efla þarf virkilega verslun og þjónustu enda er bærinn þjónustumiðstöð Suðurlands.
Kv, Stefán H.
Flott að vita af þessu - kíki næst þegar ég á leið á Selfoss!
SvaraEyðaGerðu það :)
SvaraEyðaGerðu það :)
SvaraEyðaÞeir eru einnig mjög liðlegir að panta fyrir mann gamla klassík, svo eru þeir á fésbók
SvaraEyðahttp://www.facebook.com/?ref=home#!/musikogmeira?ref=ts
Eruð þið að vinna þarna? Þeir fá vörurnar
SvaraEyðafrá sömu byrgjum og skífan, Hvernig geta þeir
verið ódýrari?
Eruð þið að vinna þarna? Þeir fá vörurnar
SvaraEyðafrá sömu byrgjum og skífan, Hvernig geta þeir
verið ódýrari?
Það er spurning, þetta er samt yfirleitt alltaf ódýrara en Skífan eða jafndýrt, aldrei dýrara. Eina sem maður getur sett útá búðina er lítið úrval sem er þó skiljanlegt miðað við núverandi ástand og litla eftirspurn þökk sé niðurhali af netinu. En hefuru öruggar heimildir fyrir því að þeir panti frá sömu byrgjum?
SvaraEyða