laugardagur, 17. apríl 2010

Vesen með KB ráðgjöf

Unnusta mín sótti um lífeyrissjóðssparnað hjá kb banka fyrir 2 árum síðan þegar hún var stoppuð í kringlunni af sölumanni á vegum kb (nú arion) . Hún skrifaði þar undir samning, og var látin vita að hún þyrfti að fara með hann til atvinnurekanda síns, til að þetta yrði nú allt saman virkt og hún færi að borga í þennan sparnað.

Hún gerði það aldrei, enda sögðu foreldrar hennar henni að þetta væri bara bull og hún sleppti því. Núna 2 árum síðar fékk hún 3 færslur að það væri búið að taka af henni frá kb í vista lífeyrissjóðssparnað, svo að hún hringdi þangað og spurði hvað væri í gangi og þá var henni sagt að það hefði sennilega verið hringt í hana aftur til að staðfesta þetta sem var reyndar aldrei gert, svo var sagt að manneskjan sem að við vorum þá að tala við vissi ekki um þetta,það yrði hringt í okkur af manni sem vissi allt um þetta.

Svo hringdi ungur drengur í okkur sem að ég fór að tala við og sagði honum að ég vissi allt um þetta dæmi, hafði verið að vinna þarna áður, og við vildum ekkert með þetta hafa, þá kallaði þessi starfsmaður mig hálfvita, þetta væri mjög sniðugt fyrir konuna mína, og ég væri bara hálfviti að reyna að svara fyrir hana, hann vildi bara tala við hana ( svo greinilegt að maður má ekki vita um þau mál sem þeir eru að ljúga í fólk) svo ég leyfði honum bara að ræða við konuna, þar sem hann hélt áfram að ljúga að henni og hún áfram að segja að hún vildi ekki halda áfram í þessu, vildi bara láta skrá sig úr þessu.

Svo ég sagði við konuna mína, skelltu bara á hann og fáum að tala við einhvern sem ræður þarna. Og þá sagði hann við konuna mína, " ég held að kærastinn þinn ætti að fá sér einhver róandi lyf og hætta þessum barnastælum" KB ráðgjöf væri ekkert tengt arion banka, væri meira að segja með aðra kennitölu heldur en arion, svo þótt þessi banki væri í veseni, þá væru engin tengsl á milli Arion banka og Kb ráðgjafar, og ég veit að það er ekki satt.

Nóg með það, við höfðum samband við framkvæmdarstjóra KB Ráðgjafar, og hann tjáði okkur að þessi starfsmaður hefði fengið munnlega aðvörun, og allur peningurinn yrði lagður inn á okkur í síðastalagi á föstudaginn 16 apríl. Ekkert gerðist svo við fórum aftur í símann og þá var okkur tjáð að það væri enginn yfirmaður í KB Ráðgjöf og við þyrftum bara að koma til rvk á mánudaginn 19 apríl, en ekki nema að þeir myndu hringja í okkur, já við erum semsagt búsett á akranesi. Nú erum við bara fólk úti í bæ að berjast í bökkum og vitum ekkert hvert á að leita, en ég mundi eftir þessari síðu, og spyr bara, er þetta eðlilegt? Getum við eitthvað gert, eða er bara verið að taka okkar peninga upp í skuld?
Gunnar og Viktoría

17 ummæli:

 1. Ég myndi telja þetta óeðlilega viðskiptahætti sér í lagi þar sem að kærastan fór ekki með samninginn til atvinnurekandans einsog átti að gera. Það má segja sem svo að það sé samningsbrot og jafnvel spurning um þjófnað. Þið gætuð hótað þeim málsókn vegna þjófnaðar og gefið þeim tveggja daga frest til að senda ykkur peninginn (væri ekki óvitlaust að fara fram á vexti, ólíklegt að þeir geri það en það gæti hraðað þessu öllu saman). Ef ekkert gerist tilkynnið þeim að kæra hafi verið send til neytendaráðs, og sendið kæruna með nöfnum allra starfsmanna sem koma að málinu.

  SvaraEyða
 2. Af hverju var kærastan þín eila að skrifa undir samning ef hún ætlaði ekki að vera með sparnað? Annars er svo mikið bill i þessari grein að maður fer næstum að gráta (fyrir ykkar hönd)

  SvaraEyða
 3. Ef bankinn er að ráðstafa ykkar peningum án heimildar þá kallast það fjárdráttur, hafðu samband við lögregluna og leggðu fram kæru.

  SvaraEyða
 4. Ég skora á þig að leggja fram kæru. Þetta kallast þjófnaður, dólgslæti og óheiðarleg vinnubrögð. Þetta fyrirtæki á ekkert annað en kæru skilið í grímuna. Farðu fram á vexti, afsökunarbeiðni og einhver fríðindi. Ekki leyfa þeim að semja um neitt, þú ert í samningsaðtstöðunni. Hvet þig til að hringja í ókeypis lagaþjónustu sem lagadeild HÍ býður upp á. Veit ekki alveg símanúmerið og tímann en það ætti að vera hægt að googla því á no time :)

  Gangi ykkur vel!

  SvaraEyða
 5. Hún skrifaði undir samning! Þá er bankinn ekki að brjóta á henni.

  SvaraEyða
 6. já hún skrifaði undir samning, en efst í færslunni stendur samt að þeir hafi gefið dömunni upp að hún þyrfti að fara með þá pappíra til atvinnurekanda síns, sem hún aldrei gerði, og síðan þá er hún búin að skipta um vinnu. En þetta mál var samt leyst í morgun, þar sem henni var endurgreiddur peningurinn og við vinsamlegast beðin um að taka þessa færslu út af netinu sem þið lesið hér fyrir ofan. Því þeir hefðu sýnt mjög góðann vilja með að endurgreiða okkur því enginn annar banki myndi gera það, þá ættum við helst að láta taka þetta út af netinu. Hvað gert var við starfsmanninn sem sýndi svona hegðun í okkar garð fylgir hins vegar ekki sögunni. En við skiljum bara sátt.

  SvaraEyða
 7. Þeir hefðu sýnt góðan vilja??? Eru þeir ekki að grínast? Þar sem konan gekk aldrei endanlega frá þessu þá átti bankinn ekkert með það að fara að draga af henni - enda ekkert mótframlag að koma frá atvinnurekanda! Og í staðinn fyrir að biðjast afsökunar er það bara sami hrokinn. Ég ætlaði að byrja með sparnað hjá KB um næstu mánaðarmót, en mér dettur það svo sannarlega ekki til hugar eftir þetta! Takk fyrir að láta vita af þessu.

  SvaraEyða
 8. Vill samt taka það fram að þrátt fyrir allt, þá var sá sem réð þarna nokkuð kurteis, þótt það sé margt vafasamt í gangi þarna, meina afhverju á ég að taka þetta út af netinu, afhverju má fólk ekki heyra hverju við lenntum í? ég vildi til að byrja með bara fá afsökunarbeiðni frá stráknum sem kallaði mig hálfvita og að ég þyrfti róandi lyf, því svona segir maður ekki við kúnna, ég veit, þar sem ég vinn í búð, að ég yrði rekinn á stundinni ef ég myndi haga mér svona og tala svona við kúnna. En að fá endurgreitt er víst það besta sem þeir sleppa með úr svona rugli og við kannski líka, við eigum ekki 30 lögfræðinga, svo þetta væri eins og maur að ráðast á ljón, ef við myndum gera eitthvað, og við höfum alls ekki efni á því að eyða pening í lögfræðiaðstoð, enda bara hversdagslegt par sem bankarnir hafa rænt eins og alla aðra.

  SvaraEyða
 9. mér finnst þetta hljóma eins og þeir séu að reyna að setja plástur á sár sem þeir valda sjálfir, og halda að það reddi öllu, og finnst ömurlegt að sjá að þeir ætla bara að borga til baka og svo vonast til að þetta hverfi, en samt svo dæmigert. En þetta er bara svona á íslandi í dag víst. Gott land til að búa á...??

  SvaraEyða
 10. kv Gaui í blokkinni

  SvaraEyða
 11. Vitið þið mér finnst algjörlega út í hött að það séu starfsmenn að vinna við þetta í bás á göngum Kringlunnar að narra menn til þess að skrifa undir eitthvað sem varðar framtíð fólks þegar það kom kannski bara til þess að slaka á og kíkja aðeins í búðir.

  Ennfremur er ég búinn að ákveða það að ef að einhver hringir t.d. í mig frá Símanum(sem ég er í áskrift hjá) og vill bjóða mér að breyta áskriftarleiðinni þá segi ég bara að ég vilji fara sjálfur í næstu Símaverslun og gera þetta skriflega. Þannig á þetta að vera að menn velji það að fara í hlutina og gera þá mjög meðvitað en ekki gegnum síma eða verslunarleiðangri í Kringlunni undir mismunandi kringumstæðum og bara mis upplagður kannski. Og n.b. þegar ég breytti áskriftinni hjá Símanum í gegnum síma um miðjan mánuð kom það ekki á reikninginn fyrr eftir 2 og 1/2 mánuð en ekki 1 1/2 eins og það hefði átt að vera.

  SvaraEyða
 12. Úff þessir menn í Kringlunni og Smáralind eru plágur, PLÁGUR seigi ég og skrifa, nei er ekki til í þeirra orðaforða, og dónaskapurinn ja hérna hér

  SvaraEyða
 13. Ég get nú bara sagt frá því að fyrir rúmlega 8 árum þá mættu þessu jakkafataklæddu menn á minn vinnustað til að fá fólk til að vera í sínum sparnaði. Mér fannst það nokkuð þægilegt að ganga frá þessu bara þarna og skrifaði undir og allt í góðu. Ég fer svo í fæðingarorlof og er þá ekkert greitt í þetta á meðan. Svo er bara ekkert greitt í þetta í smá tíma, það eina sem bar búið að setja í þetta var þessi kostnaður sem þú getur aldrei fengið út frá þeim. Ég fór í skóla og eitthvað fleira og var ekkert að hafa fyrir því að setja upplýsingarnar til vinnuveitenda í sumarstörfunum mínum.
  En svo ákvað ég að skipta um og vera með sparnaðinn minn hjá Landsbankanum. Þvílíka vesenið sem þeir ætluðu að vera með yfir því ég held að KB hafi hringt í mig allavega þrisvar til að reyna að fá mig til að hætta ekki. En ég stóð föst á mínu.
  Síðan líða nokkur ár og allt í einu er byrjað að borga í þetta aftur. Ég var ekki búin að láta vinnuveitenda fá upplýsingarnar um sparnaðinn en síðan í júní 2009 hefur verið greitt í Vista hjá KB.
  Ég viðurkenni það alveg að ég fylgdist ekki nógu vel með launaseðlunum. Þeir eru rafrænir og ég var ekki að nenna að kíkja á þá. Ég treysti fyrirtækinu sem ég vinn hjá að þeir borgi mér rétt laun og þess vegna komst ég ekki að þessu fyrr en núna þegar ég fékk yfirlit hjá þeim um greiðslur. Það algjörlega sauð á mér við þetta. En spurningin er hvar er sökin í þessu hjá þeim eða vinnuveitenda. Ég var svo steinhissa á þessu að ég hringdi strax í arion og bað þá vinsamlegast um að loka þessum reikningi strax og greiða mér út það sem ég á í þessu.

  SvaraEyða
 14. EKKI taka þetta út! Það þarf að sýna það hvernig viðskipti þetta skítafyrirtæki stundar. Þessir menn eru og verða fokking plágur. Ég minnist eins atviks sem átti sér stað eitt sumar í miðju góðærinu.

  Það eru ungmenni rétt komin yfir 17 ára aldurinn að vinna í kirkjugörðunum. Helvítis sölumennirnir mættu þarna í matartímanum til að kynna fyrir unglingunum hvað lífeyrissparnaðurinn væri nú sniðugt aparat þegar unglingarnir hættu að vinna og blablabla.

  Það voru nokkrir búnir að skrifa undir þegar einn unglingurinn var að tala um þetta við foreldra sína. Móðirinni var ekki skemmt. Hún hringdi rakleiðis í forstjóra KGRP og yfirmenn í Gufunesi. Næst þegar þessir menn ætluðu að koma og klára gjörninginn var þeim meinaður aðgangur og öllum gerðum samningum rift þar sem þeir voru að semja við ólögráða ungmenni.

  En þeir létu þetta ekki stoppa sig heldur biðu eftir unglingunum eftir að þeir komu úr vinnunni útúr garðinum. Ég veit ekki hvernig þetta endaði en ég lærði það af þessu að treysta engu sem Kaupþing segir. ENGU. Þeim er drullusama um þig og hvað þú færð útúr þessu. Það sem skiptir þá mestu máli er að fá sem flesta í þetta og hámarka hagnað og gróða.

  Óþverrastarfsemi segi ég.

  SvaraEyða
 15. Málið er bara að maður á ekki að tala við þessa menn sem hanga í smáralindinni og kringlunni. Bara labba hratt og öruglega framhjá þeim.

  SvaraEyða
 16. Mæli með þessum Facebook hóp (Ég þoli ekki bankaveiðimennina á ganginum í Kringlunni/Smáralind!)

  http://www.facebook.com/group.php?gid=345643359961&ref=search&sid=100000396687448.2982384965..1

  SvaraEyða
 17. Guð minn góður! Facebook grúppa um bankaveiðimenn??? Þvílíkur fávitaskapur!

  SvaraEyða