mánudagur, 5. apríl 2010

Vodafone í feitum bitum um páskana

Reikningur fyrir netþjónustu útgefinn 26. mars, gjalddagi sama dag,
eindagi 2. apríl greiddur í heimabanka í dag 5. apríl, (annan í páskum).
Upphæð reiknings kr. 2.010,- + vanskilagjald kr. 598,-
Flest öll fyrirtæki, bankar þar á meðal, hafa þá starfsreglu að falla frá
vanskilagjaldi beri eindaga reikninga upp á helgar eða stórhátíðir, enda
sé reikningur greiddur á fyrsta opnunardegi sem væri þá á morgun 6. apríl.
Svo virðist sem fyrirtækið Vodafone leggi sig eftir að hafa sem mest af
viðskiptavinum sínum á frekar auðvirðilegan hátt. - Sjá skrif mín frá
17. mars sl.: http://okursidan.blogspot.com/2010/03/leiga-fyrir-postholf-hja-vodafone.html
Kveðja, Gunnar Geir

6 ummæli:

 1. Þetta er nú bara sjálfvirkur útreikningur sem tekur ekki tillit til svona hátíða sem aldrei geta verið til friðs í almanakinu! Reynandi að tala við þá eftir á morgun!
  Ragnar

  SvaraEyða
 2. Hákon Jóhannesson5. apríl 2010 kl. 14:43

  Það var hér í "den" afsakað með því að segja að tölvan hefði gert þessi mistök, en satt best að segja er þetta ekki afsökun í dag.

  Staðreynd málsins er sú:

  - Ogvodafón meðal annarra gera út á vanskilagjöldin og hef ég áður bloggað um þetta ósvífna fyrirbæri.

  - Það er með öllu óviðunnandi að mánaðar þjónustugjald til heimila skuli hækka um 5-10% við það eitt að greiða degi of seint. Þess vegna segi ég að þetta sé útgerð.

  - Reikningur berst allt of seint, venjulega í lok mánaaðr og aðeins nokkrir dagar til stefnu. Þetta eykur líkur á að greiða of seint þar sem "glugginn" er minni.

  - Raunkostnaður við áminningu eða "fórnarkostnað" söluaðilans nemur ekki 450 - 550 krónum + hámarks dráttarvöxtum frá gjalddaga. Þetta er fásinna og er nóg að skoða útreikninga banka. Þeir rukka rétt rúmlega 100 krónur fyrir að póstsenda fyrir mig áminningu á viðskiptavini sem ekki greiðir reikning frá mér á réttum tíma.

  Nær væri fyrir þessa drengi á Vodafón að hissa upp um sig buxurnar; lækka vanskilagjaldið og selja frekar vandaðri þjónustu á hærra verði. Viðskiptavinurinn fær þá allavega eitthvað fyrir blóðpeninginn.

  SvaraEyða
 3. Fékk enginn útborgað á miðvikudaginn ? Allaveganna náði ég að borga alla reikninga þá sko.

  SvaraEyða
 4. Margir fá útborgað 1. dag mánaðar en ekki síðasta.

  SvaraEyða
 5. Margir kjarasamingar segja að greiða skuli út 1. dag mánaðar en yfirleitt er klausa sem segir að beri þann dag upp á helgidag skal greiða út næsta virkan dag á undan

  SvaraEyða
 6. Sökum innsláttarvillu í bókhaldinu hjá mínum launagreiðanda fékk ég ekki útborgað fyrr en á morgun.

  SvaraEyða